Heimilisblaðið - 01.07.1933, Qupperneq 26
120
HEIMILISBLAÐIÐ
sem læknismeðal, þótt þeir hafi áður verið
vantrúaðir á það.
Heilum degi varði fundurinn til þess að
ræða um geymslu ávaxta, niðursuðu og
þurkun. Komu þar sérfræðingar fram og
sýndu hinar ýmsu aðferðir og umbætur
síðari tíma. Þeir létu sér ekki nægja orðin
tóm, heldur höfðu þeir sýningu á því„
hvernig búin eru til ógerjuð ávaxtavín. Að-
gangur var ókeypis, og kom þar margt
manna til þess að sjá og sannfærast um, að
slík vín gætu verið engu síður bragðgóð
en hin gerjuðu.
Þá kom og til umræðu, hvaða aðferðir
væru fljótvirkastar til þess að kenna
mönnum rétta notkun ávaxta, og hvað
nú þegar hefði verið gert á því sviði. Töldu
þeir, að fræðsla í skólum myndi einna fljót-
virkust. Engum efa er bundið, að fundur
þessi muni hafa mikla þýðingu í fram-
tíðinni, bæði fyrir framleiðendur og not-
endur ávaxta, og óbeinlínis fyrir bindind-
isstarfsemi meðal þjóðanna.
$bgpjá.
Locaiidi sías gýs úr jiirðn og' gerir nótt að
dogi. Undanfarið hefir athygli manna, víðsveg-
ar um heim beinst að lítilli eyju í Siebenbiirgen
1 Rúmeníu,Mediasch að nafni. Fyrir nokkrum
árum tóku menn eftir, að gas streymdi úr jörð-
inni rétt við borgjna. Tók þá amerískt félag
sér fyrir hendur að virkja gasið, og jók það
mikið, með þvi að bora niður 1 jörðina og leiða
það upp á yfirborðið í pipum. I mörg ár streymdi
gasið þannig upp um þessar pipur, og var þvi
safnað í geysistóra geyma og selt til notkunar
i Mediasch og nærliggjandi þorpum. En um miðj-
an júlí s. 1. vildi til neðanjarðarsprenging, sem
splundraði einni leiðslunni, svo gasið streymdi
frjálst út, og komst eldur i það. Síðan hefir
dag og nótt blossað þarna 200 metra hár eld-
strókur, og hafa allar tilraunir til að slökkva
eldinn reynst árangurslausar. Með hverjum degi
verður loginn tærari, og bendir það á, að gasið
komi úr feyki mikilli dýpt. I 500 metra fjar-
lægð er hitinn af loganum 60 gráður. Tveir
amerískir blaðamenn, sem ætluðu að taka ljós-
myndir af þessu náttúru-undri og höfðu nálgast
það svo, að þeir voru aðeins i 200 metra fjar_
lægð, þoldu ekki hitann og féllu i yfirlið: var
með naumindum hægt að bjarga þeim. Sagt er
að ein miljón kábikmetrar streymi daglega ur
holunni (hér í Reykjavík kostar hver kúbikm.
kr. 0,35). Alíta menn að gaslindin eyðileggist,
vegna þessai'a óhappa, að hún »brenni út«. íbu-
ar Medisch eru um 15. þús., en á einni viku
komu yfir 7000 aðkomumenn, til að sjá »undrið«.
Hefir þetta orðið vatn á myllu gistihúsanna
þar, enda hafa þau notfært sér það. Eitt þeirra,
sem er í fjögra km. fjarlægð frá eldsúlunm,
breytti um nafn og kallast nú: Gistihúsið »Hinr.
himneski eldur«, og það auglýsir, að í gisti-
húsgarðinum geti menn setið alla nóttina við
spilamensku — við náttúrlega birtu. — —
Gimsteiuar búnir til. Fyrir nokkru héldu ame-
rískir efnafræðingar fund með sér. — Einn fund-
armanna, prófessor Hersey að nafni, sem er i
miklu áliti, sem vísindamaður, tilkynti þar, svo
allir urðu undrandi, að sér hefði tekist að búa
til gimsteina úr sykri. Hafði hann til sýnis
nokkra af hinum tilbúnu gimsteinum, svo voru
2—3 millimetrar að þvermáli. Tilkynti prófess-
orinn, að hann myndi innan skamms tíma kunn-
gera mönnum aðferðina til að búa til gim-
steina; er einnig hægt að búa til stærri gta-
steina með sömu aðferð. En mjög seinlegt er
að búa gimsteinana til, svo að þeir verða ekk-
ert ódýrari, en þeir, sem náttúran sjálf fram-
leiðir.
Talsíiiiar í biíreiðum. Þráðlausír símar í bif-
reiðum eru nú ekki lengur sjaldgæfur viðburð-
ur erlendis. Að vísu er ekki mikið um þá enn-
þá í Evrópu í einkabifreiðum, heldur aðallega
í lögreglu- og brunabifreiðum; geta þær þá ver-
ið í talsambandi við stöðvar sínar, meðan ekið
er. En í Ameríku hafa margir efnaðir kaup-
sýslumenn sima í bifreiðum sinum, og geta því
talað við skrifstofur sínar og heimili á meðan
þeir eru á ferðinni í bifreið sinni. Getur þetta
vitanlega oft komið sér vel.
llá iniljón áheyrenclui'. Sagt, er, að Adolf Hitl-
er, upphafsmaður þjcðernisjafnaðarstefnunnar og
núverandi kanzlari Þýzkalands, sé sá eini, bæði
fyr og síðar, sem hefir talað til slíks mann-
fjölda, augliti til auglitis. Það var 1. mai s.l.
á feikna stóru, auðu svæði í Berlín. Maður, sem
staddur var í miðjum hópnum, sá ekki út yfir
þetta haf af höfðum, sem öll beindust I sömu
áttina, að þeim er talaði.
Af hverju fórst Akroni Fyrst álitu menn, að
það hefði farist af eldingu. en nú eru menn
Frh. á bls. 123.