Heimilisblaðið - 01.12.1921, Blaðsíða 9
Heimilieblaðið
25
[Hjá kor.stíl Baiidaríkjamia.
Vitanlega átti Einar Kvaran tal við
mesta fjölda einstakra manna um
málið. Og meðal þeirra var konsúil
Bandarikjanna í Lundúnum.
Að sjálfsögðu talaði konsúllinn mjög
varlega um þetta mál og fullyrti ekk-
ert. En alt tal hans laut að því, þá
er hann hafði rannsakað þau gögn
sem málið snertu, að vart gæti hjá
þvi farið, væru alvarlegar tilraunir til
þess gerðar, að fá mætti nægan og
góðan markað í Bandaríkjunum fyrir
þann fisk, sem Islendíngar flytja nú
til Spánar, ætti að því að reka að
Spánverjar lokuðu markaðinum með
tollmúrum.
Má geta þess að Bandarikin flytja
árlega inn íisk fyrir 47 miljönir ster-
lingspunda. En andvirði þess fiskjar,
sem við flytjum árlega til Spánar, er
um 330 þús. sterlingspund.
Aðalmálgagn enskra tiskiraanna.
Einar Kvaran átti ennfremur tal við
ritstjóra aðalblaðs enskra fiskimanna,
sem heitir »Fish Trades Gazelte«. Og
um það leyti sem hann var að hverfa
heim kom út ritstjórnargrein i blaðinu
um málið.
í greininni er skýrt mjög vinsam-
lega frá málinu. Höf. tekur enga af-
stöðu til bannsins. Segir, að Spánverj-
ar geri kröfur sinar vegna »princips-
ins« og hvernig sem menn annars Jíti
á bannið, þá sé ekki um hitt að vill-
ast, að íslendingar hafi til þess stofn-
að i þvi skyni að auka siðferðilegan
og efnalegan velfarnað lands síns. Höf.
gelur um samþyktirnar sem gerðar
voru í Kaupmannahöfn og i Lausanne.
Hann talar kuldalega um Spánverja,
þar sem þeir ráðist á íslendinga, þar
sem vitanlegt sé að miklu meir muni
um Bandarikin, en á þau þori Spán-
verjar ekki að ráðast. Höf. telur ekki
óliklegt að Bandaríkin láti málið til
sín taka og eigi íslendingar að leita
liðs hjá þeim.
Ritstjórinn endar grein sina með
þeim orðum, að að visu séu íslend-
ingar keppinautar breskra þegna, en
hvað sem því líður, þá sé þó það til
sem heitir samvizka i viðskiftum
manna á meðal. Og breskir fiskút-
flutningsmenn hafi fylstu samúð með
nágrönuum sinum norður i hafinu.
Tvö bréf.
Um leið og Einar Kvaran var að
kveðja áhugainennina ensku, spurði
Mr. Wilson hvort ekki væri rétt að
hann ritaði forsætisráðherra íslands
um málið, bæði að þvi er snerti er-
indislok Einars Kvarans og eins um
hitt, hve enskir bindindismenn álitu
að mikið væri i húfi, um framgang
þessa máls i heiminum, er Island nú
tæki ákvörðun sína.
Af eðlilegum ástæðum er ekki nánar
sagt frá efni þess bréfs. En hitt bréfið
ritaði forseti alheimsbandalags bann-
manna. Mr. Hayler, og fer það hér á
eflir i þýðingu:
Kæri herra Kvaran!
Begar þér nú hafið afráðið að fara .
heim til íslands, til þess að skýra frá
árangri ferðarinnar, þá Iangar mig til
að taka það fram, að ég held að það
sé rétt gert af yður. Hér er ekkert
unt að gera meira, nema þér eða ein-
hver annar maður sé skipaður af
stjórninni til 'þess að tala í hennar
nafni við valdhafana hér, og ef unt er