Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1933, Blaðsíða 24

Heimilisblaðið - 01.09.1933, Blaðsíða 24
148 HEIMILISBLAÐIÐ Svanfríður sumarnótt. Eftir H. W. Longfeílow. (Þýtt við lag.) Svanfríður sumarnótt, sveipaðu augu fnn climmblámans blceju hljótt! —- Blundar hún, ástin mín; blundar, blundar hún, ástin min. Sviphreinn um sumarnótt síðla þú máni shín; síg Jrú að sævi hljótt! — Sefur hún, ástin mín; sefur, sefur hún, ástin mín. Svifblær um sumarnótt,, seinki þar sporin þín, blómskrúð, sem bendir lújótt! — Blundar liún, ástin mín; blundar, blundar hún, ástin mín, Sál mína, sumamótt sveimandi’ um dramrúönd þin sýndu’ ’henni! — Sœtt og rótt Sefur hún, ástin min; sefur, sefur hún, ástin min. Sig. Júl. Jóhannesson. sem hann gæfi henni varla gaum. Hún var honum ekki til neinna óþæginda; hún kom og fór þegar henni gott þótti. Hann reyndi hvorki að gera neitt til að skemta henni sjálfur eða sjá henni fyrir neinum skemt- unum. Yrði honum á að líta þungivndis- legu augunum á hana, lýsti sér í svip hans vanþóknun. Hinn tryggi Pat gat ekki látið vera að furða sig á því, að húsbóndi hans skyldi alt af vera í svona vondu skapi, þegar hún kom að utan með rjóðar kinn- ar af útiloftinu og með líf og fjör í æðum. Hún hafði strax tekið upp á því, að koma með blóm í hvert sinn, sem hún kom að utan. Henni fanst gamla húsið mjög skuggalegt. Eina ráðið til þess að lífga það upp, var að setja blóm hér og þar. Hún var vön að kaupa mikið af blómurn og sparaði það heldur ekki nú, þar eð þau voru það eina, sem hún naut þar inni. Hún keypti fyrst rósir og fjólur, en þar sem henni virtist Bruce þykja ilmur þeirra óþægilegur inni í heitri stofunni, tók hún þau og bar þau inn í önnur herbergi í húsinu. Þar næst kom hún með túlípana, allavega lita, og setti þá hér og þar í stór- um glösum. Pat var ákaflega hrifin ai' þeim. Hann gat ekki stilt sig um að segja við hana, þegar hún var eitt sinn að hag- ræða þeim: »Húsið er orðið alt annað, frú Ramsey.« »Ég er ekki viss um að læknirinn kæri sig um það, Pat,« svaraði hún brosandi. Henni var farið að þykja vænt um Pat, með írska gletnissvipinn í augunum. Henni fanst þau vera samverkamenn í þeirri und- irferlislegu tilraun, að vekja að nýju lífs- löngun og ánségju hjá dr. Bruce. »Það getur verið að hann kannist ekki við það,« sagði Pat spekinslega, »en hann hlýtur að veita því eftirtekt. Hann var 'ekki vanur að vera eftirtektarlaus — maj- órinn, var ekki vanur því. Stofan hans er ósköp óskemtileg, finst mér. En hann vill engu láta breyta. Og þessar gömlu fjölskyldumyndir, eins alvarlegar og þær væru dauðadæmdar. Og svo bækurnar. Hvergi Ijósdepill í stofunni. Og svo situr hann í þessum bansettum stól — fyrirgef- ið þér, frú, að ég blóta —« »Svona lít ég einmitt á það,« fullvissaði Nancy hann um. »Þakka yður fyrir það, frú. Svo situr hann þarna eins og í fangelsi — sem þao og er. Þesi gulu blóm, sem þér hafið þarna — það væri hægt að líkja því við það, að sólin hefði náð upp hurðarlokunni og laum- ast inn til hans — auðvitað án hans leyf- is. Þér megið ekki láta þau vera of nærri honum, frú Ramscey,« bætti Pat svo við, mjög áhyggjufullur. »Hann var ekki svona, nei, majórinn var ekki svona.« »Auðvitað er mér það ljóst, Pat. Vio skulum halda áfram að bera blóm inn í stofuna, meðan hann bannar það ekki. Hann er svona úrillur af því hann viíi ekki láta kenna í bi-jósti um sig. Eg læt mér standa það á sama.« Pat bjóst ekki við, að hún skildi nema lítið af því, sem dr. Bruce hefði oi’ðið að ganga í gegnum. Hvernig átti annað aö vera? Honum þótti vænt um það. Sjálfan langaði hann til að geta gleymt. Frh. nœst.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.