Muninn

Árgangur

Muninn - 01.11.1978, Blaðsíða 22

Muninn - 01.11.1978, Blaðsíða 22
Afmieliskvedja Þann 7. dag desembermánaðar 1977 komu nokkrir ungir menntskælingar saman i tónlistarherbergi TÓMA, settu jassplötu á foninn, tóku undir í sveiflunni og eins og sönnum jassgeggjurum sæmir, dáðust að listamönnunum. Þetta var afdrifarikur dagur, ekki bara fyrir hina ungu "jassfílara," heldur einnig fyrir þá sem sátu á heimavistinni, spiluðu bridge, horfðu á sjónvarpið svo ekki sé talað um þá fjölmörgu sem hurfu inn í námsbækurnar. Hér voru saman komnir þeir sem hafa haldið um stjórnvöl skólafélagsins Hugins, menn sem voru "plataðir"af fyrri stjórn. Eitt ár er nú liðið síðan "Gæfa og gjörvileiki" Mennta- skólans á Akureyri hófst. Ennþá hefur enginn Falconetti fund- ist og við Rudy, Wes, Billy og hinir erum eins og þeir segja í útlöndunum "still alive and well". Okkur hefur komið það til hugar að biðja vinkonu okkar Enid Blyton að skrifa bók um okkur fimm og gæti hún t.d. heitið: Fimm komast í stjórn Hugins eða Fimm á fölskum forsendum og mætti vafalaust sýna þessa þætti á sunnudagskvöldum þjóðinni allri til heilla. En bráóum sjáið þið nemendur góðir á bak okkar úr stólunum og þvi getið þið tekið undir með skáldinu sem forðum sagði: "Bráðum kemur betri tíð með blóm í haga". Þessar línur eiga að vera smá þakklætisvottur til allra þeirra, sem hafa umborið okkur og þá ekki síður til þeirra sem hafa hvatt okkur til ýmissa góðra verka (að okkar mati), Það hefði verið ógjörningur að starfa í stjórn Hugins ef við hefðum fundið einhvern mótbyr. Við höfum eftir fremsta megni reynt að sigla á milli skers og báru og varast að vera of pólitískir. Ekkert er verra en að blanda pólitík inn í stjórn Hugins og þó róttækari armurinn sé í meirihluta(?) þá væri það gert á kostnað hinna. Þetta þýðir alls ekki að menn sem leiðast út í félagsstörf af þessu tagi eigi að vera skoðana- lausir, síður en svo. Allt of oft hefur það gerst að félags- starf hefur verið lagt í rúst með pólitískum erjum. Mennta- skóli á ekki að vera einhver vöggustofa sem elur upp í manni

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.