Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1938, Blaðsíða 23

Heimilisblaðið - 01.05.1938, Blaðsíða 23
HEIMILISBLAÐIÐ 87 Og svo var þessi hættulegi dagveröur búinn; það var ekki að óttast fleiri kapp- ræður þenna daginn. ★ Það var komið rökkur — tími angur- blíðunnar og endurminninganna. Við sátumi öll saman í kringum hvíta postulínsofninn — og hann var engu líkari en hvítri vofu. Stundum var samræðan glensfull og gamansöm — og þá var það Andrea Mar- grét, sem stjómaði umræðunum. Stundumi var samtalið aivarlegt. og fult rósemi og íökkurblíðu — og þá voru það þau Emma og Gamli, sem stjórnuðu. Alt í einu sagði Andrea Margrét við mig, upp úr eins manns hljóði: »Þér hafið ekki séð herbergið hennar Emmu enn þá«. »Ég hefi heldur ekki séð yðar herbergi«, svaraði ég. »0, það er nú ekkert gaman að sjá her- bergið mjtt. Ég hefi. sjaldan tí.ma til að dvelja þar; ég hefi alt af nóg að gera«. »Ef yður langar til að sjá herbergið mitt, þá er bezt að þér komið þangað með mér núna, áður en dimmir meira,«. Svo fór ég með Emmu upp á kvistinn — það var herbergið hennar. »Það er orðið býsna dimt. Varið þéi yð- ur, svo þér rekið yður ekki á; takiö í hend- ina á mér; svo skal ég leiða yður«. — Og svoi ták hún mjúku hendinni sinni utan um hendina á mér og leiddi mig mjog gæti- lega. — Já — betri leiðtoga gat ég ekki hugsað mér, innan um boða og blindsker lífsins. »Beygið yður, svo þér rekið ekki ennið í dyratréð«, sagði hún, um leið og hún lauk upp kvistdyrunum. »Það er alt smávaxið; en við verðum líka að sætta okk- ur við það smáa«. Já, satt var það — lítið var herbergið; en þó virtist mér það s,vo auðugt. og mikil- fenglegt. Ég veit reyndar ekki, í hverju þessi auðlegð var fólgin — ekki var hús- búnaðurinn ríkmannlegur — engar dýrind- is gólfábreiður — engir speglar, með loga- g.vltum listumi; nei — alt var hversdags- legt og einfalt. En þar var öllu svo snildar- lega raðað, og' sérhver hlutur átti svo vel við hina. aðra hluti herbergisins, og yfir öllu hvíldi blíða og friður, og mér fanst nærri því eins og borðið og stódarnir væri með lífi og anda; og mér fanst eins og ég myndi geta unað þar timunum, saman, án þess að finna til leiðinda. Á einum veggn- umi hékk mynd — það var englahópur, sem vakti yfir sofandi stúlku. Mér fanst mál- verkið vera ímynd herbergisins — yfir því vakti englahópur og veitti öllum, sem. inn komu hjartans frið og hjartans fögnuð. Ég settist í legubekkinn, og leit hægt. í kring- um mig — það var eins og mig langaði til að festa mynd þessa herbergis svo vel í huga miínum, að ég gæti aldrei gleymt henni aftur. Á veggnumi beint á móti mér, hékk gömul fiðla, umvafin sveig úr eilífð- arblóimum. Ég horfði á fiðluna, og ég horfði á blómsveiginn, og ef satt. skal segja, þá vissi ég ekki um hvað ég var að hugsa, þá stundina. »Ég sé, að þér eruð að horfa á fiðluna«, sagði E:mma; »yður langar máske til aó vita, hvernig stendur á því, að hún skuli vera hérna í herberginu mínu. Afi minn átti hana, og þess1 vegna geymi ég hana«. »Nú — lék hann á fiðlu?« spurði ég. Spurningin var reyndar ofur heimsku- leg; en mér fanst ég þurfa að segja eitt- hvað, en vissi ekki hvað það ætti að vera. »Já, hann lék á fiðlu. Ég man vel eftir honum. Eg var tí.u ára gömul, þegar l.ann dó. Ég man vel eftir því, að hann gerði sér gælur við hana, eins og hún væri smlá- barn, og hvernig hann lék á hana, syo að tárin komu fram í augun á mér. Þess vegna geymi ég hana einlægt. Þér vitið, að ég ann því gamla«. Og blíðubroe iék um var- ir hennar. »Já, ég veit það«, svaraði ég; »en hitt skil ég ekki, hvernig jrér komist til, að gefa yður svo mikið við því gamla, eins og þér gerið. Ég, fyrir mitt leyti, þarf að hafa mig allan við, að hugsa um það nýja — um það, sem á að verða — fram undan

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.