Heimilisblaðið - 01.07.1933, Qupperneq 5
HEIMILISBLAÐIÐ
99
Duse vantaði ný ítölsk viðfangsefni;
d’Annunzio skapaði þau: »Dauðra borgin«,
^Gioconda^, »Francesca da Rimini«,
'sGloria«, »Stærra en ást«, eru hin kunn-
ustu af þessum verkum hans. Um þetta
leyti gekk hann með hugmyndir um að
koma á fót þjóðleikhúsi í1 Róm.
Fyrir 50.000 gulllírur lét hann verk sín
af hendi við Elenora Duse, og hún sýndi
í>au ekki aðeins á Italíu, heldur einnig um
allan hinn mentaða heim. En þrátt fyrir
kóða meðferð á leikritunum varð hinn fjár-
hagslegi árangur af hinum löngu ferða-
logum hennar vafasamur. Það vildi svo til,
að það varð ekki hún, sem lék aðalhlut-
verkið i hinu vinsælasta leikriti hans,
^Dóttir Jorios«. I stað Duse, sem ekki
hafði efni á að undirbúa leikritið, varð
tað hin kornunga Irma Grammatica, sem
bar það fram tll sigurs. En Duse gramd-
ist mjög. Þessi keppinautur hennar er nú
mest dáða leikkona Itala.
Hin mikla skáldsaga d’Annunzio’s II
Fuoco (Eldurinn) frá árinu 1900, sem al-
ftient er kunn sem bókin um samband
hans við Elenora Duse, er fyrst og fremst
eigin persónulýsing, sem nálgast mjög að
vera sjálf-oflof. Með hinu óbifanlega sjálfs-
trausti, sem honum jafnan var eiginlegt,
komst hann svo langt, að hann helzt vill
láta telja, að Gabriele d’Annunzio sé sjálf-
Ur erkiengillinn Gabriel, sem flytur mönn-
Um boðskap af himnum.
Það er þess vegna ekki ástæðulaust, að
höfundur æfisögu hans, Signor Nardelli,
sem hefir staðið honum nærri, persónu-
lega, kallar hann í illkvittinni fyndni ekki
aðeins erkiengil, heldur fallinn erkiengil.
Og fremst í hinni stóru æfisögu vitnar
hann í rit d’Annunzio’s, »Neistar frá
steðja mínum«, þar sem skáldið talar um
>:>baráttuna milli erkiengilsins og dýrsins í
sjálfum mér«. Honum er það fyllilega
ljóst, að vængirnir verða að teljast sjálf-
sagt tákn engilsins. I hinni snildarlegu
skáldsögu sinni: »Ef til vill og ef til vill
ekki« (1910) frá bernsku flugs og bif
Eleonora Duse, hin ágœta ítalska leikkona.
reiðaaksturs, sýnir hann sjálfan sig i lík-
ingu aðalpersónunnar, sem fullfæran flug-
mann.
Leikhúsið hafði veit d’Annunzio þær
tekjur, sem nauðsynlegar voru til þess
að fullnægja dutlungum hans. Hann bjó
um sig á eigninni La Capponcina, rétt hjá
Firenze og lifði þar sem miljónaeigandi,
án þess þó að vera það, og hélt hús eins
og samboðið var gran signore, sem álitinn
var að standa fremstur k starfsvelli bók-
mentanna, ekki aðeins á Italíu, heldur í
allri Evrópu. Og jafnvel þegar tekjurnar
tóku að rýrna, þá var eins og forsjónin
sæi jafnan fyrir því, að hann gæti samt
haldið áfram hinum ríkmannlegu lifnað-
arháttum sínum. Og um það leyti gerðist
atburður, sem annars skeður aðeins í skáld-
sögum: Flugríkur maður, Del Guzzo, sem
mokað hefir saman peningum í Argen-