Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.12.1921, Blaðsíða 11

Heimilisblaðið - 01.12.1921, Blaðsíða 11
Heiinilisblaðið 27 Spánverja. Að kúgnn Islands mundi valda þvi að óhug slægi á þá menn, sem fyrir þessu mikla máli berjast. 2. Framan aí' voru menn varkárir að lala um liina hlið málsins. í slíku máli verði liver þjóð að ráða sér sjáli' og ekki sé rétt að hafa áhrif á það. En því sé ekki að neita — sem og kemur lram í bréfi Haylers — að ef ísland standist þessa raun,- þá hljóti því að aukast stórkostlega samúð og virðing alls hins mentaða heims. En ef ísland láti bugast, þá virði það eng- inn ■— menn geli skilið það, menn geti fyrirgefið það — en þá fjölgi vin- um íslands ekki. 3. Það lá ennfremur á bak við alt, þótt gætilega væri talað, að hér lægi meira á bak við en bannmálið eitt, sem sé það, hvernig hinn siðaði heim- ur liti á tilverurétt smáþjóðar. Þvi að: ef reyndin verður sú, að hægt er að kúga smáþjóðirnar til að gera það, sem er gagnstætt samvizku þeirra, þá hlýt- úr sú spurning að vakna: Eiga þá smáþjóðirnar rélt til að vera til? Því að: Hvar eru þá (akmörkin fyrir því hvað hægt er að ganga langt í því að kúga þær? Loks þetta: Hvar sem Einar Iívaran kom i þessari l'erð og sömuleiðis á ferð sinni fyr í sumar, þá voru menn alstaðar á einu máli um það, undan- lekningarlaust, að hér væri um kúg- un að ræða, og ekkert annað en kúg- un við litla þjóð. »Timinn«, 19. j). m. Brennivínsbannið í Noregi, hefir borið góðan árangur. Sænski læknirinn doktor Goltfrid Thorell, sem er orðinn kunnur fyrir þjóðheilsufræðis-rannsóknir sinar, hefir nýlega ferðast um Noreg fjTÍr allsherjar- félag Svía gegu berklaveikinni, og gert ýinsar athuganir í sambandi við heil- hrigðisástandið með Norðmönnum. Hann hefir einnig athugað áhrií brennivínsbannsins í Noregi. Hann hefir skýrt »Svenska Morgonbladet« frá því, að hann hafi, meðan hann dvaldi í Kristjaníu, athugað live marga ölvaða menn hann hafi séð þar og að þeir séu rniklu færri enn í Stokkholmi. Á þennan hátt hefir Thorell gert nákvæmar al- huganir á ýmsum tímum síðla dags og fundið, að i hlutfalli við fólksfjölda þegar 10 menn sjáist ölvaðir í Kristjaniu þá séu þeir 100 í Stokkhólmi. Hann hafði einnig fundið að máli þá lækna, er veita meðal annars viðtöku ölóðum mönuum, og fengið þær upp- lýsingar, að siðan brenrývinsbannið komst á hafi þeim mjög fækkað, en þeir fáu, sem síðan hafi komið, séu ver á sig kornnir en áður átti sér slað. Að lokum hafði dr. Thorell fengið skýrslu um það frá sparisjóðunum í Kristjaníu, að innlög verkamanna haíi vavið • að miklum mun síðan brenni- vínsbannið gckk í gildi. Ur »Reformalorn«.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.