Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1933, Page 9

Heimilisblaðið - 01.09.1933, Page 9
HEIMILISBLAÐIÐ 133 listann og- leggja hann fyrir konung. As- (juith gat að eitis látið gremju sína í ljós yfir að þetta hefði verið >vel skipulagt og undirbúið samsæri«. • Pessi atburður er sérstakur í stjórnmála- sögu Englands. En Lloyd Georges vegna hefði Asquith gjarnan mátt lialda forsætis- ráðherratigninni, hefði hann að eins fengið full völd í hernaðarmálunum. Lloyd George myndaði samsteypustjórn sína meðal frjálslyndra og íhaldsmanna, en völd stjórnarinnar voru smá í samanburði við völd »æðsta herráðsins«, sem hanrí kom á fót, en par beitti hann nærri því harðstjórn- arvaldi á öllum sviðum, sérstaklega þó í hernáðarmálum. Pað voru þessi völd, er beindu braut hans að langa-»friðar«-borði í Versaille, þar sem hann gerði reikninga styrjaldarinnar ásamt tveim öðrum stór- mermum, Wilson og Clemenceau. Samsteypustjórn hans stóð til 1922. En síðan hefir hann orðið að [iola það, að sjá frálslynda flokkinn, er áður var svo öflug- ur, rýrna svo, að nú er hann varla annað en svipur hjá sjón. Lloyd George er »tækifærismaður«. Hann ekur seglum eftir vindi í öllum stjórnmála- störfum sínum, notar tækifærið út í yztu æsar. Hann var listamaður í því, að fylgja straumnum, venjulega áður en aðrir höfðu komið augu á hvert hann stefndi; til þess var hann nógu framsýnn. Meðal erlendra stjórnmálamanna voru líka þeir Venizelos, stjórnmálamaður Grikkja, og Briand helztu vinir hans, enda voru þeir svipaðir honum á þessu sviði, menn tækifærisins. Af öllum hæfileikum Lloyd George var /' það óefað mælskan, er átti mestan þátt í að hefja hann til æðstu valda í Englandi^ og þau ótakmörkuðu tök, er hann hafði á áheyrendum sínum, hvort sem var á þingi, stjórnmálafundum eða í samningagerðum, og hinn ótrauði áhugi hans fyrir hverju þvi, sem hann beitti sér fyrir. Pví erfiðari sem störfin voru, því meiri var vinnugleði hans og áhugi. Pegar starfsbróðir hans á styrjaldarárunum, Bonar Law, kvartaði und- an erfiðleikum lífsins, svaraði hann: »Já, en það er verulega áhugavert«. Starfsáhugi hans gerði það að verkum, að stjórnardeild hans virtist venjulega þýðingarmest allra stjórnardeildanna, enda hafði hann gott lag á að velja sér hæfa undirmenn, til þess að bæta úr, þar sem bóklega þekkingu hans skorti á. Samningamaður þótti hann með afbrigð- um, enda virtist hann ærið fljótur að finna sálfræðilegar veilur þeirra, er hann átti við, og hagaði þar sem ætíð seglum eftir vindi. Pað var að eins við Versaille-samningana, að Clemenceau varð hlutskarpari, þvf hann var jafnvígur á bæði málin, en það voru hvorki Wilson né Lloyd George. Eftir öll hin. margbrotnu störf hans í þágu þjóðar sinnar ber hann fá ytri merki fyrri tignar. Hann hefir ekki óskað eftir titlum né slíku, þó hann hefði getað öðl- ast hertogatign, hefði hann kært sig um, en hóf marga aðra til aðalstignar, suma máske til þess að losna við þá úr neðri máistofunni, en aðalsmenn setjast allir í efri málstofuna, sem er að mestu valda- laus. — Ilvað svo sem segja má um stjórnar- störf Lloyd George, munu Bretar ætíð minnast hans'-sem þess, er bar hita og þunga stjórnarstarfa ríkisins, á örlaga- þrungnustu stund Evrópu, fram til sigurs, og að minsta kosti stundarfriðar. Afturhvarf Augusts Strindbergs. Sænska skáldið August Strindberg var á yngri árum harla óstöðugur i rásinni. Hug- ur hans var fullur af þrá og sí-leitandi, en hann átti erfitt með að ná ákveðinni lífsskoðun. Stundum réðst hann á kristin- dóminn, og það svo hranalega, að hann var, fyrir þær sakir, gerður útlægur úr

x

Heimilisblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.