Heimilisblaðið - 01.07.1933, Síða 17
^EIMILISBLAÐIÐ
111
SÖGUR ÖMMU
Eftir Sig. S. Christopherson,
prest í Bredenburg, Sask. Can.
[Nl.] Pað var um seinni hluta vetrar.
Grímur var í smiðju. Frost var á og hvast
hríðarveður. Vindurinn þyrlaði rennings
gusum inn um vegg-glufur smiðjunnar.
Pað lagðist sýnilega illa í eldinn, — hann
vildi ekki loga. Smíðið gekk seint. Grím-
ur vildi ljúka við verk sitt og keptist við,
en vann sér þó varla til hita. Hann var
orðinn þreyttur, og var hálf kalt þegar
búið var. Það var líka að verða dimt af
niyrkri og hríð.
Grímur byrgði eldinn vandlega, raðaði
smíðatólunum á sinn stað, mokaði upp að
smiðjuhurðinni og tróð vandlega upp með
henni; síðan gekk hann heim.
Pegar heim kom í húsið, var þar fá-
ment fyrir. Hjónin voru farin á kvöld-
skemtun til nágranna sinna. Matur var
á borði og volgt te á eldavélinni. Ekki
hafði Grímur list á að borða, en fékk sér
tvo bolla af tei, þvoði sér og háttaði.
Ekki varð Grími svefnsamt. Lúaþrautir
léku sem logandi eldur um hverja hans
taug. Það sótti að honum hiti og kuldi
á víxl.
Þegar Kristinn kom heim, var Grímur
orðinn veikur og hafði talsvert óráð. Lækn-
ir var sóttur; kom hann til Gríms daginn
eftir, og sagði það lungnabólgu, sem gengi
að ’nonum; taldi hann litla von um bata.
Skildi læknirinn eftir meðul handa Grími.
Lítið vildi hann taka inn af þeim. Hresst-
ist þó dálítið og fylgdi fötum fáa daga.
Hann vildi ekki verða karlægur.
Það var eitt kvöldið, þegar Grímur var
háttaður, að honum versnaði snögglega.
Gat hann þess við Kristinn, að hann mundi
ekki lifa af þá nótt; bað hann að bera
kæra kveðju og þakklæti konu sinni og
hörnum. sem vildu sem minst vera yfir
veikum, og treystust því ekki til að stunda
Grím í legu hans.
Grímur andaðist þá nótt.
Líkkistan stóð tilbúin. Hún var með ís-
lenzku lagi og traust. Hafði Grímur smíð-
að hana fyrir nokkru.
Eftir tvo daga var líkið flutt til graf-
ar. Kristinn og vinnumaður hans fylgdu
til grafar. Fjúk var á með all-miklu frosti;
þótti veður lítt fært. Við gröfina biðu graf-
armennirnir; líka kom enskur prestur, sem
snöggvast las fáein orð. Síðan var kepst
við að ryðja ofan í gröfina snjóblandinni
moldinni; var ekki gengið frá, fyr en kom-
ið var vel upp úr jörð. Þá tóku menn sam-
an áhöld sín, fóru í yfirhafnir, og allir
fóru heim.
Vorið kom, með indælli sólhlýju og með
hressandi og gleðjandi sunnan-andvara.
Fénaðurinn dreyfði sér um hagana. Bænd-
urnir fóru að búa sig undir vorvinnuna.
Ferðalög hófust aftur og fram um landið.
Langferðamaður heimsókti sveitina.
Hann var kominn til þess að kaupa lönd
fyrir ríkismann suður í Bandaríkjum.
Vildi auðmaður þessi komast yfir heild-
arsvæði, þar sem hann gæti komið á stofn
búskap í stórum stíl. Verðið var gott, sner-
ist því margur að því að selja eign sína.
Lönd Kristins voru farin að gefa sig;
kostnaður við byggingar og aðrar umbæt-
ur fóru í hönd. Honum bauðst gott verð
fyrir eignina, hann seldi því lönd sín og
fluttist vestur þangað, setn var að verða
bygð.
Þá kom ráðsmaður auðmannsins og lét
greipar sópa um hið keypta svæði. Hús
frumbýlinganna voru tekin niður; girðing-
ar hurfu og löndin sameinuðust í eina
heild, og alt óplægt land plægt. En stór-
hýsi bygð að nýju.
Heimili Kristins laut sömu örlögum, sem
önnur frumbýli bygðarinnar. Húsið var
rifið og smiðjan. Var margt saman kom-
ið í smiðjunni, og fæst talið nýtilegt. Var
þar meðal annars pískur, gamall og upp-