Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1920, Síða 12

Heimilisblaðið - 01.09.1920, Síða 12
140 HEIMILISBLAÐIÐ trúlofi maður sig stúlku og kvongist henni, þá tengist maður fólkinu hennar lika«. »Hvað varðar mann um það!« »Já, það er nú hægra um að tala en í raun að komast; sé maður nú einu sinni kominn í róluna þá —«. »Já, þá verður maður nauðugur viljugur að róla sér með þeim hinnm« sagði Wei- del hlæjandi. »Nú, jæja. En setjum nú svo, að það séu manngarmar, blótandi, ragnandi og hund- heiðnir. Þú heyrðir með þinum eigin eyr- um,’ að faðir Láru var alt af að blóta á sjálfan háheilagan jóladaginn, og þessi — þessi — Möller, var alveg steyptur í sama mótinu«. »Já, mér datt i hug, að þú mundir segja þetta!« tók Weidel fram i; — «ef þau teldu sig vera trúaðar manneskjur, þá gæti eg skilið viðbárur þinar; en hafi menn ekki látið neitt á sér heyra i þá átt, þá er það blátt áfram hlægilegt að álasa þeim fyrir það, að þeir eru, eins og þeir eru. En hitt er annað mál, eins og auðvitað er, að mað- ur getur orðið hryggur út af þvi, að þeir skuli vera svo margir, er bera svo lítið skyn á kristindóminn, að þeir halda si og æ að þeir séu alt annað en þeir raunveruíega eru — halda að þeir séu kristnir«. »Legðu hendina á hjarta þér, Weidel, og segðu eins og er, að þú sért ástfanginn af Láru«, tók Dalby fram í. »Þú veizt það víst ekki, hve þessi orð þin lýsa einmitt þvi, hvernig ástandi hjarta þíns er farið. Nú veit eg að minsta kosti, að þú ert ástfanginn af henni og það að marki«, sagði Weidel. »Já, þér get eg trúað fyrir þvi, að eg hefi elskað hana frá því er eg leil hana i fyrsta sinni; þarna sat hún og var að syngja fyrir prestsdótturina veiku og hélt i hend- ina á henni. Þeirri sjón gleymi eg aldrei og ekki heldur þvi, hvernig hún bar sig til, þegar hún stóð upp og heilsaði mér. Það var þá eitthvað i svip hennar og látbragði, sem heillaði mig — eitthvað, sem eg get ekki vísað á bug — »Heyrðu mig!« sagði Weidel, en Dalby greip fram í og sagði: »Nú, lofaðu mér að tala út! Um leið og þessi tilfinning fékk meira og meira vald á mér, þá braust önn- ur fram, sem hvislaði að mér undarlegn vissu: »Hún verður aldrei hlutskifti þitt«- Þess vegna knúði eg sjálfan mig til að segja það í áheyrn hennar, svo skýrt og skilmerkilega, sem mér var unt, að eg gengi aldrei að eiga nema trúaða stúlku. Já, eg játa, að með þvi gat eg að nokkru leyti friðað mig, enda þótt eg hafi átt í þungri baráttn og oft óskað þess, að eg hefði aldrei sagt það«. »Ekki vorkenni eg þér það, vinur minn«. mælti Weidel, eftir stundarþögn, »það er gott að eiga i baráttu, ef maSur að eins ber sigurinn úr býtum«. »Ber sigur úr býtum? Hvað áttu við?« »Auðvitað það, að hafi maður sagt við unga stúlku —«. »Ekki við hana«, greip Dalby fram í. »Jæja, það er nú sama sem þú hafirsag* það við hana sjálfa, úr því þú sagðir það til þess að hún skyldi heyra það. Þú hefu sagt: Eg geng ekki að eiga stúlku, nema hún sé sömu trúar og eg, og þá gerirðu það heldur ekki, þótt þú sért ástfanginu af henni«. »Já, það er nú hægra að segja —«• _ »Já, eg skal verða síðastur manna til 3 neita því«. »Hjálpaðu mér þá í þessari baráttu«. mælti Dalby, og lá nærri að hann brópað1 upp yfir sig. »Hvernig á eg að fara að því?« »A eg að segja þér það?« , »Segðu mér fyrst«, mælti Weidel, »he urðu, að hún sé ástfangin af þér?« . »Það veit eg ekki almennilega« ui® Dalby. »Jú, þú veist það áreiðanlega«. »Eg held hún sé ástfangin af þér«, s Dalby. »Já, það held eg nú líka. en hvað »Þú heldur það?« sagði Dalby. .g »Nú jæja! eg veit það; en það. sem -?«

x

Heimilisblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.