Heimilisblaðið - 01.07.1933, Síða 29
HEIMILISBLA.ÐIÐ
Í23
Iládung er um hávetur í helfrosti og snjó
ad klœda sig sudurlandasilki og skó.
Sæmrae1' til Sigurjóns ad sækjafötin hlý
og sokkana íslenzku að klæða sig í.
Verslið við Álafoss.
i mn ih iii iw ih w wnmiwgwi'i wwwiwwn uimmiwwn
Barnatryggingar
: með þeim hætti, að iðgrjöhl falla niður et :
; sá sem biður um trygginguna (venjulega :
; faðir barnsins) fellur frá eða verður öryrki. ;
: Leitið upplýsinga (látið getið aldurs yð- :
: ar og hvenær þér mynduð óska útborgunar |
; á tryggingarfénu).
: Lífsábyrgðarfélagið Thule h.f. :
: Aaðalumhoð fyril• ísland.
i . A. V. TULINIUS
! Eimskip 29. Sími 2424. ;
ÍÉilUliMtMÉMÉÉIIiiMÉÉ*iril1ltlff<i>[ÉÉ-É‘.
SKUGGSJA.
Frh. frá bls. 120.
komnir að þeirri niðurstöðu, að svo hefir ekki
verið. Er það meðal annars, álit liðsforingjans
Wiley, er var sá eini er bjargaðist, er Akron
fórst. Hefir háspennu-rannsóknarstöðin í Barber-
ton i Ohio (U. S. A.) og reynzla víðsvegar um
heim sannað, að eldingar eru loftfarartækjum
skaðlausar. Hefir rannsóknarstöðin sannað þetta
með því, að senda 3 000 000 volta straum i gegn-
um smá-loftskip (modell). Pessu hafði Dr. Hugo
Eckener haldið fram, áður en það varð sannað.
Aíkomendur Lútliers. Peir eru nú taldir að
vera 876 á lifi. Hafa þeir myndað með sér fé-
lagsskap, og eru flestir þeirra í honum. Fvrir
nokkru komu þeir saman I Lúthersbænum Eis-
leben til þess að halda hát'iðlegan 450. fæðingar-
dag Lúthers. Var það í fjórtánda sinn, sem fé-
lagið kom saman síðan það var stofnað. Flestir
meðlimann eru afkomendur Lúthers í 13. lið. en
þó einstaka i 11. Nafnið Lúther dó út í ættinni
árið 1759. Markmið félagsins er sérstaklega að
halda anda Lúthers lifandi meðal afkomenda
hans. Einn af afkomendum hans, séra Clasen,
hélt aðal-hátíðarræðuna. Prédikaði hann úr sama
1-æðustólnum, sem Lúther stóð í fyrir 450 árurn.
Andlitsdrættir prests þessa eru svo líkir Lú-
thers, að merkilegt má heita, eftir 450 ár.
Mimiþonhlnup. 24. jfl’li 1908 er merkisdagur i
sögu íþróttalistarinnar. Frá þeim degi hefir
Maraþonhlaupið verið þekkt og dásamað sem
íþróttaafrek. Varla hefði þó hinn litli, ítalski
kappi, eftir 42.2 km hlaup í steikjandi sólarhita,
og nær dauða en lífi við markið, getað flutt boð-
skapinn urn sigurin yfir Persum frá Maraþon
til Aþenu, eins og fyrsti Maraþonhlauparinn.
56 hlauparar lögðu af stað frá Windsok Castle,
aðeins 27 komu að markinu i London. Á seinni
helming vegalengdarinnar hljóp Suður-Ameríku-
maðurinn Kefferon um 4 minútur á undan Do-
rando. »Aldrei hefir meiri mannfjöldi horft á
neina íþró.ttasýningu, ekki einu sinni á Derby-
veðreiðarnar eða kappróðrarmótin,« stóð I opin-
berum fréttum. Alstaðar var hinum 22 ára
gamla Dorando Pietri fagnað, og hann hafði
líka forystuna. Hann fór aftur fram úr Hefferon
tæplega meir en kilómeter frá markinu, pn þessi
áreynsla var ofvaxin kröftum hans, því þegar
Pietro kom að markinu, var hann nærri með-
vitundarlaus. í staðinn fyrir að fara til vinstri,
beygði hann til hægri á hlaupabrautinni. Fagnað-
aróp hinna 60 þúsunda, sem dáðust að honum.
enduðu í skelfingarópi. - Pietro féll til jarðar.
Læknar, meðhjálparar og lögregluþjónar hlupu
til hjálpar. En menn leiddu ekki hina þraut-
seigu hetju út af brautinni, heldur í gegn um
markið, þar sem hún gafst alveg upp. En á
meðan á þessu stðð, var, án þess nokkur tæki
eftir, sá annar kominn I ljós á hlaupabrautinni,
Hayes að nafni, Bandaríkjamaður. Ameríkumenn-
irnir hófu nú réttlát mótmæli gegn því, að
Pietri hlyti sigurlaunin, og eftir langar um-
ræður var Pietri strykaður út sem sigurvegari,
vegna aðkomandi hjálpar, sem hann hefði notið.
A meðan lá Pietri 2% klukkustund meðvitund-
arlaus. Eftir rannsókn læknanna kom það í
ljós, að hjartað i honum hafði færst úr stað
um 1% centimeter, en þó var það morguninn
eftir komið »á sinn stað« aftur. — Alexandra
drotning varð svo innilega gripin af hetjudáð
og óhappi ítalans, að hún heiðraði hann hvað
eftir annað, og afhenti honum gullbikar við
hina opinberu verðlaunaúthlutun. í bikarnurr.
lá kort með eiginhandar tileinkun drotningar-
innar. - - - Enn í dag, eftir mörg Maraþon-
hlaup, og eftir að hafa náð sér niðri á Hays
og öðrum síðari keppendum, eftir 25 ár, er
hann altaf fullur sorgar yfir fyrsta hlaupinu:
»Menn tóku frá mér sigurinn. Hvers vegna fóru
menn að hjálpa mér! Ég hefði komist einn að
markinu.«