Heimilisblaðið - 01.05.1938, Blaðsíða 21
HEIMILISBLAÐIÐ
85
um þótti mest um vert að heyra til sjálfs
sín og hirti ekkert um hvað mótparturinn
sagði. Og þar sem ég hafði sterkari rödd
en öll hin, þá var ég vitanlega ánægðastur.
Þegar rimimian stóð sem hæst, kom prest-
urinn inn.
»Er ekki kominn tími til að borða?«
»Bráðum«, sagöi Andrea Margrét, stóð
upp og fór burtu.
»Um hvað voruð þið að deála?« spurði
presturinn, og settist í sfóra hvílustólinn.
Korpus Júris skírði deiluefnið fyrir hon-
um, og presturinn hlustaði. á, með mestu
athygli.
»Jæja, ég er á Kristórfers máli«, sagði
hann loksjns. »Ég held að alt of mikið sé
gert úr þessum hetjukvæðum. Þegar þau
eru borin saman, þá eru þau nauðalík hvert
öðru, og sömu hugsanirnar og sama inni-
haldið í þeim mörgum. Þó vil ég alls ekki
neita. því, að þau hafi fólginn í sér mikinn
skáldskap; en hann liggur falinn, og kvæð-
in eru e'ns og listavei k, sem aðsins er hálf-
unnið, og bíður eftir öðrum meistara, sem
fullkomni það. — Þér eruð svo utan vid
yður, Nikolaj — hvað segið þér um þetta?«
»Já«, sagði ég í huQsunarleysi. Deilan
hætti að hafa áhrif á mjg, þegar Andrea
Margrét fór.
»Þetta. var viturt svar«, sagði prestur-
inn. »Þér eruð vafalaust að hugsa um
hverskonar skáldskapur muni felast í mið-
degisverðinum. Hamingjunni sé lof! Þarna,
kemur þá Andrea Margrét, að segja okk-
ur til matarins. Má ég njóta þeirrar
ánægju?« — Og hann ba,uð mér handlegg-
inn, með mjög hátíðlegu látbragði, leiddi
mig inn í borðstofuna og lét mig setjast
í heiðurssætið, við hlið sér, í legubekknum.
»Nei, þar á Kristófer að sitja!« sagði
prestskonan; »hann er elstur bræðranna«.
»Nei, Nikolaj á að sitja hérna«, svar-
aði presturinn; »hann ætlaði að sálga mér
áðan, og nú býð ég honum sæti við mína
hægri hlið, því að skrifað stendur, að vér
eigum að launa ilt, með góðu«.
Við þetta sat; og satt, að segja, þá virt-
is,t mér Gamli ekki vera svo mjög fýkinn
í heiðurssætið — hann virtist una hag sín-
um ágætlega, á milli prestskonunnar og
Emmu.
Andrea Margrét sat á milli okkar Korp-
us Júris; og ég var kominn á fremsta hlunn
með að segja henni frá einhverju ákaf-
lega skemtilegu; en þá lagði hún fingurinn
á varir sér — faðir hennar var byrjaður
að lesa borðbænina.
Þegar bænin var búin, sagði, prestur-
inn: »Heyrið þér nú, Nikolaj minn góður!
Þarna fann ég strax eina prentvilluna: Þið
þarna inni í henni stóru Babílon eruð búnir
að fleygja borðbæninni út, í veður og vind.
En við hérna í sveiitinni höldum henni í
heiðri enn þá«.
»En hvernig átti Nikolaj að vita um
það?« spurði prestskonan.
»Þess vegna er ég nú líka, að segja hon-
um frá þessu«.
Ég hefi áður getið þess, að eftir minni
reynslu, þá eru menn aldrei eins gjarnir
á að fara í orðasennu, eins og yfir miðdegis-
mat og varð þessi dagverður ágætt sönn-
unargagn í því máli. Fyrst voru þetta orða-
hnippingar á milli prestsins og Andreu
Margrétar út af matnum; presturinn var
að finna að honum, ýmisiegt smávegis, en
alt í spaugi sam/t — en Andrea Margrét,.
þóttist ekki vera upp á það komin — fanst
hann líka gera lítið úr ráðsmenskustöðu
s’nni með þessu.
»Það væri synd að segja, a.ð höfðinglega
sé tekið á móti gesitum, okkar«, endaði
presturinn; »en máske Andrea Margrét
geri þetta af ásettu ráði, svo gestum okk-
ar bregði því meira við, þegar hún tekur á
því, semi hún hefir til«.
»Maturinn er einfaldur en góður«, sagði
Andrea Margrét. »Persicos odi sevvper
separatns«.
»Appamtus«, leiðrétti Gamli.
»Á? Pabbi segir ætíð separatus«.
»Talið þér oft latínu?« spurði ég.
»Já«, svaraði Andrea Margrét. »Ætíð,
þegar einhver brýtur disk, segi ég: sic