Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1938, Blaðsíða 17

Heimilisblaðið - 01.05.1938, Blaðsíða 17
HEIMILISBLAÐIÐ 81 trjágirðinguna; þá yrði líka svo ljómandi fallegt alt í kring«. Já — það er áreiðanlegt, að ef við Andrea Margrét fengjumi að ráða, myndi alt breytast í einum svip. En það var gott, að prestskonan heyrði ekki breytingartil- lögur okkar; ég er hræddur um, að þær hefðu ekki náð samþykki hennar. Nú — það getur svo sem, vel verið, að við höfum farið nokkuð langt í breytingagirni okkar; en það var hvort. tveggja, að mér þótti vænt um að vera Andreu Margréti samdóma, og í öðru lagi er ég breytingamiaður mikill; og þar sem miklu auðveldara er að rífa nið- ur, en byggja upp, þá kýs ég ætíð heldur að rífa niður. »En þér e'gið eftir að sjá það allra — allra fajlegasta«, sagði Andrea Margrét; »það er Linditrjáahæðin — nú skulum við korna þangað«. 0g svo fór hún með mig upp á hæðina; hún var yzt í garðinum og bar nafn af stóru linditré, sem stcð efst á henni. Ut- an við garðinn var hár og brattur bakki. sem náði alla leið niður að firðinum, en hann lá ísi hulinn, eins og glampandi band á milli mjallklæddra hæða. »Setjist þér nú hérna á bekkinn minn — þá skuluð þér sjá fagurt. útsýni«. Eg leit alt í kringum mig, en sá engan bekk. Andrea Margrét hló. »Nei — þér verðið að fara upp í tréð — þar er bekkurinn minn. Lítið þér nú á — takið þér spottann þann arna, og tyllið svo tánum í sporin í trénu — þá komiist þér upp, eins og ekkert sé — ég skal strax koima á eftir yður. Pað er rétt sæti handa tveimur þar«. Eg klifraði upp mjög ófimlega, og var rétt seztur, þegar Andrea Margrét. var líka komin upp og sezt við hlið mér. »Nú verðið þér að hugsa yður, að það sé sumar, og andblærinn ruggi trénu aft- ur á ba,k og áfram, Getið þér hugsað yð- ur nokkuð yndislegra en að sitja hérna svipaður laufskrúði — eins og í rólu, og heyra svo fuglakvak’ð alt í kring —- en, þér verðið að reyna þetta sjálfur — þér komið náttúrlega hingað að sumri, meó bræðrum yðar?« Jú — ég fullvissaði hana um, að svo myndi verða. »Hérna get ég setið klukkutímum sam- an«, hélt. hún áfram. »Og lesið?« spurði ég hálfsmeykur. Mér fanst ég sjá bókasafnið álengdar — eins og dökka vofu. »Já, en reyndar átti ég nú við það, að ég hefði bók hjá mér, því að ég les rnjög lítið — en mig fer þá að dreyma dag- drauma. Ég horfi upp í himinblámann, í gegnum laufið, og sé hvernig sólargeislarn- ir leika sér á kjólnum mínum,, eins og gull- skiýdd álfabörn. -----En mér er að verða kalt« — sagði hún skyndilega oig stökk nið- ur — »komið þér — nú skulum, við reyna okkur heim«. Petta var mjög skynsamleg uppástunga, því að við vorum bæði farin að finna til kuldans. Það var eins og veturinn væri orðinn gramur yfir því, að við vorum alt af að tala um sumarið, og væri nú að minna okkur á tilveru sína, með því að anda á okkur, ömurlega, en þó um leið gletnislega. Ég vildi samt ekki reyna. mjg. Hvers vegna hefði ég átt skilja Andreu Margréti eftir á miðri leið? Það hefði verið meir en lítill kjánaskapur. En ég vildi hlaupa við hlið hennar. Brátt varð ég þess þó var, að jafn- vel þótt hún þyrfti að bera fæturnar helm- ingi örar en ég, þá varð ég að taka, á því, sem ég átti til, svo ég yrði ekki á eftir. Nú vorum við komin fas,t að valhnetutrénu — hvort okkar, sem fyr komst fram hjá því, hafði í raun og veru unnið, því að úr því var ómögulegt, að komast fram fyrir aftur. Pess vegna herti ég mig líka það sem ég gat — nú — aðeins eitt stökk — og ég skall yfir eina trjárótina og lenti beint í faðm:nn á Korpus, Júris. Hann hafði komið heiman að, í hægðum sínum og virtist ekki verða, mjög hrifinn af þa-sum faðmlögum. »Eg varð á undan — ég varð á undan«,

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.