Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1938, Blaðsíða 19

Heimilisblaðið - 01.05.1938, Blaðsíða 19
HEíMILISBLAÐIÐ 83 eftir Cládíus! Þarna hafið þér gert sann- arlegt góðverk, Kristófer, því að þessa bók hefir Emmu lengi langað til að eiga. Hvao stendur nú þa,rna? — Um ódauðleika sál- arinnar — Spinoza---------Jakobí--------já, hún er vaf'alaust alt of þung fyrir mig ------ég skil ekkert í henni. Hvað haldið þér, Friðrik?« »Jú, það fer nú fyrir mér eins og yður. Kristófer er langa lengi búinn að lofa. þessa bók, eins og eitthvert furðuverk. En ég er nú ekki heldur einn af þeim útvöldu — hún fer fyrir ofan garð og neðan hjá mér; - að m.insta kosti skildi ég hana ekki nógu vel til þess, að geta tekið undir alla lof- gerðina um hana«. »Já, það er engin furða, þótt hún verð; mér óskiljanleg, þegar þér kvartio um, að þér skiljið hana ekki. — Nei — þá vil ég heldur blómlauka — ég skil þá miklu bet- ur en allar bækur. Og mamma — þú hefðii bara átt að heyra, hvað okkur Nikolaj kom vel saman um. breytingarnar, sem, þyrfti að gera á garðinum okkár«. »Getið þið nú ekki heldur látið vesalings garðinn minn í friði?« spurði prestskonan og brosti glaðlega. »0g hans breytingart.illögur gengu miklu lengra en mínar«, hélt Andrea Margrét áfram,; »hann vill ekki emungis láta taka í burtu grenitréð og gömlu stikilberjarunn- ana, heldur vill hann líka losast við val- hnetutréð og hnetugirðinguna«. »Nei, það er ómögulegt., að þér viljið eyðileggja gamla indæla valhnetutréð«, sagði Emma. Nei — það var svo sem ekki alvara mín. Ég þurfti ekki annað en að heyra hljósm- fallið í rödd Emmu, til að breyta hinni fyrri skoðun minni á málinu. »0g þar að auki hnetugirðinguna!« hélt Emma áfram. Hvað yrði þá úr hnetugang- inurn? Þér ættuð bara að þekkja, hve un- aðslegt er að vera á gangi í honum á sumr- in, í samræðum við vin sinn!« Um leið kom mér til hugar að það hlyti að vera yndislegt, að vera á gangi þarna með Emmu — um sólarlagsbil, á sumar- kvöldi og hlusta á ræðu hennar, hressandi og blíða — e'ns og hugljúfa næturdögg á eftir heitum degi. Ég sáriðraðist eftir öll- um mínum breytingaruppásitungum og sagðist ekki hafa athugað garðinn eins og skyldi — hann væri vitanlega alt öðru vísi að sumrinu, — það gæti vel verið, þegar ég kæmi þangað að sumri, að ég þá breyttj alveg skoðunum) mínum: í þessu máli. »Breyta skcðunum yðar!« sagði Andrea Margrét. »Þér eruð dálaglegur stuðnings- maður. Oti, voruð þér alveg sömu skoðun- ar og ég, en nú, einmitt þegar þér áttuð að hjálpa mér, gagnvart mömmu og Emmu, þá eruð þér kominn á þeirra mál. Það fæst engu breytt hérna á meðan þær fá að ráða — nei, það er nú ekki að nefna það — og seinast veslast alt upp — út úr tómum leið- indum«. »Þykir yður mikið koma til alls þessi, sem gamalt er?« spurði ég Elmmu. »Já«, svaraði hún; »ég ann hinu gamla, vegna þess, að við það eru bundnar svo margar endurminningar; en í endurm'nn- ingunu.m býr friður cg hvíld. Endurminn- ingar m;na.r eru bundnar v-ið hvert einasta tré í garðinum. Á milli þeirra hefi ég al- ist upp; þau hafa horft, á æskuhrygð míns og æskugleði; mér finst þau vera hjart- fólgnir fornvinir; og þegar ég heyri blæinn anda í gegnum lim þeirra., þá heyrist mér þau flvtja kveðjur, frá löngu liðnum tím- um. Hvernig getur yður hugkvæmst, að ég vilji láta fella alla þessa fornvini mína,?« »En ég ann öllu því nýja«, sagði Andrea Margrét með ákefð. »1 h;nu nýja, býr æskufjörið og æskugleðin. Já, ég held áreið- anlega, að Drottinn ,sé sömiu skoðunar; ann- ars væri ekki nema ein árstíðm«. »Ef Drottinn hefði. verið sömu skoðun- ar og þú«, svaraði Emrna, »þá hefdi hann líklega haft grasið grænt annað hvort sum- ar — í staú þess, að------« I sama bili heyrð'st breslur. — Gamli hafði verið að leika, sér að skærunum henn ar Emmu, og braut þau nú — bara í hugs

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.