Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1938, Blaðsíða 6

Heimilisblaðið - 01.05.1938, Blaðsíða 6
70 HEIMILISBLAÐIÐ kom þetta sam.a skip aftur með álíka margt fólk bæði frá Noregi og Sviþjóð. Danir nefndu bæ sinn Danavirki, Norðmenn sinn bæ Norsewood og Svíar sinn bæ Makaretu. Það er varla hægt að hugsa sér alla þá örðugleika, sem fólkið átti við að stríða, að ryðja skóginn og koma upp húsum yfir sig, en verst var með að fá mjólk banda smábörnunum, langt að ná til lækn's yfir vegleysur, allar ár óbrúaðar, lítið um verk- færi til að vinna með að skcgarhöggi og byggingum og fleirui, sem gera þurfti. En fólkið var hraust og tíðarfarið ynclislegt, og hver blettur, sem hægt var að ryðja, gaf margfalda uppskeru. Fólkið bæði grét og hló, er það sá litlu húsakofana, sem áttu að verða framtíðarheimili þess, og margir óskuðu sér heim. Nú eru þessir frumbyggj- ar Nýja Sjálands flestir dánir, margir í hárri elli, sumir um og yfir nírætt, en af- komendur þeirra eru mjög vel stæðir, og sumir ríkir. og nú langar þá ekki burtu, nema þá um stundar sakir, því þeir elska landið sitt yndislega. Nú eru komin falleg og myndarleg hús í stað litlu kofanna, all- ar ár brúaðar og vegirnir sönn fyrirmynd, Járnbraut frá Huckland til Wellington með afleggjara til Danayirkis og fleiri bæja. Bílvegir um þvert og endilangt land- ið, þar sem hægt er að, leggja vegi, enda er Nýja Sjáland 3ja mesta bílaland í heimi, 6 menn um hvern bíl, og er búið aö kosta tugum miljóna í vegi. Nýja Sjáland hefir lægstu dánartölu allra landa, eða 3 af þús. Ásfcralía 4 af þús. Island 5 af þús. I Nýja Sjálandi eru fleiri lifandi fæðingar af þús. en í nokkru öðru landi, og þar er hærri meðalaldur en í nokkru öðru landi. Það lætur að líkum, að nóg sé af mjólk í Nýja Sjálandi, enda er þar mikil smjör- og ostagerð, en smjörlíki er þar óþakt. Það er ekki eins og hér, þar sem, margir bænd- ur hafa alls ekki smjör, heldur aðeins smjörlíki; en hversu það sé heppilegt, skal ekki um dæmt. Nú á síðustu árum héfir verið lögð mikil stund á epla- og ávaxta- rækt, og er mikið ílutt úþ en þó miklu meira notað í landinu sjálru, og mun það eitt með öðru stuðla að gcðu he'lsufari og langlí.fi fólks ásamt mik'll' útiveru. Nýja Sjálandi er skift í 9 héruð eða sýslur, nojkkuð misjafnar að stærð og mannfjölda, eflir því sem best hagar, og er hvert hérað sérstök dómþinghá. Nýja Sjáland hefir þing í tveim deilcl- um; efri málstofa 20 menn til 7 ára, út- nefndir af stjórn'nni; n:ðri málstofa, 80 menn til 3ja ára, kosnir með almennum kosningum. Allir hafa kosningarétt og kjörgengi, baði konur cg karlar 21 árs. Syð t á Norðureyjunni . að vestan er, eins cg áður var sagt, höfuðstaður Nýja Sjálands, Well'ngton, íb. 146 þús. Þaðan eru stöðugar gufuskipaferðir, bcði yfir Mookssund og líka suður til Christchurch. Þegar kom'ð er á Suðureyjuna að norð- an, er aðeins hægt að komast til bæjar, sem, heitir Nelson, Þá taka við fjöll, sem ennþá hefir ekki tekist að leggja veg yfir, Ix') er þar mjög fagurt uppi í dölunum og haglendi ágætt. Suðureyjan er 150 525 kmr, á henni er að vestan slitrótt járn- brautarlína, en að austan er að mestu ó- slitin járnbraut frá því nokkru fyrir r.orð- an Christchurch og suður að bænum In- vercargill (ib. 20 þús.). Sá bær flytur út mikið timbur og landbúnaðarafurðir. Af þessari aðal járnbrautarlínu er fjöldi af aukah'num upp alla dali, enda mikið að flytja af fé o. fl. Víða eru falleg vötn í Nýja Sjálandi, en þó mun varla hægt að hugsa sér fegurra en með fram vatni, sem heitir Te Anau. I þessu vatni er fjöldi eyja, sem allar eru klæddar hinu indælasta blómskrúði og skógartrjámi, vatnið er í ótal bugðum með töngum og nesjum, hlíðar allar skógi vaxn- ar og vegurinn með fram vatninu taiinn fegursti vcgur í heimi. Þá er annað vatn hjá Queenstown, sem heitir Wa.katipu og ótal aðrir yndislegir stað r. Eg mun nú láta hér staðar numið að sinni.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.