Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.12.1921, Blaðsíða 10

Heimilisblaðið - 01.12.1921, Blaðsíða 10
Heimilisblaðið 26 gera samninga um nýja markaði fyrir fiskinn. Þegar ég nú dirfist að skrifa yður 'um það, hvers virði koma yðar liing- að hefir verið, þá langar mig Lil að taka það fram, hve mikil gleði það hefir verið fyrir mig að bjóða yður velkominn til þessa lands, og að mér hefur veist sú ánægja að láta yður ná lali af þingmönnum vorum, ame- riska konsúlnum og fjölda viua vorra sem riðnir eru við helzta bindindis- félagsskap vorn. Eg er sannfærður um það, að ræð- urnar, sem þér hafið haldið, hafa komið því inn hjá öllum, að gera alt sem þeim er unt til þess að aðstoða þjóð yðar til að halda uppi hannlög- unurn. Eg er sannfærður um það, að þér hafið trygt yður siðferðislegt fylgi mjög mikils mannfjölda með þjóð vorri og sýnilegt merki þess er sá mikli fjöldi af ályktunum, sem nú er verið að senda þjóðbandalaginu og stjórn Spánar. Úrslitaatriðið er það að íinna nýjan markað fyrir fiskinn, sem nú fer til Spánar. Öllum þeim, sem við höfum komisl i kynni við, ber saman um það, að sé ísland ráðið í þvi að standa við löggjöf sína, þá muni allmargir staðir í Bandarikjun- um og vesturströnd Afriku opnast fyrir íiskinn. Ég treysti því að stjórn yðar og þeir menn, sem eiga stór- mikið undir fiskiframleiðslu íslands, muni aðhjdlast þær bendingar, sem ameriski konsúllinn og ýmsir þing- menn vorir hafa komið með. Eg treysti því að þegar þér komið heim, rnuni yður takast að leggja málið svo fram fyrir stjórn yðar og þjóð, að tafarlausl verði gerðar ráðstafanir til þess að finna nýja markaði, og ég vona betri markaði en á Spáni. Verið þess fullvís, að ef ísland stendur fast, þá muni allur hinn siðaði heimur slanda með íslandi. Engin þjóð, sem virðir sjálfa sig. getur látið aðra þjóð ógna sér með þeim hætti, sem Spánn er að reyna að kúga ísland til þess að gera sinn vilja. Að endingu skal ég taka það fram, að albeimsbandalag bannmanna mun gera all sem i þess valdi stendur lil þess að aðsioða ykkur. Ég er þegar i beinu sambandi við alla embættismenn alheimsbandalags- ins, og hvern einasta mann í stjórn- arnefnd þess, og ég heíi rilað nokk- ur bréf til hinnar amerísku greinar bandalagsins, til þess að brýna fyrir mönnum að taka að sér málið af mik- illi alvöru, og ég er sannfærður um það, að all, sem unt er að gera, verði fyrir ykkur gért. Með vinar kveðju yðar einlægur Guij Hayler. Augu hins siðaða hoiius hvíla . á íslftudi. A ferðalagi þessu talaði Einar Kvar- au við fjölda hinna mælustu manna hins enska heims og heyrði marga, tala. Hann dregur það saman i þrjú atriði, sem þessum mönnum öllum bar saman um, og sem þeinr fanst vera þungamiðja málsins. 1. Að úrslit hins mikla máls í heim- inum, bindindis og bannmálsins, séu nú að sinni að ákaflega miklu Ieyti undir íslaudi komin. Að ölluin hin- um mörgu andstæðingum vínbölsins, um heim allan, liljóti að vera það óumræðilega mikið áhugamál að ís- land verði ekki undir i deilunni við

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.