Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1938, Blaðsíða 27

Heimilisblaðið - 01.05.1938, Blaðsíða 27
HEIMILISBLAÐIÐ 91 hávajSa mót bláum himninum, hvert ein- asta blað, hertekið af s'orminum, gerir til- raun til þess að rífa sig laust og fljúga burtu. Eins og ég hefi áður tekið fram, er ég hreint ekki hrifinn af ösp, og þess> vegna nam ég ekki staðar í asparskóginum, en gekk til b'rkirunnanna og kOjUi mér f.yrir í. skjóli við smá tré, sem teygði greinar sín- ar mót jörðu og verndaði mig algerlega gegn regninu. Ég sat og naut. fegurðarinnar, en féll að lokum í stuttan, rólegan svefn, sem aðeins ein tegund manna þekkir, — veiðimenn. Ég get ekki með vissu sagt, hve lengi ég svaf, en þegar ég vaknaði, skein sólin glatt og blár himininn gægðist a'staðar gegnum kalt og vott laufið. Vindurinn hafði hrakið skýjin á brott. Veðrið var fagurt og ég and- aði að mér hressandi svala, sem fyllir hjarta hvers manns hreysti og heilbrigði, og spáir nær altaf stiltu og björtu kvöldi eftir órólegan dag. Ég var að brölta á fætur, til þess aö reyna á ný hepni mína, þegar ég kom auga á hreyfingarlausa mannveru. Ég horfði at- hugull á hana og sá,að þetta var bónda- stúlka. Hún sat i. hérumbil tuttugu skrefa fjar- lægð frá mér, niðurlút með báðar hendur í skauti sér. Stór engjablóma-vöndur lá á beru hnéi hennar og hreyfð:st, við þungan andardrátt hennar. Hvít blússa, hnept i hálsmálið og á handleggjunum, lá í mjúk- um fellingum um axlir hennar og bol. Hún bar stórt, hvítt perluband um hálsinn, sem hreyfðist á stórum, fögrum brjóstunum. Hún var mjög falleg. Mjúkt og fagurt hár- ið var skift í mjðju. Hún hafði dregið dimmrauða hettu niður á fílabeinshvítt. ennið. Hún hafði mjög fína húð, örlítiö sólbrenda, Augu hennar sá ég ekki, þvi að hún starði allan tímann niður í jörðina, en ég sá aftur á móti greinilega bogadregnár augabrýr hennar og löng, þétt' augnahár. Augu hennar voru þrútin og' rauð og kinnar hennar báru þess greinileg m.erki, að hún hafði grátið. Varir hennar voru bleikar og titrandi af geðshræringu. Mér geðjaoist afar vel að andlitssvi]j stúlkunnar, hún var svo blíðleg, látlaus, en þó sorgbitin. Prungin af barnslegu skiln- ingsleysi gegn sinni eigin sorg. Ég sá að hún beið eftir e'nhverjum, því að hún hrökk við og skygndist um, þegar fjarlægt brak heyrðist, einhversstaðar inni í skóginum og mér lánaðist að sjá augu hennar, stór, björt og óttas’egin, eins og augu flýjandi antilopíu. Augnalok hennar urðu rauð og varirnar kipruðust af niðurb.xldum ekka, ný tár runnu niður kinnar hennar. Þannig leið langur tími, aumingja stúlk- an sat þcgul og hreyfingarlaus, nema þeg- ar hún þerraði tárin af kinnum sínum við og við og hlustaði áfjáð. Aft,ur marraði í trjágreinunum inni í skóginum. Hún hrökk eft'rvært ngarfuli við, hávaðinn jókst og að lokum heyrðist þétt fótatak. Hún rétti úr sér, varð utan við sig, og hin athugulu augu hennar flöktuðu fram og aftur, en brunnu þó af eftirvænt'ngu. Út úr þykkninu kom maður einn. Um leið og hún kom auga á hann, færðist fagurrauð- ur litur yfir andlit hennar. I svip hennar sá maður ekki lengur hræðslu, heldur að- eins gleði og hamingju. Hún gerði tilraun til að rísa, á fætur, en fæturnir ne'tuðu að hlýða henni og hún hné niður föl og vand- ræðaleg, — og leit skjálfandi á manninn. s.em nálgað'st: og nam staðar fyrir framan hana. Ég gaf hcuum nánar gatur úr laursátri mínu. Ég verð að játa, að mér geðjaðist mjög lla að honum. Ha,nn var, eftir útliti að dæma, eft’rlætisrherbergisþjónn hjá ungum, ríkum barc'n. Bún’ngur hans gaf til kynna tilraun til að apa eftir smekk- og hirðuleysi aðaismannanna. Hann var í stuttum, brons'ituðum yfirfrakka, sem barón hans, hafði gefið honum, liann var hnepptur upp í háls, um háls hans ilaks- aði lauslega hnýttur bleikrauður hálsklút-

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.