Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1938, Blaðsíða 16

Heimilisblaðið - 01.05.1938, Blaðsíða 16
80 HEIMILISBLAÐIÐ ætlið sjálfur að verða prestur, og- þurfið þess vegna, að vita hvernig öllu er háttað á prestsseitrunum«. Já, nú vissi ég ekki einungis, hvernig prestssetrið átti að vera, heldur líka hvern- ig prestskonan átti að verða ásýndum. »Lítið þér nú á! Þarna er hlaðan og þarna er hesthúsið — Níels getur sýnt yð- ur það«, sagði Andrea Margrét. »Já, það má nú bíða þangað til seinna«, flýtti ég mér að segja. Mig langaði n. 1. ekkert. til að skifta um leiðsögumann. »Við sku'ium, nú koma út, í aldingarðinn«. En það var nú ekki auðhlaupiö að því að komast þangað. Reyndar voru ekki svo miklir farartálmar á leiðinni — hvorki fjöll né fljót, hvorki eyðimerkur né undra- höf — og venjulega var hægt að komast þangað á tveimur mínútum. En það var svo margt á leiðinni, sem tafði okkur samt. Fyrst mættum við monsér Semíramis. Það var hvítur köttur, og Andrea, Margrét fór að segja mér ágrip af æfisögu hans, og svo þurfti ég að sjá hvernig hann fór að mala og boppa; en að boppa var innifalið í því, að láta köttinn stökkva yfir höndurnar á sér. — Svo komum við að brunninum; en þá þurfti ég að gizka á hve djúpur hann væri, og Andrea Margrét hló hjartanlega, þegar ég gizkaði ekki nema upp á hálfa dýpt hans; hann var n. 1. djásn og dýrmæti prestssetursins, því að faðir hennar hafði látið grafa hann. — Síðan átti ég að reyna að draga vatn upp, í fötunni; en sú tilraun hefði vafalausit endað með þvi, að fatan hefði dregið mig niður, en ég ekki hana upp, ef Andrea Margrét hefði ekki hlaup- ið undir bagga með mér. Svo þurfti ég að svipast eftir hreiðrinu storksins,, »því ao það er ekkert, almennilegt prestssetur, ef þar er ekki stoirkshreiður«, sagði Andrea Margrét. — Svo sagði hún mér að stork- urinn greiddi offur árlega, eins og hvert annað sóknarbarn, því að annað hvort ár fleygði hann niður eggi og annað hvort ár unga. En það þurfti tíma til alls þessa. Andrea Margrét hataði öll hálfverk og mér fanst engin ástæða til að hraða sér úr hófi fram. Ég var ánægður, á meðan mér veittist tækifæri til þess, að horfa í brúnu augun hennar. Loks komumst, við þó út, í garð- inn. I fyrstunni sá ég ekkert annað en blað- lausa trjástofna og snjó og klaka; en And- rea Margrét lauk fljótlega upp augum mín- um: — Þarna uxu á sumrin hinar indæl- ustu rósir — þetta, beð var umkringt ár- iklum, og í því miðju var myrtusviður — þarna var jasmín-laufskálinn og hérna uxu jarðarberin-------já, mér fanst alt í einu veturinn breytast í vonhýrt surnar; mér fanst ég vera á gangi undir skuggasælum valhnetutrjám og andaði að mér ilmi als- konar blóma. »Eruð þér ekki drotning —• líka hérna í aldinga,rðinum.?« spurði ég, því að ósjálf- rátt hafði ég fengið þá hugmynd, að aðal- drotningin á prestssetrinu væri Andrea Margrét, og að alt yrði. að lúta hennar boði og banní — prestur prestskona — hjú og hestar — alt væri þarna, til þess að þjóna henni einni. Ég várð þess vegna alveg hissa, þegar Andrea Margrét svaraði spurningu minni með neii. »Er það satt?« spurði ég aftur. »Já. — Mamma ræður ríki sínu hérna., og við hin getum. engu breytt hér, nema með hennar vilja. Annars er það leiðinlegt, þvj að ég hefi ótal breytingartillögur í höfð- inu, en mamma vill ekki einu sinni heyra þær nefndar á nafn«. »Hverju vilduð þár þá helst breyta?« »Hverju ég vildi breyta? Sjáið þér ekki gamla grenitréð þarna? Ég vil láta, höggva það upp — þá yrði dæmalaust fagurt út- sýni héðan — út yfir fjörðinn«. »Já, það er dagsatt; og ég vildi líka láta, taka valhnetutréð í burtu; þá yrði líka miklu rýmra og bjartara hérna«. »Og svo vildi ég láta taka. í burtu stik- ilberjarunnana; þá yrði hérna indæll gras- bali«. »Jú, og þá væri líka bezt, að taka hnetu-

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.