Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1920, Page 16

Heimilisblaðið - 01.09.1920, Page 16
144 HEIMILISBLAÐIÐ ÍN#- í Ástralíu eru karlar V* úr railjón fleiri en konur. Indverskur fursti einn á mjög dýrt teppi; í þrjú ár var verið að búa það til. Það er 3 m. að lengd og 2 m. á breidd og'ofið alt ineð dýrustu eðalsteinum og perlum, enda kostar það 3 milj. króna. Það er gejrmt í dýrgripasafni furstans. 1 Meissen á Þýzkalandi er farið að búa til peninga úr postulíni, 5 og 2 marka pen- inga, af sömu stærð og slíkir peningar voru úr silfri áður. Þessir peningar eru léttir í vasa og geta haldist síhreinir. Þeir þykja að ýmsu leyti heppilegir, t. d. er óhægt að falsa þá. Við 1‘ornmenjarannsóknir, sem gerðar hafa verið i Pompeji (sú borg grófst í öskufalli langt í jörðu niður áríð 79 e. Kr.) hafa fundist gullfyltar tennur í beinagrindum. í 3000 feta hæð uppi i loftinu hafa menn frá flugvél séð kafbát, sem var 18 íet undir sjávarfleti. 1 Suður-Ameriku eru til eldfjöll, sem spú út frá sér silfurblönduðu fljótandi efni. Loftþétt flaska, sem látin er í golfstraum- inn víð strendur Mið-Ameriku, fer yfir Atlantshafið á 180 dögum. Stærsti búgarður i heimi kvað vera í Mexikó. Frá norðri til suðurs er hann 25 danskar mílur, og frá austri til vesturs er hann 34 mílur. Á þessu mikla landflæmi er fóðrað: 1,000,000 nautgripa, 700,000 sauð- fjár og 100,000 hestar. — Ekkert er nýtt undir sólunni, segir máltækið, og þannig er það með litlu ör- yggisnæluna. Við fornmenjarannsóknir í Pompeji hefir fundist mjög haglega gerð öryggisnæla úr gulli. Japanar nota bambusviðinn til margra hluta: í allskonar smámuni, i hallir jafnt sem hreysi, — já, jafnvel í vitana úti við strendur landsins. Bambusviðurinn er sterk- ari en annar viður og fúnar miklu siður. Rabarbar-hlaup. Tvö kg. af rabarbara eru þvegin vel, en húðin ekki tekin af. Nú eru stönglarnir soðnir í mjög Iitlu vatni. Þegar allur lögur er soðinn úr stönglunum, er öllu úr pott- inum helt í síu og látið standa þar án þess hrært sé í þvi, þangað til allur vökvinn er runninn undan. Nú er vökvinn látinn aftur í pottinn og bætt út í */4 kg. sykri, niður- riíið hýði af einni sítrónu. Þegar farið er að sjóða í pottinum er bætt við dálitlu aí gelatíu, sem svarar tveimur þriðju úr vana- legum pakka og þarf fyrst að leysa það i sundur í dálitlu af köldu vatni. Að þv* búnu er potturiun tekinn oían og þegar dálitið er farið að kólna í honum er öllu saman helt í glerskál og látið standa, þar til það er vel hlaupið og að því búnu bor- ið á borð. Kaupendur blaðsins austanfjalls borgi til Andrésar Jónssonar, kaupm. á Eyrarbakka, þar sem ekki eru innheimtumenn í hrepp- unum fyrir blaðið. — Hannyrðablaðið f* þeir einnig þar, sem þangað borga, þegar þaö kemur út. _____________^ Útgefandi: Jón Helgason, prentari. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Heimilisblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.