Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1938, Blaðsíða 28

Heimilisblaðið - 01.05.1938, Blaðsíða 28
92 HEIMILISBLAÐIÐ ur með smákögri. Á höfðinu hafði hann svarta, flúnelshúfu með gullsnúrum. Hann hafði stífaðan flibba, sem skarst inn í kjálka hars og- þvingaði eyrun fram, og harðstífaðar skyrtulíningar huldu hendur hans fram að rauðum, undnum fingrun- um, sem voru þaktir af gull-og silfurhring- um, sem gleym-mér-eyjum var þrykt í. Hið rauöa, hraustlega en ósvífnislega andlit hans, tilheyrði þeim flokki, sem eft- ir minni skoðun næstum altaf ergir mann, en til allrar óhamingju f'ellur kvenfólki oft vel í geð. Hann gerði sér mikið far um að láta sjást greinile a merki fyr’rlitningar og hfsleiða á ruddalegu andlitinu, dróg lít- il, mjólkurlituð augun stöðugt í pung, hrukkaði brýrnar og gerði sér upp geispa, togaði í, rauðgult re rivarar skepgið eða sneri upp á illa hirta skeggbroddana á efri vörinni. Hann var óþolandi fyrir tilgerð. Undir eins og hann kom auga á bónda- stúlkuna, sem sat og beið hans, byrjaði hann á ýmsum látalátum. Hann gekk hægt til hennar, stóð stundarkorn kyr og ypti öxlurn, stakk höndunum í frakkavasana, virti aumingja stúlkuna tæplega viðlits og fleygði sér niður. »Nú«, sagði hann um leið og hann horfði út undan sér, dinglaði fótunum og geisp- aði, »hefur þú beðið lengi eftir mér?« Unga. stúlkan gat ekki svarað strax. »Já, Viktor Alexandrovitsj«, svaraði hú.i loksins afar lágt. »Svo!« — Hann tók af sér húfuna og strauk virðulega gegnum þétt, bylgjað hár sitt, sem byrjaði hér um, bil við augabrýrn- a,r, leit öruggur í kringum sig og huldi svo vandlega hið dýrmæta höfuð sitt. »Ég var svei mér búinn að gleyma þér í dag, þar fyrir utan rignir«. Hann geispaði. »Við hcfum svo annríkt, að ég get, alls ekki komist yfir það, og »hann« skammar mig þar að auki. Á morgun leggjum við af stað«. »Á mor,gun?« kallað: unga stúlkan og horfði óttaslegin á hann. »Já, á morgun. — Svona, svona, svona,

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.