Heimilisblaðið - 01.09.1933, Blaðsíða 19
HEIMILISBLAÐIÐ
143
verið að verki. Síðan fylgdi ég hinni breiðu
slóð þinni, og nú er ég hingað kominn,
faðir minn!«
»Sástu líka slóðina eftir einn stroku-
úlfalda?« spurði Tagar.
Caverly kinkaði kolli. »Já, en ég taldi
lík fylgdarmanna minna, og fann þá alla.
Var þetta laus úlfaldi?«
»Nei. Það var maður á honum. Hann
var þræll minn. Kristinn maður!« Gremja
Tagars og heift ætlaði alveg að kæfa hann.
»Hann flúði úr herstöð minni og ruddist
síðar gegnum hermannaraðir mínar á
bráðfljótum úlfalda. Þrír af beztu reið-
mönnum mínum eru nú að elta hann.«
Einmitt hér var sú hætta fólgin, er
Caverly hafði óttast mest. Það fór hrollur
um hann, er honum varð litið í augu Tag-
ars. Næðu þeir strokumanninum, og það
sannaðist, að það væri eigi þræll höfðingj-
ans, myndi næst verða til að svara: Hvað
er orðið af hvíta þrælnum? Og þá myndi
tortrygni Tagars þegar beinast að manni
þeim, er þóttist vera sonur hans. Það var
því algerlega undir örlögum flóttamanns-
ins komið, hvort þessi grímuleikur Caver-
lys og Bó ætti að hepnast eða ekki. Og
allur hugur Caverlys flaug út á eyðimörk-
ina til flóttamannsins, og hann óskaði þess
innilega, að honum mætti verða undan-
komu auðið.
Heiftaræði Tagars hafði nú sljákkað.
Augu hans leiftruðu eins og stál. »Hvar er
Hússein prestur, sem var kennari þinn?«
spurði hann.
»Hússein er dáinn.«
»Jæja!« Tagar var fljótur að móðgast.
»Og mér hefir ekki verið tilkynt það.«
»Hússein dó fyrir skömmu í París á
Frakklandi. Ég lagði sjálfur af stað, til
að færa þér fréttirnar munnlega. Var ekki
mál til komið, að ég kæmi heim aftur,
faðir minn?«
Tagar svaraði því engu, en gekk hring-
inn í kringum hinn nýkomna og virti fyrir
sér vöxt hans og vaxtarlag frá hvirfli til
ilja.
»Þú hefir svei mér vaxið!« mælti Tag-
ar. »Þú ert oi’ðinn hár vexti, drengur
minn!«
»Vonandi að viti líka,« sag'ði Caverly.
»Við fáum nú að sjá það. Hefirðu lært
nokkuð til vopnaburðar?«
»Ég hefi lært mikið.«
»Við fáum að sjá það líka,« mælti Tag-
ar þurlega. »Til að byrja með skal Alí
Móhab kenna þér, hvernig úlfaldariddari
hagar sér við reiðdýr sitt. Við skulum
vona, að þú verðir námfús.«
»1 þeim efnum þarf ég engrar kenslu
við,« svaraði Caverley.
»Ekki það?« Tagar lyfti brúnum. »Hafa
þeir þá úlfalda, þar sem þú hefir verið?«
»Marga úlfalda.«
»1 þessari París?«
»Já, í dýragarðinum, þar hafa þeir úlf-
alda.«
»Og þú hefir riðið á þeim?«
»Á hverjum degi,« svaraði Caverly.
»Og þú heldur, að úlfaldi, sem riðið er
í dýragarði, sé samskonar dýr og sá úlf-
aldi, sem riðið er á víðavangi, þar sem
sjóndeildarhringurinn einn er takmörkin.«
»Úlfaldi er altaf úlfaldi, hvar sem hon-
um er riðið,« svaraði Caverly.
Kuldaglotti brá fyrir í augum Tagars
sem allra snöggvast, og hann deplaði aug-
unum háðslega til skeggkarlanna, sem
stóðu umhverfis hann.
Mennirnir voru of kurteisir til þess að
hæðast opinberlega að syni höfðingja síns,
en af hinu íbyggilega augnakasti, er þeir
sendu hver öðrum, mátti greinilega skilja,
að þeim virtist ekki hyggilegt af hinum
unga manni, að gorta af því, er hann bar
ekkert skynbragð á.
En Caverly kerti hnakkann og horfði
lítilsvirðingaraugum út yfir hópinn. »Fær-
ið mér riffil, sveðju, fullan vatnspoka og
tvö skothylkjabelti,« mælti hann í skipun-
arróm.
»Hvað ætlarðu að gera með þessa hluti?&
spurði höfðinginn.
»Við fáum nú að sjá,« svaraði Caver-
ly og beið.
Þrír — fjórir mannanna gengu nú fram.
Einn þeirra rétti honum skothylkjabelti,
sem Caverly spenti um herðar sér. Svo
var vatnsbelgur festur á bakið á honum,
rétt ofan við, þar sem beltin gengu í kross.
Þriðji maðurinn rétti honum riffil með
löngu hlaupi, sem hann fleygði á bak sér,
og sá fjórði rétti honum tíu feta langa
sveðju.
»Hana nú,« mælti Caverly, færið mér
nú fljótasta úlfaldann, sem hér er. Beisl-
aðan, en hnakklausan.« Frh. næst.