Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1920, Page 3

Heimilisblaðið - 01.09.1920, Page 3
HEIMIL ISBLAÐIÐ Í31 — og þó um leið svo óvenju niikið og barnslegt sakleysi. Hún skeytti því ekki hið minsta, hvort blæjan huldi andlit hennar eða ekki. Hún var löt, en þó sérlega lag- virk, hafði sára óbeit á því, sem henni var sagt að gera, en vann af kappi að því, sem hún fann upp á sjálf. Það var eitthvað það við hana, að hún gat hænt að pér öll dýr og fengið hverskonar blóm til að vaxa og þó var hún stundum hörð við dýrin, þegar á henni var sá gállinn, og þá lék hún sér að því að slá knappana af blóm- unum að ástæðulausu. Hún var mislynd og dutlungafull, fram úr hófi þrjózk, en svo aftur blíð og gælin þess i milli. Hljóð og þögul gat hún verið dögum saman, en svo aftur sí-spyrjandi og skvaldrandi eins og rennandi lækur. Stundum kát eins-og kiðlingur, þegar hún var með vinstúlkum sínum við brunninn, en fór svo aftur ein- förum næsta dag og vildi engan sjá né hejrra. En þó gat enginn orðið henni reið- ur, af því að hún var svo gullfalleg og miklu fremur barn en þroskuð stúlka. Það var i raun og veru ekki hægt að segja um hana, frekar en um jurtirnar, að hún væri góð eða vond,. Stundum, þegar hún sat tímuni saman á árbakkanum og hélt hend- inni niðri i vatninu, var eins og þar væri nykur, albúinn að steypa sér í vatnið, sem var heimkynni hans. Foreldrar hennar höfðu reynt við hana á ýmsa land. Þau höfðu hegnt henni, er nágrannarnir kvörtuðu um að hún tæki á- vexti þeirra og stríddi börnum þeirra. Þá varð hún þrjózk og talaði ekki við þau eitt einasta orð svo dögum skifti. Þau höfðu reynt að telja um fyrir henni með innileik og blíðu, og þá klappaði hún þeim og kysti þau, — en fór sínu fram engu að síður. Þau höfðu aðvarað hana og hótað henni illu, en þá skellihló hún að þeim og hristi höf- uðið. Þau höfðu reynt að sýna henni kulda og kæruleysi, látið sem þau vissu ekki af henni, en þá hélt hún sig sem allra næst Þeim, smeygði sér upp á milli þeirra og ^eyndi á alla lund að láta þ£|u taka eftir sér, — en fór svo niður að stóra agave- blóminu við leynidyrnar og grét hástöfum. Foreldrarnir þoi ðu aldrei að minnast á það, sem þeim bjó þó í huga, sem sé að illur anði byggi i dóttur þeirra. Og það þótlust þau vera viss um, að hún væri hætt að biðja Guð fyrir sér. Og enn varð hún þeim fráhverfari eftir kvöldið góða, er sýrlenzki priúsinn söng henni fagurgalann við leynidyrnar. Hún skeytti nú alls engu framar. Hugur- inn var allur annarstaðar en þar, sem hún var sjálf. Hún hló að öllu og grét af engu. Hún gat ekki einu sinni setið róleg á með- an faðir hennar las morgunbænina. Og alt af fjölgaði umkvörtunum nágrannanna um óvarkárni hennar og óknytti. Það var einn morgun, er hún stóð niðri í garðinum hjá stóru agavejurtinni sinni, að hún tók eftir ritspjaldi. sem lagt hafði verið inn undir blöðin við jartar-bolinn. Hún tók upp spjaldið og sá, að á það voru rituð þessi orð: »í kvöld eftír sólarlag, er þú heyrir að steini er kastað í leynihurðina, þá biður prinsinn þinn úti fyrir með tvo úlfalda, til þess að flytja þig heim til sin — þú elsku- lega!« Þann dag var einhver óstyrkur í rödd hennar og ókyrleiki á öllu látbragði hennar, og tók móðir hennar eftir þvi. Hún var líka altaf hjá mömmu sinni, fylgdi henni hvert sem hún fór, eins og trjrggur seppi, án þess þó að hjálpa henni hið minsta, hversu annrikt sem hún átti. Hún gat sem sé ekki um annað hugsað, en prinsinn; hann stóð henni fyrir hugarsjónum, sól- brendur og sterklegur, bjóðandi og bros- andi, með hrafnsvarta hárið, sem á var málmgljái eins og á fuglsfjöðrum. Þegar liðið var fram um miðjan dag, sagði móðir hennar við hana: Komdu með mér, Mirjam, ofan í vingarðinn. Og Mirjam fór með henni, þvi að hana fysti að vita hvað til slæði. Móðirin gekk á undan, unz hún kom að steinsætinu hjá fallegu agave-

x

Heimilisblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.