Heimilisblaðið - 01.12.1921, Blaðsíða 15
Heimilisblaðið
31
að þeir fari víðar í sama tilgangi. Það er
áuðvitað mál, að „Mbl.'-mönnum hiýtur
að vera meinilla við þetta, því að þeirra
dómi eigum við ekkert annað að gera en
kyssa á vöndinn, því alt vilja þeir gera
fyrir brennivínið.
En ég heldvþví fram, eins og höf., að
eitthvað þurfi að gera í þessu máli, en
munurinn er að eins sá, að ég vil ekki
siaka til á banninu, en vil iáta ganga úr
skugga um það, hvort ekki sé unt að opna
íslenzkum fiski nýja markaði, ekki banns-
ins vegna eingöngu, heldur vegna hins, að
í því er engin minsta fyrirhyggja, að is-
lenzkir fiskframleiðendur séu háðir einu
landi og geri því fært að skapa sér kjörin
og bjóða það sem því sýnist og verða
íyrir aðgerðaleysi og skammsýni að lúta
boði þess og banni. Á þetta minnist höf.
ekki einu orði og er ástæðan til þess aug-
ijós. Ég er í engum vafa um að hinir
gætnari og skynsamari menn í hópi fisk-
framleiðenda skilji þetta.
Hefur nokkuð heyrst frá Spánvorjum
sjálfum, er fer í aðra átt en þá, er and-
banningar eða höf. fer? — Jú, ekki er ör-
grant um það.
Ýmsum er nú þegar kunnugt urn það,
þó ekki hafi það komið í „Mbl.“, að í
spánska þinginu komu fram í sumar er
leið, mjög háværar raddir um það í garð
stjórnarinnar, sem þá var við völd, að hún
væri moð tollapólitík sinni að gora almenn-
ingi ókleyft að lifa vegna dýrtiðar. Meðal
annars væri fiskurinn aðalfæða manna og
að hækka jafn-gífurlega á honum tollana
og gert væri, leiddi til þess, að ógerlegt
yrði að kaupa hann. Á þessu sóst, hvernig
þeir líta á málið; þeir líta svo á að
Spánverjar verði sjálfir að greiða toll-
inn.
í haust hefur spánska stjórnin orðið á
ný fyrir aðköstum nokkrum út af því að
Noregur hefur ekkert flutt inn af ávöxtum
og „konserveruðum“ vínþrúgum frá Spáni;
en fyrir vínekrueigendur og vínyrkja er
það miklu arðvænlegra að framleiða þær
til' útflutnings á þann hátt en að selja þær
vínbrugghúspnum. Þetta rnun vera ein á-
stæðan til þess, að Spánverjar hafa látið
undan síga í viðskiftunum við Norðmepn
og að útlit er til þess að þeir semji án
þess að brennivinsbannið verði. afnumið,
enda eru Norðmenn neyddir til að semja
á þeim grundvelli einum vegna atkvæða-
greiðslunnar, þvi henni bera þeir þó virð-
ingu fyrir, þó að ýmsir stjórnmálamenn
okkar hafi ekki enn þá viljað skilja hvað
það þýðir að hafa skotið einu máli undir
dóm þjóðarinnar og hverjar skyldur því
fylgja. — Þak er að eins um eitt að ræða
fyrir löggjöf, landsstjórö og framkvæmdar-
vald og það er — að hlýða.
Höf. talar mikið um það, að þeir, sem
lifa á útgerð, eigi einvörðungu að dæma
eða úrskurða í þessu máli. Það væri því
ástæða til þess að athuga hver sé afstaða
fiskframleiðenda — margra hverra — og
virðist svo sem þeir séu fremur rólegir.
Er ástæðan sú, að þeir segja, að ef Spán-
verjar reki hnefann í borðið, þá iáti ís-
lendihgar undan, og ef íslendingar sitji við
sinn keip, þá láti Spánverjar undan, svo
þeir eigi í rauninni ekkert á hættu; þeir
láta landsstjórnina eina um að ráða fram
úr því máli og kæra sig ekkert um að
blanda sér í það eða láta það valda sér
óþægjinda. Og þeir eru ekki fáir, sem líta
þann veg á málið.
Ég er við þessar athuganir komin að
niðurstöðunni um það, hver sé hin sanna
afstaða andbanninga — þeirra, sem.á ekk-
ert vilja líta nema afnám bannlaganna.
Hugsun þeirra var upphaflega sú, að nota
tollmálið til þess að reyna að fá bannlög-
in afnumin — því þeir voru búnir að fá