Heimilisblaðið - 01.09.1933, Page 14
138
HEIMILISBL AÐIÐ
og handleggurinn var ber alveg npp að
mjúkri og fagurri öxlinni. Hún bar höfuðið
hátt og djarfmannelga, kvenleg og fögur.
Það var sannarlega synd að fela fallega
hárið hennar, sem glóði í tunglsljósinu;
en Caverly mátti ekki vera að neinni við-
kvæmni. Hann tók handfylli sína af hár-
inu. batt það saman í skúf og faldi það
undir slitnum túrban (vefjarhetti), sem
hann steypti á höfuð henni.
»Nú líkist þér helst hvítum smástrák,
sem hæfir mest til að hlaupa í vindi,« mælti
hann og virti hana fyrir sér gaumgæfi-
lega. »En þér eruð samt alt of hrein.«
Hann tók annan enda léreftsrennings-
ins, sém auðsýnilega hafði atast af viðar-
kolunum í tjaldbálunum. Það komu drætt-
ir í andlit ungu stúlkunnar. en hún mælti
þó ekki orð, meðan hann var að sverta
andlit hennar, handleggi og fögru hendur.
Síðan steig hann eitt skref áftur á bak
og virti hana rækilega fyrir sér.
»Nú eruð þér sa^milega útlítandi,« mælti
hann. »Þrælsnáði! Ég vona, að þér þurfið
aldrei að finna til þrælasvipunnar.«
Hún leit hægt niður. »Það lítur út fyrir,
að þér skemtið yður ágætlega yfir þessu
öllu saman,« sagði hún.
»Eg er að reyna það,« mælti hann. »Ég
hefi nú mánuðum saman verið að leita
að einhverju til að skemta mér við. Þér
getið reynt til að nota ilskóna þá arna,
en ég býst við að þér getið ekki hamið
þá á fótunum.«
»Ég vil heldur vera án þeirra,« mælti
hún.
»En þér verðið blóðrisa á fótunum, áður
en þér eruð búnar að herða þá nægilega.«
»Jæja, þá það,« sagði hún kæruleysis-
lega.
Caverly hafði tekið með sér silfursaum-
aðan handpoka Sídí Sassí. Hann opnaði
hann og fann þar á meðal ýmsra vernd-
argripa og annara kennitákna heilmarg't
smámuna svo sem ilmvatnsflösku, litla
gylta rakvél, naglaskæri, hársmyrsl, gim-
steinum prýdd hylki undir eldspítur og'
vindlinga, skrautlegt úr og' ofurlítinn átta-
vita íi lýsigullsumgerð.
Hann rétti Bo Treves vindlingahylkið.
»Viljið þér fá yður eina?«
»Nei.«
»Hvers vegna ekki?«
»Þrælastrákar reykja ekki vindlinga.«
Sem allra snöggvast leit Caverly hlýlega
til hennar. Hann fleyg'ði vindlingahylkinu
frá sér. »Eg fer að halda, að þessi glæfra-
lega áætlun okkar ætli að heppnast fyrir
okkur,« sagði hann.
Hann leit í litla vasaspegilinn, sem
fylgdi dóti Sídí Sassí, og virti nákvæm-
lega fyrir sér tveggja ára gamlan skegg-
vöxt sinn. Það var hnetubrúnt, flókið al-
skegg, sem skýldi tveim þriðju hlutum af
andliti hans. Það var heppni, að Sassí
hafði tekið naglaskærin sín með sér út
í eyðimörkina.
Caverly settist niður með spegilinn á
hnjánum og klipti hvern lagðinn af skegg-
inu á fætur öðrum. Bó Treves settist nið-
ur á sandhrúgu og krosslagði fæturna og
starði þunglyndislega út í bláinn.
Caverly klipti nú skegg sitt á þann hátt,
sem hinir herskáu Arabahöfðingjar eru
vanir að gera; var það snöggklipt frá
neðri vörinni og ofan á hökuna og mynd-
aði síðan oddhvassan topp undir hökunni.
Yfirskeggið var snúið í mjóa þræði, sem
héngu niður sitt hvoru megin. Andlit hans
varð þannig lengra og mjórra á að líta,
og svipurinn breyttist að mun, varð hvat-
skeytlegri og íbygginn mjög. Að lokum not-
aði hann rakhefilinn og sneri sér svo að
ungu stúlkunni.
»Jæja. hvernig lízt yður á þetta?«
»Hvers vegna ætti ég svo sem að lítast
á það? Ég hefi andstygð á skeggi. Og svo
hafið þér ofan í kaupið klipt það skakt.«
Hún stóð upp og virti hann kæruleysis-
lega fyrir sér. Svo lagðist hún á kné fyrir
framan hann og' þreif skærin frá honuin.
»Svona!« Hún klipti dálítið í burtu
hægra megin, svo að samræmi náðist. Hún
virti árangurinn nákvæmlega fyrir sér meö
því að halla höfðinu á víxl.
»Nú er það gott,« sagði hún kuldalega
og gekk á burt frá honum. »Úr því þér
endilega viljið líkjast þessum hræðilegu
Aröbum, þá hefir það tekist prýðilega.«
»Ef svo er,« svaraði hann og hljóp á
fætur, »þá verðum við fyrst að leita gæi-
unnar í garði Tagars.«
Langt úti í eyðimörkinni sáu þau blika
á tjaldbál Zouaianna. Þau sneru nú baiu’
við dauðans dal þeim, þar sem Carl Lont-
zen hafði haft áfangastað, og' héldu nú
fótgangandi af stað til að grenslast eftir
hvað þessi viðburðaríka nótt hefði enn í
skauti sínu þeim til handa.
»Ég verð að fá að vita alt, sem yður