Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.12.1921, Blaðsíða 12

Heimilisblaðið - 01.12.1921, Blaðsíða 12
28 Heimilisblaðið „Morgunblaðið“ og Spánartollurinn, Því var lofað í síðasta tbl. „Templars" að athuga grein nokkra, er „Morgunblaðið" flutti 24 okt. þ. á. um Spánartollsmálið og skal nú bundinn endi á það ioforð. Margt er rangt og ósatt sagt í grein þessari og er það að vonum, því andbann- ingar eiga bágt með að segja sanDleikann þegar bannmálið er annars vegar. Ýmsu mætti þó sleppa' nú, og valda því breyttar kringumstæður. Bera siðustu fregnir þess vott, að afstaða Spánverja sé nú nokkuð á annan veg en í byijun. Þó get ég ekki látið hjá líða að athuga ýms atriði í framangreindri Morgunblaðs- grein, því ranglátt væri að láta þá, sem að þoim skrifum standa, vera þar eina um hituna. Greinin byrjar á nokkrum athugasemd- um um skrif „Tímans", „Alþýðublaðsins" og „Templars" um Spánartollinn og bann- lögin og er þar hrúgað saman ofsafengn- um getsökum og „gullkornum" í rithætti, er sýna sá*larástand þess er ritað hefur. Þá kemur greinarhöf. að efninu og segir, að áðurnefnd þrjú blöð hafi aldrei litið á málið nema frá -annari hliðinni, þeirri, sem að bannlögunum snýr. Lesendum „Templars" er Ijóst af því, sem um málið hefur verið sagt hér í blaðinu, að þetta er gersamlega rangt, því á ýmsar leiðir hefur veiið bent til athug- unar, svo ekki þyrfti að láta Spánverja eina um það hvað gera akuli. En hitt er vitanlegt, að Morgunblaðið vill ékki nema eitt, og það er, að fá bannlögin afnumin hvað sem það kostar. Svosegir höf.: „Aftur á móti hafa komið fram raddir frá fjölmenmm fundnm í fisJciþorpum til og frá um land (auðkent af mér. J. Á.), þar sem litið er á málið einnig frá hinni hliðinni. Þar hafa verið samþyktar áskoranir til þings og stjórnar um að láta ekki tollhækkunina koma á íslenzka fiskinn, þoka heldur til í bann- málinu. Þær raddir hafa sagt, að spánska tollhækkunin væri drep fyrir fiskiútveginn". Ein fundarsamþykt var gerð í sumar er leið í Yestmannaeyjum, en miklu vægari þó en sagt er í framanskráðri klausu, en að öðru leyti eru þessi ummæli blaðsins tilhæfulaus ósannindi, og leyfi ég mér að halda því fram, aÖ svo sé þangað til Mbl. leggur gögnin fram á borðið, og ég er í engum efa um það, að ef þessur fjölmörgu fundarsamþyktir heíðu [verið geiðar, þá hefði blaðið ekki látið lengi á sér standa að birta þær málstað sínum til stuðnings. Blaðið segir enn fremur: „að þessar raddir hafi komið frá mönnum, sem hafa lífsuppeldi sitt af fiskiveiðunum og í þeim hópi eru jafnt menn, sem áður höfðu fylgt bannlögunum og aðrir sem hafa verið þeim'andvígir". Við bannmenn getum lika bent á, að ýmsir meiri háttar andbanningar séu ger- samlega andstæðir því, að Spánarmálið sé látið hafa áhrif á ákvöiðun okkar í barin- málinu; en sá er munuvinn, að þeir sjá flei'ri hliðar á málinu en þær, sem „Morg- unblaðs“-furstainir geta sóð. Þar að auki má geta þess, að líklegt er, að maigir þeirra, er sámþyktu Vestmanna- eyja-áskorunina, hafi séð sig um hönd, er þeir tóku að kynnast málinu betur. Þá er þvi haldið fram með miklum fjálgleik, að engir eigi að úrskurða um þetta mál aðrir en þeir, er á fiskiveiðum lifa og að ekki eigi að halda bannlögunum óbreyttum þeirra vegna. Gersamlega er það rangt að halda því fram, að þetta mál komi engum við nema

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.