Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1933, Page 2

Heimilisblaðið - 01.07.1933, Page 2
96 HEIMILTRRTAT'T'" Framhlutinn af herskipinu „Puglia" sem stendur 'í gardi a’Annunzio’s. »Ég er fæddur árið 1864, um borð í skonn- ort-barkskipinu Irene, úti á rúmsjó, á Adr- iahafi.« En talið er, að hann hafi þar ekki verið nákvæmur í frásögninni. Faðir hans var um tíma borgarstjóri í fæðingarbæ hans, og um tíma var hann líka bæjarfulltrúi í öðrum nærliggjandi bæ, Francavilla-al-mare. Hann var hinn fyrsti, er viðurkendi framtíð sonar síns sem skálds. Hann setti hann til menta, og hann greiddi kostnaðinn af því að prenta fyrsta ljóð sonar síns og útbýta því ókeyp- is. Það var óður til Umberto konungs, ár- ið 1878. Árið eftir kostaði hann líka út- gáfu fyrstu bókar hans, ljóðasafnsins Primo vere (»Ungt vor«). Móðirin fylgd- ist með framför barnsins síns, og var hreykin af honum, en aldrei féll henni hrósyrði af munni gagnvart honum. Lík- lega hefir hún aldrei lesið bækur hans, eða að minsta kosti ekki skilið þær. Þrjár systur og einn bróður átti Gabriele. Anna lék á slaghörpu og söng. Hin fagra Elvira, sem líktist Gabriele, giftist lyfsala; og Ernesta með »uxa-augun« giftist verk- fræðing. Bróðirinn, Antonio, varð hljóm- iistarmaður og fór til Suður-Ameríku. Gabriele var góður drengur, þótt ekki væri hann altaf prúður, en vel gáfaður. Þegar hann var í skóla, uppgötvaði hann þann hæfileika hjá sér — meðal margra annara — að hann gat espað félaga sina til óhlýðni, og fylgdu þeir honum í blindnn Árið 1875 skrifar hinn bráðþroska ung1- ingur föður sínum á þessa leið: »Ef ítal,a fær nokkurntíma ástæðu til að vera hreyk- in af mér, þá vil ég að heiðurinn verð' þinn en ekki minn.« Gagnstætt mörgum öðrum fræguni mönnum var d’Annunzio svo lánsam- ur, að hann fann verksvið sitt næstum of auðveldlega og komst strax á rétta hyllu. Hann var óvenju laglegur og ávann sei fljótlega samhug allra þeirra, er hann uni gekst. 1 Róm var hann strax tekinn í fe' lag ungra bókmentamanna, sem fylkti se'- um blaðið Capitan Fracassa. Engum hafði dottið í hug, að skáld, seni gersamlega hafði hrifið hugi allra jafn-

x

Heimilisblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.