Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.12.1921, Blaðsíða 16

Heimilisblaðið - 01.12.1921, Blaðsíða 16
32 Heimilisblaðið næga reynslu fyrir því, að af eignum krafti gátu þeir það ekki; þeir yrðu að fá er- lenda og utanaðkomandi aðstoð til þess að koma þeirri fyrirætlun sinni í verk. Alt hjal þeirra um umhyggju fyrir þjóðarheill og hag er fyrirsláttur, er einungis í þeim tilgrngi talað að sýnast og skreyta sig fölskum fjöðrum frammi fyrir alþjóð manna. Ég vék lítilsháttar að þvi hér í blaðinu í sumar er leið, að „Morgunblaðið" hefði í þessu máli drýgt ófyrirgefanlega höfuð- synd og hún er sú, að það hóf undir eins og því var kunnugt um, að stjórnin hafði fengið þetta mál til með ferðar, baráttuna fyrir því, að undir eins yrði gengið að kröfum Spánverja — rak erindi þeirra ó- sieitilega og var það einungis í þeim til- gangi gert, sem að framan er sagt, að fá bannið afnumið, en um leið varð það til þess að veikjð afstöðu íslendinga í samn- > ingunum. Ýmsir halda því ákveðið fram, ! að andstaða Spánverja í þessu máli sé fyrirfram útveguð af andbanningum hér heima. Um það skal þó ekkert sagt að svo stöddu hvort satt sé. En það vildi ég benda greinarhöf. á, að framkoma hans í þessu máli undir þeim sérstöku kringum- stæðum sem hér er um að ræða, er ger- samlega óverjandi og stappar nærri því að vera landráð. Ýmsir merkir menn erlendir halda því ákveðið fram, að ef ísland lætur bugast í þess máli, þá sé tilverurétti smáþjóðanna svo mjög hnekt, að óvíst er að sú stefna nái til fulls að festa rætur meðal stórþjóð- anna, en ef ísland sigrar, þá séu mikil líkindi til þess að sú stefna hafi haslaÖ sér tryggan völl í framtíðinni. Eru þetta þó sennilega smámunir í augum þeirra, sem álíta, að hagur einstaklingsins eigi að sitja í fyrirrúmi fyrir hagsmunum I heildarinnar. Jón Árnason. Fyrsta tölublað ,Heimilisbiaðains“ árið 1923 verður sent með síðari janúar pósti. Prentamiðjan Gutenberg — 1981.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.