Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.12.1921, Blaðsíða 13

Heimilisblaðið - 01.12.1921, Blaðsíða 13
Heimilisblaðiö 29 þeim, sem lífa á fiskiveiðum, því að af- nám bannlaganna hefur vitanlega mikil og ill áhrif á allar stéttir í landinu og alla atvinnuvegi landsmanna, hverju nafni sem nefnast; en ég skil ofurvei, að „Mbl.“ eigi bágt með að sjá og skilja að svo sé í raun og veru. Og svo segir höf.: „En komist hann (Spánartollurinn) á, íyrir atfylgi ofstækis- fullra manna og skammsýni og skilnings- ieysi þeirra, sem úr því eiga að skera, þá hlýtur afleiðingin að verða sú, að upp rísi svo öflug hatursalda gegn bannlögunum, að þau fengju ekki undir því risið". Höf. er svo einfaldur að haida, að hann geti ógnað mönnum með þessu. Allir vita, að hatrið gegn bannlögunum hefur verið svo megnt hjá þeim mönnum, sem að „Mbl.“ standa, að lítil líkindi eru til að meira verði, enda er það borsýnilegur flátt- skapur er höf. beitir í þessari umsögn sinni, er hann vill teija möunum trú um að honum só ant um bannlögiií. Því trúir enginn maður, sem þekkir andrúmsloftið í heibúðum spönsku erindrekanna. Auk þess er ég í engum efa um það, að ef höf. væri hjartanlega sannfærður um að andstæðan gegn afnámi bannlaganna eða tilslökun á þeim í sambandi við Spánar- samninginn leiddi til þess að bannið yrði afnumið, þá hefði hann gripið tækifærið fegins hendi. Hann talar því næst, um það, sem hann nefnir: „undanbrögð", af hálfu bannmanna, sem sé það, að „Spánverjar mundu ekki halda málinu til streytu þegar á reyndi", og spyr: „En hvað hafa þeir á að byggja?" Siðan hafa borist fregnir um það, að Spánverjar muni slaka til og það er nú áreiðanlega víst,. að þeir hafa slakað til á kröfunum gegn Noiðmönnum, svo getgát- ur bannvina í þessu efni voru ekki alveg út í bláinn. Þá kemur höf. að sjálfstæðis-atriðinu. Hér er haldið fram sömu kenningunni og áður, að sjálfsákvörðunarréttinum sé í engu raskað, Álit höf. í því atriði veiður, sem betur fer, enginn úrslitadómur. Þeir eru rnargir, sem hafa gagnstæða skoðun og eru í engu ómerkári menn en hann. Og hvað svo sem andbanningum hér heima kann að virðast um það mál, þá eru vitanlega margir menn — og sumir þelrra mjög merkir — með ýmsum þjóðum, sem hafa alveg gagnstæða skoðun við höfund Morg- unblaðs-greinarinnar. Vel má vera, að hægt sé að segja, að hver aðilja haldi sjálfsákvörðunarrétti sín- um í orði kveðnu (teoretiskt), og að við getum því bæði játað og neitað ef okkur sýnist svo, og það' geti Spánverjar líka — en svo vill oft verða, að þegar til fram- kvæmdanna kemur, komi nýjar hliðar í ]jós, sem 6kki gerðu vart við sig í hug- um manna meðan reynslan hafði ekki lát- ið uppi álit sitt. Þess eru dæmin, að eitt ríki hefur í orði kveðnu haft ákvörðunar- rétt sinn iil þess að gripa til, en gat ekki beitt honum þegar á átti að herða, því að hinn málsaðiljinn beitti hnefanum og kúg- aði það til þess að gera það sem það ekki vildi hafa gert. Og það er augljóst, af þess- um skrifum andbanninga að dæma, að þeir vilja fyrir hvern mun láta íslendinga fara að vilja Spánverja í þessu máli og láta þá beita hnefaróttinum mótmæla og andstöðulaust. Þá talar höf. um það, að nú sé ástand- ið ekki betra en það var áður en bann- lögin komu í gildi, því nú sé löglegur og ólöglegur innflutningur áfengis eins mikill og hann var þá. Hér í blaðinu hefur áður verið skýrt frá því af fróðum og hæfum manni í þeirri grein, hver áhrif banniögin hafi haft í þá

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.