Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1933, Blaðsíða 22

Heimilisblaðið - 01.07.1933, Blaðsíða 22
116 HEIMILISBLAÐIÐ Hálfan klukkutíma fór fram það sem kalla mætti samtal milli þessara tveggja. Það virtist nauðsynlegt að spyrja venju- legra spurninga. Nancy svaraði spurning- um frænda síns, án þess að gefa nokkur ítarleg svör. Hún virtist ekki eins mál- skrafsmikii og hann hafði óttast. Meðan á samtalinu stóð, sat hún og horfði inn í eldinn. Svipur hennar var ekki sá. sem hann gæti kallað dapran, hvað feginn sem hann hefði viljað það, sem hann hafði bú- ist við og óttast að myndi einkenna svip hennar. Þegar þau voru búin að ganga ? gegnum nafnalista þeirra, sem þekking þeirra heggja náði til, skyldmenna og ann- ara kunningja, rétti hann út hendina til þess að ná í bókina. sem hann hafði ver- ið að lesa, þegar hún kom inn. Nancy leit á hann. »Ég vænti þú viljir ekki lesa fyrir mig?« spurði hún. »Ég les mjög illa. Og þú myndir heldur ekki kæra þig um að heyra þetta. Það er saga bakteríufræðirannsókna.« »Þá býst ég ekki við því. Eg ætla að skrifa nokkur bréf og fara svo snemma að hátta ef þér er sama.« »Það stendur mér á sama. Sjálfur fer ég að hátta kl. 9.« Dr. Bruse opnaði bók- ina um leið og hann sagði þetta. Nancy skrifaði bréf í klukkutíma, og sat á móti honum. Hún hvorki leit upp né sagði eitt orð, meðan hún var að skrifa. Það furðaði frænda hennar, og það dróg athygli hans frá lestrinum, að hann átti stöðugt von á því að hún myndi rjúfa þögnina. Hún fór upp á herbergið sitt og sótti, það sem hún þurfti að nota við bréfa- skriftirnar. en hann hafði ætlað sér að hringja á Pat, og láta hann sjá henni fyrir öllu nauðsynlegu við skriftirnar. Hann fór nú að taka eftir því, að hún hafði fyrir fram ásett sér að auka honum ekki að óþörfu erfiði með kröfum sínum. Hún var ráðin í að vera góður gestur, sem ekki gerði nein óþægindi. Ástæður hennar fyrir komu sinni voru þær, ef hann ætti að trúa bréfi hennar, að fá aukið hugrekki til þess að ganga lífsbraut, sem henni fanst óbæri- lega erfið — eða finna aðra betri. Honurn gat ekkert komið til hugar, sem hann gæti gert fyrir hana. Hvað hún hugsaði sér myndi hann fljótlega komast að raun um. það var hann viss um. Sennilega ætlaði hún sér ekki að legg'ja erfiðleika sína á hann, en bíða með það, þangað til hann væri farinn að venjast nærveru hennn- ar. Næsta kvöld eða kvöldið þar á eftir í síðasta lag'i, myndi alt komast upp. Bruce var í standandi vandræðum með, hvaci hann ætti að segja við hana, nema þao. að hann ætlaði að rá.ða henni til að leggja niður sorgarbúninginn, en ganga í ullar- peysum og feldum pylsum og fara svo út og spila »golf«. Hún gat ekkert gert þurfti ekkert að gera. Hún hafði nægileg efni. Ef dæma skyldi eftir öllu útliti henn- ar þarna sem hún sat, hafði hún álíka mikið sameiginlegt við frænda sínum og málaður glerengill með mannlausu skips- flaki á sjó. Þegar Bruce varð þetta ljóst, varð hann gramur í skapi — þó lítil ástæða væri til þess. Engum dylst það. Frli, í næsta bl. Hvers vegna Mazaryk, forseti Czeckoslovakiu, varð bindindismaður. Thomas G. Mazaryk, forseta Czeckoslo- vakiu, má telja meðal hinna beztu stjórn- enda heimsins. Hann ræður yfir landi med 13 miljónum íbúa, sem kalla hann »föður lýðveldisins«. Fyrir þrem árum, þegar hann var 80 ára gamall, gaf þjóðin honum um 50 mil- jónir króna í afmælisgjöf. Hann gaf alt féð til mentastofnana handa þjóðinni, al- veg skilyrðislaust. Mazaryk forseti hefir oft látið í ljós í ræðum sínum, að hann hefði trú á vín- bindindi og vínbanni, og í ræðu, sem hann hélt fyrir nokkrum árum, viðhafði hann þessi orð: »Gögn þau, sem sannað hafa gagnsemi bindindis, hafa fyllilega sannfært mig um, að sá maður, sem er alger bindindismaður, hefir æðri skilning á lífinu, og lifir, þar af leiðandi, göfugra, hreinna og hamingju- samara lífi.« Þess vegna varð hann bindindismaður.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.