Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.12.1921, Page 2

Heimilisblaðið - 01.12.1921, Page 2
18 Heimilisblaðið »Við neitum því, að hér sé um nauðungarástand að ræða, er geri það nauðsynlegt að láta veika meun drekka öl. Sé öl gott handa sjúklingum, þá eru maltdrykkir þeir, er vér búum til, ennþá betri. Sé nauðsynlegt að gefa sjúkling áfengi, þá getur læknirinn gert það, en þarfnist hann lyfs sér til styrkingar þá getur hann fengið það án áfengis. Þér vitið — og ég veit — að lögskýring, er leyfir öl sem lyf, hefir þann árangur að í framkvæmdinni kemst það í hend- ur þeirra sem heilbrigðir eru. Læknarnir verða umsetnir af mönnum, sem vilja fá öl og ef þeir neita, eir hætt við að tekjurnar rýrni«. Svo kvað fulltrúi hins raikla Anheuser-Buseh-brugghúss í St. Louis. En — — »sjúklingarnir« kærðu sig ekki um daufu maltdrykkina, því þeir vildu fá öl og þvi var haldið fram, að örkumlamenn úr styrjöldinni þyrftu öl og að frelsi iæknanna mætti ekki mis- bjóða, þá komast þeir út á hálan ís í þessu efni. FulltrÚH-deildin samþykbir lögin gegn ölinu. Fyrsta ósigur biðu andstæðingarnir í fulltrúadeildinni 27. júní s. 1. Lögin gegn ölinu voru samþykt með 251 atkvæöi gegn 92. Andbanningftrnir jf öldnngndoildinni heQa „ránstörk<. Að því búnu fór frumvarpið til öld- ungadeildarinnar og þá hófu »blaut- ingjarnira »ránsför«, sem svo er nefnd í Ameríku, er það bragð, til þess að stöðva framgang mála í þinginu. Fyrst vitnuðu þeir í þingsköpin — samkvæmt þessari og þessari lagagrein mætti fresta rnálinu um tiltekinn tíma. Deildin sagði nei, lögiu skyldu tekin á dagskrá þá þegar. Pá lögðu þeir til, að þeim yrði vísað til lögfræðisnefndarinnar og var það felt með 38 atkv. gegn 23. þá það sögðu »blautingjar«, við tölum frum- vaTpið til dauða. Og þeir byrjuðu. »þvaðursvél« nokkur frá Wisconsin, sem að eins var notuð til þessháttar verka hélt þriggja klnkkutíma ræðu um »alt og ekkert« og tilgangurinn var sá, að eyða tímanum. Þingmaður frá Suður-Karólínu gerði sömu skil og þannig gekk það enda- laust; hinir hlustuðu á. Og þingið fær ekkert »sumarfrí« sögðu »blautingjar« ef þið eklti fellið öl-lögin. Gott og vel, sögðu hinir, þá fáum við ekkert »sumar- frí«. Og málsskrafsvélarnar héldu upp- teknum hætti og loks komu þeir með breytingartillögnr. Stanley frá Kéntucky, sem áður var frægt whisky-ríld, kom með breytingar- tillögu. — (Orðalag hennar er ekki unt að birta, þvi blöð þau er vér höfum, tala einungis um efni hennar). Sá, sem án réltarleyfis framkvæmir rannsókn á eignum manna eða eignahlutum, skal liegnt með eins árs fangelsi eð 1000 dala sekt. Sá, sem í heimildarleysi segist vera banneftirlitsmaður (þ. e. a. s. í opinberri þjónustu) fremqr eða reynir að fremjá slika iannsókn, skal hegnt með fimm ára fangelsi eða 10,000 dala sekt. Tillagan var samþykt eflir stuttar umræður án fullkominnar atkvæða- greiðslu. Auðvitað voru sumir bannmenn á móli henni, en þeim sýndist það ekki svara kostnaði að eyða tíma í umræður um þetta alriði: ákvæði stjórnarskrárinn- ar um helgi heimilanna — og því síður um aukaatriði eins og það, að lögreglu- yfirvöldin væru — að dómi »blautingju« um of fljót á sér að, taka í lurginn á

x

Heimilisblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.