Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1933, Síða 30

Heimilisblaðið - 01.09.1933, Síða 30
154 HEIMILISBLAÐIÐ breyting á skipulaginu til þess að allir njóti lífsins gæða í ríkum mæli. Stefna sú, sem byggir á hinni nýju iðnfræði (technology) kallar sig »technocracy og er hún róttæk og býst við að geta sameinað hugsjónir sínar hugsjónum fjölda frjáls- lyndra flokka innan Bandaríkjanna Einnig í fyrirætlun og framkvæmd, er talið fyrsta skilyrðið, annað fórnfús, djarf- ur og' dugandi leiðtogi. Þriðja ótak- markað frjálslyndi án alls klíkuháttar. Hefjist ekki þjóðin handa til samvinnu, er viðbúið að hún geri blóðuga uppreisn. Ekkert annað en að fólkið standi saman getur komið í veg fyrir að eins fari fyrir Ameríku og Rússlandi. »Til þess eru vond dæmi að varast þau.« Bæklingurinn end- ar þannig: »Ameríka hefur uppreisn í annað sinn, til þess að bjarga arfleifð sinni. Forfeð- urnir hófu borgarstríð, til þess að tryggja afkomendunum frelsi og hamingju, en það er tapað og týnt. Þjóðin er í þrælkun fá- menns auðvalds. Vér erum ættlerar og gleymum því, að uppreisn skapaði lýðveldi og hélt því við. Thomas Jefferson taldi uppreisn nauðsynlega einu sinni á hverj- um mannsaldri. Vér hefðum verið betur farnir hefði það verið. Uppreisn amerísku þjóðarinnar á ekki að vera blóðug eins og fyrsta uppreisn hennar. Það eru nýjar leiðir án alls ofbeldis, einungis ef þjóðin sameinar sig og notar sér vald fjöldans, getur hún komið hugsjónum sínum í fram- kvæmd í náinni framtíð.« kugg^já. II brnðtir citt knattspyriiiifélag'. I smáþorpi einu, Bruchl.aus n-St'd, i \‘est'. r- Pýzkalandi býr bóndi, að nafni Jóhann Múnze. Hann á 13 börn uppkomin, 2 dætur og 11 syni. Eru þessir 11 bræður allir hraustir Iþróttamenn, og iðka sérstaklega knattspyrnu. Hafa þeir mynd- að með sér knattspyrnufélag. Frumkvöðuil að fé- lagsstofnuninni var faðir þeirra. Félag þetta hefir vakið mikla athygli, enda mun það vcra algert einsdæmi. 14. þús. fbúar ú nóttlnni, cn 500 þús. ú daginn. íbúar London City eru á nóttunni 14000, en á dagin um míljón. Stafar þessi mikli mismun- ur af þvi, að svo margir stunda atvinnu á dagin i þessum aðalhluta Lundúnaborgar, en eiga heima í öðrum borgarhlutum. Hengdir fyrir vanrækslu. Pað gat verið dálítil áhætta að vera stjörnu- fræðingur í Kína í gamla daga. Kinversku stjörnufræðingarnir gátu átt það á hættu, að missa lífið, ef eitthvað brigði út af. T. d. voru tveir stjörnufræðingar við kínversku keisara- hirðina, Hi og Ho að nafni, teknir af lifi árið 2128 f. Kr., vegna þess, að þeir höfðu vanrækt að segja fyrir sólmyrkva. Yfir 1000 leikhús í Ameríku hafa orðið að hætta starfsemi sinni og loka, vegna krepp- unnar. Adolf Hitler segir, að áfengið hafi ýmist grand- að eða gereytt fleiri nytsemdarmönnum þýzku þjóðarinnar á síðustu hundrað árum, en allar styrjaldir á sama tima (þar með talin heims- styrjöldin mikla 1914—1918). Sá, sem fórnar heilbrigðinni fyrir þekkingu, hefir þegar fórnað þekkingunni. Jean Paul. Það er enginn svo rikur, að hann geti ekki tekio á móti gjöf. Og eriginn svo fátækur, að hann geti ekki gefið einhverja gjöf. S e r a n d o. Reyndu að eignast hin sönnu auðæfi: — að vera ánægður með lítiðl S e n e c a. Fyrsti livíti maðiirinn. Suðurhluti Arabíu er enn svo að segja ókunn- ur hvítum mönnum. Fyrst í sumar tókst Þjóð- verja einum, Hans Helfritz að nafni, að ferð- ast í gegnum Rub al Khali-eyðimörkina. Þetta ferðalag var ekki hættulaust. í 150 ár hafa menn verið að reyna að rannsaka þetta land- svæði, og margir vísindamenn hafa lagt lífið I sölurnar fyrir þær tilraunir. Arabarnir hafa altaf litið með tortrygni til útlendinga, sem hafa viljað þrengja sér inn í riki þeirra, og’ i trúarofstæki hafa þeir bannað öllum »óheilög- um« aðgang að hinum helgu stöðum. Fyrstum

x

Heimilisblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.