Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1933, Síða 4

Heimilisblaðið - 01.07.1933, Síða 4
98 HEIMILISBLAÐIÐ Fremri er hann öllum öðrum skáldum sem uppi eru á sama tíma. Enginn g'etur gefið hinu fagra ítalska máli slíkan hljóm sem hann, brent það skáldlegum eldi eða notað það eins og málarinn notar pensil sinn. Með minningarljóðum sínum um Garibaldi og Verdi náði hann til allr- ar þjóðarinnar. En jafnframt hefir hann vakið meira hneyksli meðal þjóðarinnar en nokkurt annað skáld. Blaðamaður var hann í sex ár. 1 frá- sögn af almennri hátíðarsamkomu 1884 nefnir hann í fyrsta skifti nafn þeirrar konu, sem mesta þýðingu hafði fyrir list hans, hinnar ágætu leikkonu Elenora Duse. Hann hafði ráðgert að semja þrjú skáld- sagnasöfn, að minsta kosti níu langar skáldsögur, en honum hefir ekki auðnast að ljúka við nema fimm af þeim. Hin fyrsta þeirra var »Löngun«, og eins og æskuljóð hans olli hún töluverðu hneyksli, en hún bar nafn lians um alt landið. Það var eins og einn af ritdómurum hans skrifar: Lestur bóka d’Annunzio’s hefir lík áhrif á menn, sem breitt væri út silki fyrir augum þeirra; það gleður og þreytir. Frá öllum álfum heims bárust honum bréf frá kvenlegum aðdáendum. »Tilfinn- ingalausa skáldið« safnaði þeim saman i þvottakörfu, og þegar honum fanst hrúg- an vera orðin nógu stór, samdi hann svarbréf, og sendi öllum samhljóðand’. svar, er gefið höfðu upp utanáskrift. f Itrausti mælsku sinnar bauð hann sig fram til þings og náði kosningu. En þátttaka hans í stjórnmálum varaði ekki lengi, því hann var ekki endurkosinn. En hann gat huggað sig við það, að hann var þegar orðinn frægur um alla Evrópu, og' maður, sem hafði leyst mikið af hendi, og var búist við enn meiru af. Enginn bjóst þó við meiru af honum, en hann sjálfur. Og aldrei unni hann sé hvíldar. Tveir frœgustu menn ítaliu, Mussolini og d'Annunzio.

x

Heimilisblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.