Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1933, Side 23

Heimilisblaðið - 01.07.1933, Side 23
HEIMILISBLAÐIÐ 117 Tíu aurarnir frá henni mömmu. Ég fór inn til Silla & Valda, til þess að kaupa mér tómata. Meðan ég stóð og beið eftir afgreiðslu, komu fjórar litlar stúlkur inn í búðina og’ spurðu, hvort þær gætu ekki fengið tómata fyrir 10 aura. Þær höfðu að öllum líkindum feng'ið sína 10 aurana hver, til þess að kaupa sér eitthvað fyrir að eta. Afgreiðslumaðurinn svaraði þeim strax, og sagði, að þeir væru dýrari en 10 aura, og þær gætu því ekki fengið þá þar. Þær urðu mjög vonsviknar, og sögðu sig langaði svo mikið í þá. Ekki báðu þær um neitt annað fyrir aurana sína; hafa þær líklega ætlað að reyna víðar að fá tómata. Ég gat ekki orða bundist um það, að leitt væri, að vörur, sem eru börnum jafn hollar og tómatar og ávextir, skuli vera svo dýrar. Ég býst ekki við, að neins- staðar hafi verið til svo litlir tómatar, að litlu stúlkurnar hafi getað fengið þá fyrir 10 aurana sína, þar sem kílóið kostar þrjár krónur. Hvað hafa þær þá gjört við þá? Auðvitað hafa þær keypt sér eitthvað óholt sælgæti fyrir þá, þegar þær gátu ekki fengið það sem þær langaði í, og sjálf- sagt voru í þörf fyrir, því eins og allir vita, eru tómatar einna vitamín-auðugasta fæða, sem til er. Þótt þær hefðu viljað fá sér epli, banana eða appelsínu, var hvert stykki af því líka dýrara en 10 aura. Það er gott og blessað að vernda alt það, Aftanró. Anclvarinn liður, undurlireinn og tær, oldurnar gjálfra létt við mjúka strönd, þagnandi hljómur vaggar þungur, vær, vefur sig friður milt um haf og lönd. Blessandi geislar brosa Ijúfri kveðju, blikandi döggin þyrstum krónum svalar, hcegar og hægar alt sinn anda dregur, í algleymisdjúpri þögn við Guð sinn talar. sem getur þróast í landinu, með tollum og banni, en að tolla og banna þær vörur, sem nauðsynlegar eru heilsu og vellíðan manna, nær engri átt. Þeir einu ávextir, sem almenningur næst um daglega gæddi sér á, voru þurkaðir ávextir, af því nýir voru of dýrir, enda hægt að bæta matinn með þeim þurkuðu, fremur en með nýjum. Þurkaðir ávextir hafa verið lítt fáanlegir og' afar dýrir nú í seinni tíð. Þetta þarf að breytast. Það þarf ekki nema heilbrigða skynsemi til þess að sjá, hve öfugt það er, að banna vöruna, eða gera hana ókaupandi vegna okurtolla, þegar hún er heilnæm og óskemd, en flytja hana inn sem eiturlyf til heilsu- og mannspillis, í drykkjum, sem otað er að fólki, stundum af sjálfri ríkis- stjórninni. Þessu verður að kippa í lag Stjórn og þjóð verða að leggjast á eitt. Fyrst er að gera sér ljóst, hvað að er; svo er að finna ráð til að bæta það. Það ráð, sem hér dugir, er að lækka tolla á vörum, sem ekki eru framleiddar í landinu sjálfu, og sem eru betri en nokkur læknislyf til þess að viðhalda heilsu manna, og létta af þeim innflutningsbanni, svo börnin geti feng'ið eitthvað það sem er þeim holt, fyrir tíu aurana, sem hún mamma þeirra hefir gefið þeim, til þess að kaupa sér eitthvao fyrir. H. Á. Streymandi magn um lífsins leynda þrœði leitar frá blómsins rót að hjartans djnyi, huldustu vegi helgra sifjabanda. Himininn nálgast, faUast Ijúft í faðma fjarlægust öfl, er sálir okkar geyma. Hugurinn kyrrist, hjartað éinkis leitar, hér finn ég Guð og skil að alt er heima. A. G.

x

Heimilisblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.