Heimilisblaðið - 01.08.1919, Síða 10
122
HEIMILISBLAÐIÐ
ið við fortíð sína og kæmi svo fram, að
minsta kosti á yfirborðinu, sem maðursam-
boðin þeirri ætt, sem hann var nú tengdur
og hinni, sem hann átti sjálfur kyn sitt til
að rekja.
En siðustu viðburðirnir höfðu talsvert
raskað þessari von, og þegar Payne skifti
svo skyndilega litum, er hann heyrði lög-
reglumanninn nefndan, þá varð Eastling
nær ómögulegt öðru að trúa en Payne væri
einn í löguneyti þjófa og bófa.
Auðvitað tókst Payne að ná sér aftur óð-
ara og lét þá sem sér þætti viðvörunin
næsta hiægileg.
»Nú þykir mér gaman að heyra lil
þin«, svaraði hann og opnaði hurðina, »það
er svo gaman að heyra sagt frá liðinni æfi
— eða er ekki svo? — liðinni æfi annarra
manna«
Að svo mæltu gekk hann burt frá mági
sinum og inn til Brady Gane.
Gane var orðinn óþolinmóður að biða;
hann hafði hönd á öllu þar inni til að vita,
hvort hann fyndi þar ekkert, sem vert væri
með sér að hafa; lagði hann í snatri frá
sér dýrindis myndahefti, rétt í þvi er Payne
gekk inn.
»Jæja, hvar eru þá gimsleinarnir ?« spurði
Gane.
Payne hristi höfuðið, og var auðséð á
honum, að honum hafði ekki gengið alt að
óskum og Gane starði á hann næsta for-
vitnislega.
»Það mun þó ekkert vera til fyrirstöðu,
vænti eg?« spurði hann i hljóði. Ef svo er
i raun og veru, þá er þér íarið að fara
aftur með vitið, Syd. En það get eg sagt
þér með sönnu, að mér leiðist það hátta-
lag þitt, að þú lætur okkur reika íram og
aftur og bíða heila eilífð eftir úrslitum.
Komdu nú með það, hvar hefðurðu það?«
Payne inátti nú taka á þvi, sem hann
hafði til, til þess að geta haldið sér róleg-
um, því það hafði ávalt góðar verkanir á
þessa lögunauta hans, þvi að þeir voru
vanstiltir.
En þegar Payne hugsaði til þess, að svo
lá .nærri ófæru fyrir honum, þá kom nokk-
ur óstyrkur yflr hann, augun urðu flótta-
leg og leituðu út að glugganum, meðan
hann var að tala.
»Það er maður frá Skotland-Yard á vakki
hérna úti fyrir«, sagði Payne. »Hann er að
elta þig, Gane. Þú verður að hypja þig, ef
þú getur, svo íljótt sem þér er unt og gættu
þess loks að fara eigi rakleitt til Evans.
Þegar þú hittir hann. skaltu segja honuni
að fara varlega«.
Gane varð nú allur annar á svipinn við
þetta, honum óx óþolinmæðin og skapið
harðnaði.
»Já, þakka þér fyrir, þú hefir nú leikið
þennan leikinn fyr. Það tjáir þér nú ekki
oftar«.
»Hvað átlu við?« spurði Payne, þó hann
auðvitað skildi fullvel hvað Gane fór,
»Hvað eg á við ? Þú sagðir mér nákvæm*
lega sömu söguna. þegar eg kom að heim-
sækja þig í gistihúsinu. Þá sagðir þú, að
maður væri að elta mig úti fyrir, og þú
gætir ekki afhent mér gimsteinana, af þv*
að hann væri viðbúinn að grípa mig. Pð
fullyrtir að hann næði mér, áður en eg
kæmist út úr húsinu og mutidi þá kalla á
þjón sinn og taka mig þegar fastan. »Það
má ekki taka þig fastan með allar þessar
gersemar á þér«, sagðir þú, og eg var svo
heimskur, að eg lét þig, eins og endranser,
gabba mig og labbaði svo tórahentur burt.
Eg get hugsað mér, að þú hafir hlegið dá-
laglega að mér«.
Payne settist nú niður í hægindastól og
kveikti í vindli. Nú átti hann mikið starf
fyrir hendi, að fá Gane til að fara burtu
friðsamlega, en þó tómhentan.
Augun í Gane urðu alveg kringlótt af
vonzku. »Heyrðu lagsi«, mælti hann, »n11
vil eg engan þvætting heyra. Farðu og
sæklu steinana og svo skulum við skifta
þeim. Eg vil ekkert glens heyra Iengur«.
»Eg er ekki i þvi skapi, að eg geri að
gamni minu núna, öðru nær«, mælti PáU*
og þvi siður langar mig til að vera tekinn
fastur sem gimsteinaþjófur. Og þar sem svo