Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1933, Side 9

Heimilisblaðið - 01.07.1933, Side 9
HEIMILISBLAÐIÐ 103 Jón helgi Hólabiskup. Sá má kallast sómii sól og manna vinur, er við eilíft Ijós gleymir ei breyzku blómi, er berst hér enn og stynur ■ — jarðar reyr og rós hretin lemja, lirjá og löngum sveigja. Hjörtu mannleg ótal sorgir beygja, siys og plágur stríðin liörðu heyja' lireldir hvergi á jörðu bcetur eygja. En — við öllum sálum opinn himinn stendur: Guð í vöggugjöf bcenarmjúkum mádum manninn scemdi endur, bríiaði harma höf. Æðstu sálir eins og pálmar rísa, eins og bál í myrkri duftsins lýsa, eins og vitar fleyum viltum vísa veg um lognblíð suncl, úr greipum ísa. íslandi eyjan hvíta, ei þér Drottinn gleymdi að gefa leiðarljós: Marga mæta og nýta menn þér ást hans geymdi; þitt er þeirra hrós. Sjá til baka, Islands ungi mögur! Eins og stjörnur tindra hetjusögur, mörg eru dæmin mikil, hrein og fögur manna, er geymir jörð og saltur lógur. Fylg mér »lieim til Hóla«: Hér var bjart um aldir’ Drottins gleði og dýrð; kirkju skaut og skóla skipuðu andar valdir, — unz að á féli rýrð. — Einn var fyrstur, öðrum dcemið gaf hann, akri Drottins veitti gróðursafann. himins málum aldréi yfir svaf hann. Aldrei skyldi vanþökk manna grafa’ hann! Birtu á jörðu bar hanm bjartara þó í dauða skein hans lífsins Ijós; skœrstur víst þó var hann er vitjaði bróðurnauða yfir banaós. Eins og börn, er kærsta nafnið kalla, kallaði fólkið hans — þær bcenir gjalla upp til himins — eins og tár þær falla á hans brjóst, liann fer og blessar alla. Enginn er svo þjáður að ei linun hljóti hans af bjartri höncl. Enginn er svo smáður að ei líknar njóti enn fyrir biskups önd. Sótt.ir herja á menn og málleysingja; minsta og stœrsta sorg, er lifið þyngja> eins og klukkur inn i sál hans hringja allar hjartaþarfir Norðlendinga. Guð þeim máttinn gefur, sem gefa vHja aftur brœðrum Ukn og Ijós. Mörgum hjáipað hefur helgra sálna kraftur. Af bæn vex rós við rós. Margir sáu — í clvala og draumi — standa dýrolcgan biskup Jón og leysa vancla; með stökkul og bagal hrekja Ula ancla, i eymcl og blindni er vildu kvikum granda. — Enn mun ást hans lifa á þeim kæru sveitum, er hann frceddi fyr> harmur brjóst hans bifa, er berast gróðrarreitum ógæfu inn um dyr straumar þeir, er alt með rót upp rífa, raddir þær, er brjóst mót brjósti ýfa. Biðjum trygð hans björtum dölum hlífa> hans blessun yfir Norðurlandi svífa. Hul da.

x

Heimilisblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.