Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1933, Side 31

Heimilisblaðið - 01.09.1933, Side 31
HEIMILISBLAÐIÐ 155 hvítra manna tókst Svisslendingnum Burchardt árið 1828, dulklæddum sem pilagrím, að kom- ast til Mekka og Medina. Á eftir honum komu margir duglegir og hugdjarfir landkönnuðir. Einn af þeim síðustu, er hafa látið lífið í þess- um Arablu-rannsóknarferðum, var danskur mað- ur, Knud Holmboe að nafnil Pað var haustið 1931. Hann var staddur 1 landi Wahabitanna, og var drepinn af einum höfðingja þeirra, Ach- med el Quasin að nafni. — Á hinu hættulega og æfintýraríka ferðalagi sínu I sumar kom Hans Helfritz til tveggja gamalla borga, Sana og Marib, sem enginn hvítur maður hefir litið fyr, svo kunnugt sé. Á dögum Salómons kon- ungs var borgin Sana I ríki drotningarinnar frá Saba. Byggingar I þessum borgum eru allar úr leir, nema opinberar byggingar, sem flestar eru mikil mannvirki — víggirtir kastalar, sem gnæfa eins og klettar upp úr eyðimörkinni. Peir eiu bygðir úr granit, og háu turnarnir, þar sem Bedúlnarnir halda vörð dag og nótt, eru úr hvítum marmara. — Dularfullir kastalar, ein- stæðar og einmanalegar borgir, umgirtar eyði- mörk, já, og eyðimörkin sjálf — þetta er æfin- týraland, og þangað sækja óteljandi höfundar efni I æfintýri. Og hver þekkir líka sögu þess- ara staða? Hvað getur ekki hafa gerst þar? — — Hans Helfritz er enn ungur maður, aðeins 31 árs gamall. Hann er eiginlega tónsnillingur, hefir gefið út fjölda tónsmiða eftir sig og haldið opinbera hljómleika. En hann hefir sérstakan áhuga fyrir músik villiþjóða, og það var það, sem kom honum út I ferðalögin. Hann hefir ferðast vlða um heim, t. d. hefir hann komið hingað til Islands. P á 1 a: »Það var reglulega skemtilegt I brúð- kaupsveizlunni hennar Sylviu. Þar var maður, sem slepti ekki af mér augunum allan veizlu- tlmann.« E m m a: »Hvernig leit hann út? Var hann stór, frekar sterklegur, með litið, dökt yíirvarar- skegg?« P á 1 a: »Rétt! Það var hann!« E m m a: Hamingjan góða. Það hefir verið einkanjósnarinn, sem var látinn vera í veizl- unni, til að gæta að, hvort nokkru yrði stolið.« »Fyrstu hjónabandsár okkar var ég vön að vekja manninn minn með kossi.« »En núna?« »Nú er hann búinn að kaupa sér vekjara- klukku.« HANDSÁPU — IÍERTI — SK6- ÁBURÐ — GÓLEÁBURÐ — FÆGI- LöG — BAÐLYF — VAGNÁBURÐ. HREINS vörur eru jafngóðar erlend- um og ekki dýrari og eru því að sjálf- sögðu skylda landsmanna að nota’ þær. Munið að taka það fram, þegar þið kaupið ofangreindar vörutegundir, að það eiga að vera H R E I N S vörur. Ódýrt matarstell „Navy“ steintauið stendur tvímælaust jafnfætis bezta steintaui sem hingað hefir flust. 24 diskar og 6 bollapör. Kosta aðeins kr. 12,00 6 djúpir diskar 8” 6 grunnir diskar 8” 6 grunnir diskar 7” 8 desert diskar 6” Alt þetta fyrir einar tólf kronur. EDINBORG G. Bjarnason & Fjelösteð Hvergi meira úrval af fata- oi fraktaefnum. Ágætir regnfrakkar. WiiHÉMÉÉIÉÉIÉÉMMHtllMMiÉÉÉÉÉÉMIItÉIMIItÉÉÉÉIU

x

Heimilisblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.