Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1933, Síða 7

Heimilisblaðið - 01.07.1933, Síða 7
HEIMILISBL AÐIÐ 101 Um nóttina skrifaði hann kvikmyndina Cabiria. Hún veitti honum 80,000 króna tekjur. Þegar honum fanst orðið of heitt í Pa- rís, settist hann að í Arcrchon, og þar var hann þar til í maí 1915, að hann sneri heim til Italíu, í: þeim tilgangi, að tala fyrir því, að ítalir færu í heimsstyrjöld- ]na. Með hinni miklu mælsku sinni hreif hann hugi fjöldans; neistar andans og áhugans breiddust út. Italía fór í stríðið nieð Bandamönnum. Innan skams gekk d’Annunzio í flug- herinn. Hann hafði í fyrsta skifti flogið 1909 með Glen Curtiss. Og nú ávann hann sér brátt almenningsorð sem duglegur flugmaður. 1916 misti hann sjón á hægra auga af slysi í lendingu. Flís hafði hrokk- ið í það. Dóttir hans, Renata, flýtti sér til hans og' stundaði hann í veikindunum. Og á meðan bæði augun voru reifuð, skrif- aði hann blindandi hið fræga kvæði sitt Alottumo, til minningar um failna félaga. Hann skrifaði það á pappírsrenninga, eina Hnu á hvern renning. Af hetjudáðum hans á sjó og í lofti leikur sérstaklega orð á. flugi hans yfir Wien, er hann kastaði niður tilkynn- ingu urn það, að hann ætlaði að hlífa óvin- Um sínum við slíkri loftárás sem þeirri, er Austurríkismenn hefðu gert á Venezia. Aður en vopnahléð komst á, var hann sæmdur fimm heiðursmerkjum, úr gulli, fyrir hreysti sína. Eftir þetta settist skáldhetja vor að við Gardavatnið, í húsi, sem áður hafði ver- ið eign þýsks listsagnaritara, Henry Thode (dáinn 1920), og hafði hann nú verið sæmdur furstatitli. Fjöldi Norðurlandabúa, sem koma til Norður-ítalíu, setjast að í nágrenni hans, 1 þeirri von, að geta orðið þeirrar ánægju aðnjótandi, að fá að heimsækja hann. En yfirgnæfandi meirihluti þeirra kemst ekki Uema að hliðinu, en þess gætir vopnaður vörður. Proibíto! segir hann. Aðgangur bannaður! Það er mjög erfitt að fá að- gönguleyfi. Vingjarnleg forsjón í konuliki útvegaði mér aðgang að húsi hans, þar sem vel er hægt að flakka um tímum sam- an án þess að koma nálægt húsbóndan- um II Commandante. Það er sagt að d’Annunzio hafi ánægju af því að skifta á ncttu og degi. Þegar ég kom til hans lá hann í legustól í umgirt- um garði. Ég gægðist þar inn en fylgdar- maðurinn gaf merki um að við yrðum aó halda áfram. Það mátti ekki trufla II Commandante. I garði sínum hefir d’Annunzio komið fyrir fremra hlutanum af herskipinu Puglia, sem skotið var niður í stríðinu. Skipið er vel hirt að öllu leyti eins og vera ber á sjó og undir þiljum hefir hann safn- að ýmsum minjagripum, þar á meðal er flughjálmur hans. Á skipi þessu, sem er gjöf frá ítölsku stjórninni, eru fallbyssur, og er skotið af þeim, þegar furstanum þóknast. Þarna hefir hann líka leiksvið undir beru lofti, sem skreytt er eins og þegar sýnt var þar leikritið La figlia di Jorio (Dóttir Jorios). Á heimili hans eru líka fjórir legstað- ir og hvíla þar fjórir kærustu félagar hans frá stríðinu. Fimti legstaðurinn er í und- irbúningi og ætlar d’Annunzio að hvíla þar sjálfur. Einn daginn heldur d’Annunzio stór- veizlu fyrir vini sína. Annan daginn lifir hann sem einbúi, niðursokkinn í and- legar hugleiðingar. Valdamenn ríkisins líta til hans með velvild. Mussolini hefir látið gefa út alþýðuútgáfu af öllum skáldverk- um hans (h. u. b. 80). En jafnframt er haldið vakandi auga með honum og fram- ferði hans. Ilann er hættulegur maður, og reynslan hefir sýnt að aldrei er hægt að vita hvað honum getur dottið í hug. Að segja, að hann hafi leikið hlutverk sitt til enda, gæti sem bezt verið óvarlegt.

x

Heimilisblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.