Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.12.1921, Blaðsíða 8

Heimilisblaðið - 01.12.1921, Blaðsíða 8
24 Heimilisbiaðið sem sótlur var af mörgum jnisundum manna. Einar Kvaran flutti þar ræðu og skýrði frá málstað okkar íslendinga. Var henni tekið ágætlega af fundar- mönnum. Tóku margir til máls og' hnigu ræður allra á einn veg. Var siðan samþykt af fundinum eindregin fundarályklun íslendingum í vil. Er sú ályktun stiluð til alþjóðabandalags- ins og hefur áður verið sagt frá henni hér í blaðinu. Álykturiin var samþykt i einu hljóði og með miklum fagnað- arlátum og hvað éftir annað var vikið að máli þessu á fundinum. Fundurinn i Glasgow var háður fá- um dögum síðar, en ekki gat Einar Kvaran sólt þann fund sjálfur. Áhuga- menn af Manchesterfundinum tóku það og að sér að flyija málið. Árang- urinn varð og hinn bezli. Hinn fjöl- menni fundur í Glasgov/ samþykli samskonar áskorun til alþjóðabanda- lagsins og var hún líka send til spönsku stjórnarinnar. Auk þess kaus iundur- inn sérslaka nefud til þess að fora með áskorunina á fund Roberts Ce- cils lávarðar, sem af Englands hálfu er einn aðalmaðurinn i ráði alþjóða- bandalagsins. í pRrIan;enlinn enska, Þegar Einar Kvaran kom aftur til Lundúna af fundinum í Manchester, kom hann að máli við flokk enskra þinginanna, sem kunnir eru að því að vera hlyntir bindindis og bannmálinu. Þótti það tíðindum sæta að hópur enskra þingmanna skyldi verja til þessa hálfum degi, því að annríki var. afar- mikið i enska þinginu. I einu af nefndarherbergjum neðri málstofu enska parlamentisins, vegleg- um sal og skrautlegum, flutti Einar Kvaran ræðu um málið fyrir ensku þingmönnunum. Umræður urðu mikl- ar á eftir og áhugi þingmannanna mikill. En niðurstaða þeirra umræða hefir ekki verið birt á Engiandi og að svo komnu máli verður hún ekki heldur birt hér á landi. Hjá ensku kirkjunum. Voldugur bindindisfélagsskapur er ineðal kirkjudeilda Stóra-Bretlands. í . félagsskap þessum eru 14 enskár kirkjudeildir. Forseli yfirráðs félagsins er erkibiskupinn í Kantaraborg. Einari Kvaran var boðið að koma á fund bjá yfirráði þessa félagsskapar. Hann flutti þar ræðu og svaraði for- seti mjög hlýlega. Á eftir umræðun- um ákvað yfirráðið að senda málið til allra kirkjudeilda félagsskaparins, með hvöt um að þær samþyktu á- skoranir til spönsku stjórnarinnar um málið. Var því von uin, að af hálfu þessara kirkjudeilda kæmu fram 14 áskoranir þessa efnis. Eflir samtal við forstöðukonur fyrir stærsla kvenbindindisféiagi Englands voru horfur á að félagið mundi senda drotningunni á Spáni, se’m er ensk prinsessa, tilmæli um að beita áhrif- um sínum gegn því að Spánverjar hefðu í frammi þetta alferli við ísland, sem félagskonunum fanst vera óhæfa. Hversu margar áskoranir muni koma alls, af hálfu bindindisfélaganna, bæði lil alþjóðabandalagsins og Spán- verja, verður ekki með vissu sagt, en gert ráð fyrir að þær myndu verða um 40.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.