Heimilisblaðið - 01.05.1938, Blaðsíða 15
HEIMILISBLAÐIÐ
79
flýti, setti upp ofurlítið húfu-pottlok —
en það fór henni svo vel, að hún varð miklu
yndislegri fyrir bragðið — og svo héldum
við af stað. Fyrst fórum við fram í eldhús;
þar var diskum og fötum raðað svo snildar-
lega, að sérhvert húsfreyjuhjarta hlaut að
happa af gleði, við að sjá alla þá reglu.
»Hérna er ég nú drotning«, sagði Andrea
Margrét, og leit í kringum sig mjög
ánægjulega.
»Pað er að segja: Þér ríkið hérna í fé-
lagi við móður yðar og systur«, bætti ég
við.
»Nei, þær ráða svo sem engu hérna í
eldhúsinu. Við Emma eigum reyndar að
vera ráðskonur til skifta, í eldhúsinu, sína
vikuna, hvor — en Emma getur það varla
einsömul, og ég hjálpa henni oft, þegar hún
er ráðskonan«.
»Máske systir yðar sé eikki svo mjög
hneigð til hússtjóirnar?« spurði ég.
»Nei, hún hefir meira gaman af að lesa«.
»Þykir yður þá ekki gaman að lesa?«
»Öjú — þegar ég hefi ekki annað að gera;
en — nei, þarna. kemur þá Gamli að biðja
um brauð«.
Ég sneri mér við, en sá engan mann; en
í þess stað sá ég hvar hrosshaus teygði sig
innum opinn eldhúsgluggann, og þá fór mig
að gruna að hún myndi vera að tala um
ferfætta Gamla.
Andrea Margrét gaf hestinum brauðbita,
klappaði á hálsinn á honum og lét vel að
honum.
»Hve gamall er þessi Gamli?« spurði ég.
»Hann er jafn gamall mér — við eigum
afmælisdag sa:man«.
»Hvernig heldur þá Gamli upp á afmæl-
ið sitts?«
»Ég flétta blómakranz og set á höfuð
honum og svo et.ur hann kranzinn á eftir.
En komið þér nú inn í búrið«.
Ég fór þangað á eftir henni; og þar var
sá dæmalaus ilmur af kökum og krydd-
mauki, að mér datt ósjálfrátt í hug slæp-
ingjalandið, þar sem húsin eru bygð úr
pönnukökum og göturnar sléttaðar með
piparhnetum.
»Þykja yður góðar gyðingakökur?«
spurði Andrea Margrét.
Ég hafði enga hugmynd um, hvað Gyð-
ingakökur voru; en af því að ég undantekn-
ingarlaust — elska alla skapaða hluti, sem
enda á kökur, þá svaraði ég strax: »Já«.
»Gerið þá svo vel, að ná yður í fáeinar
af þessum — ég hefi sjálf bakað þær —
eru þær ekki góðar?«
»Ágætar«, svaraði, ég, með fulla,n miunn-
inn,; »en þær eru nokkuð þurrar«.
»Þá skuluð þér fá mjöð að drekka«, sagði
hún, tók flosku ofan úr skáp og fylti glas.
— »Nú getið þér ímyndað yður, að þér
séuð kominn til Valhallar, og séuð að
drekka mjöð og eta gyðingakökur«.
»Og fögur valkyrja gangi um beina«,
hugsaði ég með mér, en ekki þorði ég að
segja það hátt, því að það var eitthvert snið
á Andreu Margréti, sem olli því, að ég gat
ómogulega sagt henni fagurmæli, og. er ég
þó ekki vanur að vera í vandræðum meo
svoleiðis gaspur.
»Nú skulum við fara niður í mjólkurbúr-
ið — hingað — haldið þér yður í rimlana
— stiginn er brattur«. En Andrea Margrét
hljóp þetta alt, eins og hún væri úti á sléttr
um bala, og var hún komin alla leiðina. nið-
ur á svipstundu; en ég var alt af að tví-
sitíga í efstu þrepunum.
1 mjólkurbúrinu stóð hver mjólkurbytt-
an við hliðina á annari — og hugur minn
druknaði í hafi af nýmjólk og áfum og
jarðarberjum í rjóma. En Andrea Margrét.
hleypti ekki huganum á slíkt flug. Hennar
hugur beindist allur að hinu nytsama, og
reyndi hún hvað hún gat að útskýra fyrir
mér alt viðvíkjandi mjólkurfræðinni. —
Já, þetta var annarskonar bókasafn og
annarskonar bókavörður, en háskólabóka-
safnið'og konunglegi bókayörðurinn. ■— Ég
mátti til að sjá alt: hjúaherbergið, brugg-
unarherbergið o. fl. o. fl.
»Þér þurfið að fá hugmynd um þetta alt
saman«, sagði Andrea Margrét. — »Þér