Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1938, Blaðsíða 12

Heimilisblaðið - 01.05.1938, Blaðsíða 12
76 HEIMILISBLAÐIÐ þjóð, og einstaklingum hennar bendingu og hvöt, til að leita og neyta ,sömu ráða og hingað til hafa, bezt dugað, og bjargað, bæði heilum þjóðum: og einstaklingum; ganga upp í helgidómjnn, hver í sínu hjarta; hver á sínu heimili og hver, sem getur, sameiginlega í helgidóm síns safn- aðar, til að biðjast fyrir, þegar erfiðlega gengur og báglega, horfir, um lífsbjargir almennings, líkt og nú, og engin mannleg vizka né máttur fær við ráðið, svo sem þegar náttúruöflin og náttúrugangurinn snúast gegn oss mönnunum. Eðaskyldi enn þá einu sinni þurfa að verða enn harðara á barið til þess, að þessi þjóð og einstakl- ingar í lienni hverfi frá trúarlegri og sið- gæðislegri léttúð, alvöruleysi og vantrú, til vonar og bænar, syndavíðurkenningar og betrunar. Því að víst er það alveg augljóst, að enginn ræður við náttúruna, nema sjálf- ur náttúrunnar skapari og Drottinn Guð almáttugur. Góðii', kærir vinir, vér sem nú höfum gengið upp í þenna helgidóm saman: vér skulum kannast við Guðs- og tilbeiösJuþörf vora,, og gera vort til að aðr- ir geri það líka, svo að margra bænir sam- einist, og verði því fremur bænheyrðar. Vér skulum þakka alt og alt hið góða og blessaða, sem hann hefir gefið oss hverj- um einum og öllum saman; og líka alt, sem vér höfum getað gert. vel og rétt. En u,m fram alt þó biðja, að náð hans við oss verði ekki til ónýtis; fyrirgefa oss syndirnar og vera oss miskunnsamur hjálpari bæði til líkams og sálar, svo að oss, hverjum einum og öllum samlan verði að öllu vel borgið um tíma og eilífð í Jesú nafni. Heyr nú og bæn- heyr allar slíkar, allar góðar bænir allra, almáttugi og algóði Guð í Jesú nafni. Amen. Hvítasunna 1 öllum ljóma lífsins sólin hin ljúfa, skín á náðarstólinn, og sætast ilma blómin blíð á bjartri hvítasunnutíð; þá boða meira’ en englar oss, að ávöxt beri Jesú kross. /i. j. Minningarorð. Ort undir nafni syrgjandi móður. Guðni Kjartan Sigurðsson, Hælavík. F. 11. des. 1931. D. 10. marz 1936. Að hug mínum sækja heldin tröf, ég horfi niður í opna gröf, sem breiða, veglausa vik. Hve erfitt að kveðja i síðasta sinn saklausa, glóbjarta drenginn minn, og sjá hann lagðan þar lik. Mitt hjarta var aumt sem opið sár, er ofan i gröf þxna, hrundu tár; það böl var svo beyskt og þungt, að reyna að skilja þann dauðadóm, sem dæmdi þig burtu, mitt ljúfasta blóm, svo hugfólgi.5, indælt og ungt. Já, margs er að sakna, sorg mín er heit, ég syi'gi svo margt, sem enginn veit, en hug-gun er hug minum það, að hið ljóta þú hafðir á leið þinni ei reynt, þitt lif var saklaust og unduihreint sem vordöggvað bláfjólublað, Ég heyri rödd, sem hvíslar hljótt i huga mínum, bæði dag og nótt frá Guoi, sem gaf mér þig; hún ómar i blænum hinn bjarta dag, hún berst mér að eyrum við sólarlag, með unað frá eilífðarstig. Þótt brár þínar hjiipi hið bleika lín og brostin séu nú augun þín og hxynjt mér harmatár um brá, í sál minni hljómar hjalið þitt og hressir þróttvana bx’jóstið mitt, og létta mín svíðandi sár. Já, mér finst þú lifir svo ljiift hjá mér og leikir þér hjá mér, þá enginn sér, með björtu barnsaugun þín, og hvíslir: »Mamma«, svo milt og rótt sem mjúkasti blær um sumarnótt, og brosir svo blítt til mín. Ef einmana sit ég, svo oft ég finn, sem ennþá hjúfrirðu kollinn þinn svo hlýlega. að hjarta mér. Mln jarðneska sjón má ei sjá til þín, en i sál minni lifir þú, elskan min, svo fy’gjumst við, hvar sem ég fer.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.