Heimilisblaðið - 01.07.1933, Síða 3
HEIMILISBLAÐIÐ
97
aldra sinna með ljóðum sínum, liti svona
út. Hann var mjór og renglulegur, eins
og drengur, og röddin mjúk og þægileg.
Yfir fallegu enni var mikið brúnt hár.
Haka hans og vangar voru sléttir eins og
á ungmey. öllum féll hann vel í geð, enda
þótt hann væri dálítið teprulegur og nyti
þess bersýnilega, að heyra sjálfan sig tala.
Enginn veitti honum meiri athylgi en hann
sjálfur, og gætir áhrifa þess í ritum hans,
sérstaklega í hinum stærri skáldsögum.
Fyrsta ljóð sitt í Róm: »Þú ert sem blóm«,
orti hann til fallegrar söngkonu með næt-
urgalarödd. Ungur tónsnillingur, Paolo
Tosti, sem síðar varð frægur fyrir list
sína, samdi lag við ljóðið.
Það sýnir séreinkenni hins unga d’Ann-
unzio’s, að þegar hann gerir samning við
forleggjarann Sommaruga um útgáfu ljóð-
anna Canto Novo (Nýtt ljóð) og Terra
Vergine (Meyjarleg jörð), þá eru hin um-
sömdu ritlaun fremur lítilfjörleg. Aðalat-
riði viðskiftanna er það, að forleggjarinn
útvegar honum lánsviðskifti við blóma-
verzlun og sælgætisbúð, til þess að hann
geti þar byrgt sig með blómum og sælgæti
handa hinum fjölmörgu vinstúlkum sín-
um.
Konurnar hafa haft afarmikil áhrif á
rithátt hans, en þó engu síður náttúran
og listin.
Hann var jafnan hrókur alls fagnaðar
í samkvæmum, sem hann tók þátt í með
fólki af öllum stéttum. Þar kyntist hann
m. a. Adelaide Ristori, einni af mestu leik-
konum Italíu. Árið 1883 kvæntist hann
Maríu, dóttir di Gallese hertogafrúar.
Hinar vaxandi kröfur, sem hjónaband-
ið gerði til fjárhags hans, urðu þess vald-
andi, að hann tók sér stöðu, sem honum
bauðst, sem blaðamaður við dagblaðið
Trib'ima, og um líkt leiti gaf hann sjálfur
út nýtt djarfmælt ljóðasafn, sem seldist
mjög vel. Og það varð honum ekki til tjóns,
að um þessar mundir var honum gefið
viðurnefnið »tilfinningalausa skáldið«. Var
hann máske skáld með heitt blóð og kalt
hjarta, eins og Drachmann kemst að orði
í »Tannháuser«? Víst er það, að hann kepti
ósleitilega að marki sínu, m. a. að því að
verða frægur ljóðsnillingur.