Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1920, Síða 9

Heimilisblaðið - 01.09.1920, Síða 9
HEIMILISBLAÐIÐ 137 stráka, sem enginn hirti um, gladdi þá, skemti þeim, fræddi þá, bauð þeim heim og gerði svo marga þeirra að myndar- og gagnsmönnum. En manna bezt talaði hann máli Gyðinganna. Spekingurinn séra Kristófer Brún, var lika einhver bezti þjóðvinur Norðmanna; hafnaði hálaunaðri stöðu til þess að geta verið lýðháskólakennari og vakið og frætt með honum fáfróða alþýðu. Vann að þessu i nærri 30 ár fyrir sárlítil laun. Gat haft þúsundin krónanna, en lét sér nægja hundruðin. En svo mjög unni hann Dön- um, að hann fór i strið með þeim 1864, vogaði þar lífinu. Og hann ætlaði líka að fara i stríð með þeim 1871, ef til þess hefði komið. Fór þá til Danmerkur i þeim til- gangi. Hann fann líka marga beztu kosti þjóðar sinnar hjá Dönum, já, fann að þeir i sumu voru Norðmönnum betri. Alveg eins og , Wergeland sá glögt kosti Gyðing- anna, sem þá voru eins og útlagar i Noregi. Og mér fanst ekki betur, en að þeir Norð- menn og þeir Danir, sem þjóðræknastir voru, t. d. Nýnorsku-vinii'nir og lýðháskóla- mennirnir, væru líka beztu vinirnir, sem þjóð vor átti i Noregi og Danmörku. Þeir þektu talsvert sögu þjóðar vorrar, og þar fundu þeir oft uppáhaldsdygðir sinar: menn- ingarástina og göfuglyndið. Ættjarðai’ástin kveikir ást til annara þjóða, alveg eins og heimiliselskan kveikir ætt- jarðarástina. Ástríkustu heimilisfeðurnir eru vanalega mestu mannvinirnir og beztu fé- lagsmennirnir. En stundum getur ættjarðarástin oi'ðið of einræn — það er hún nú senx stendur. — T. d. sé það ættjarðarást, er kom serb- nesku sirákunum til þjóðhöfðingjamorðs og Þjóðverjum til að niðast á Belgíu, þá er ást sú æði bágborin. — Og sú ættjarðai’- eða réttara að segja rikisást, sem kallar 1 það glæp, að vilja ekki drepa saklausan útlending, hún er líka ótæk. Hún metur ríkið meira en Gnð og samvizkuna. Ættjarðarástin er enginn hégórni, engin vatnsbóla. Nei, hún er hulið heljarafl, sem getur orðið óttalegt. Hún er gneisti, sem getur hleypt öllu í bál. Hún er eins og eldurinn ómissanleg og ægileg, Báðum þarf að stjórna. (Frh.). Yonargyðjan. Myrkrahöfðinginn bauð tveimur af þjón- um sinum að fara og leita að Vonargyðj- unni, deyða hana og gi’afa, þvi meðan Von- argyðjan lifði, gat ekki hans trúfasta þjón- ustumær Öi’vinglunin, náð valdi yflr hjört- um mannanna. Þjónarnir lögðu af stað og náðu í Vonargyðjuna í þvi að hún kom út úr fangaklefa atbrolamanns. Þeir drápu hana og urpu hana moldu. En þegar þeir sigrihrósandi voru að troða á leiði Vonar- gyðjunnar, heyrðu þeir hvella rödd spyrja, hvern þeir græfu þar svo vandlega. Þeir kváðust þar graflð hafa Vonargyðjuna, sem þeir hefðu drepið eftir skipun húsbónda sins. »Þið heimskingjar!« mælti röddin, »þið hyggist að hafa drepið Vonai’gyðjuna og hulið hana moldu. En vitið, að hún getur ekki dáið meðan til er eitt mannshjarta, er slær i kvöl og þrengingu.« í sömu svifum ók þar ökumaður fram- hjá. Honum dvaldist nokkuð. Ung kona, sem sat að baki ökumannsins, óskaði, að ferðinni væri haldið áfram viðstöðnlaust, því hún væri með veikt barnið sitt á leið til læknis og hún vonaði að hann gæti hjálpað þvi. Vagninn hélt áfram. Sólin var að siga til viðar. Bað var sem vagninn stefndi beint til sólar. — En þjónar Myrkrahöfðingjans horfðu á eftir honum daprir á svip — þeir sáu álengdar skínandi veru sitja við hlið hinnar sorgmæddu móður i vagninum — það var Vonargijðjan.

x

Heimilisblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.