Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1938, Blaðsíða 18

Heimilisblaðið - 01.05.1938, Blaðsíða 18
82 HEIMILISBLAÐIÐ hrópaði Andrea Margrét, og í sigurgleði sinni dansaði hún í kringum mig, eins og þegar Indíáni dansar í kringum övin sinn dauðvona. »Er það ekki satt, Friðrik? Kom ég ekki fyrst?« »Jú — jú — víst komuð þér á undan«, sagði hann; »og þe,ss vegna kem ég líka til að afhenda yður sigurlaunin. — Lítið þér á — hérna færi ég yður fáeina, sjaldgæfa blómlauka — og blóm' þeirra verða ákaf- lega fögur«. »Nei — er það satt? Ö, það er yndislegt! Þakka yður fyrir, Friðrik! Þakka yður fyr- ir. Við skulum strax fara og sýna mömmu þá; hún verður líka glöð; það er ég alveg viss um«. »Við erum ekki komin heim enn þá«, sagði ég. »Nú — nú — já — þér eruð þá ekki upp- gefinn ennþá. Jæja, þá skulumi við reyna með okkur aftur«. En nú ætlaði ég ekki að vægja, henni. Ég tók sprettinn undir eins og þaut eins og örviti. Stikilberjarunnarnir börðu í fæt- Urna og' kirsiberjarurnarnir lömdu í höf- uðið á mér — það var eins og allur garð- urinn hefði ásett. sér, að vinna mér mein, til að hjálpa Andreu Margréti. En ég hugs- aði hvorki um himin né jörð — áfram hljóp ég yfir alt,, sem fyrir varð. Nú var ég nærri komdnn a,lla leið, en alt af var Andrea Mar- grét við hliðina, á mér; það var eins og hún bærist áfram af ósýnilegum vængjum — við komum jafnt að riðinu, sem, lá upp > forstofuna; ég tók þrjú þrep í hverju stökki, en hún gat ekki tekið nema eitt. Ég hratt hurðinni með voðaafli og — rak mig á prestinn, sem kom í hægðum sín- um, reykjandi úr löngu sjáfrauðspípunni sinni. Areksturinn varð svo mjkill, að prest- urinn hrökk yfir að vegg og' m;sti pípuna út úr sér — en ég hröklaðist. yfir að hin- um veggnum og sortnaði mér fyrir augurn. »Hó — hó! — Hjálp — hjálp! Fljótt. — fljótt!« hrópaði presturinn svo hátt, að und- ir tók í öllu og prestskonan, Emlma og Gamli komu öll söm,un þjótandi og laf- hrædd fram í forstofuna og í sama bili komu þau Andrea Margrét og Korpus Júris. »Hvað gengur á? -— Hvað gengur á?«.. »Hvað gengur á? Nú — það er ekkert annað en það, að hann Nikolaj er búinn ■ að rota mig«. »Hvar meiddir þú þig? Meiddir þú þig mikið?« »Hvort ég hafi meitt mig? Ég meiddi mig svoleiðis, að ég s,est strax við að skrifa líkræðuna yfir sjálfum mér — og svo, get- ur Kristófer lesið hana í staðinn fyrir jóla- ræðuna, sem hann ekki hélt. Og pípan mín —■ indæla, pípan mín. — Nei, Nikulaj! Ég hefði getað fyrirgefið yður, þóitt þér hefð- uð dauðrotað mig, því að ég er vesjell mað- ur og syndugur — en að þér skylduð geta fengið af yður að dauðrota aumingja píp- una mína, sem aldrei hefir gert nokkrum manni mein, heldur þvert á móti skapað gleði og gaman — það get ég ekki fyrir- gefið yður!« »Já, en pabbi minn! Það var bara pípu- hausinn, sem brotnaði«, sagði Andrea Mar- grét -—■ hún var búin að taka brotin upp — »ég skal binda hann saman meö tvinna, og' þá verður hann eins og nýr«. »Já, bittu hann saman, og hjálpaðu svo Nikolaj til að brjóta allar rúðurnar á prestssetrinu, svo þið verðið búin að því fyrir miðdegið«, sagði presturinn um leið og hann fór. »Varð hann reiður?« hvíslaði ég að Andreu Ma,rgréti. »Reiður? Nei, þá hefði hann talað til yð- ar á annan hátt — nei, hann var alls ekki reiður; þér þurfið ekki að vera, órólegur þess vegna«. »Nei — sjáðu mamma, hvað hann Frið- rik færði mér — inndæla blómlauka!« — Þetta sagði Andrea Margrét þegar við vor- um komin í kyrð og ró inni i dagstofunni. »0g sjáðu, hvað hann Kristófer færði mér!« sagði Emma, og rétti systur sinni bók. 4 »Hvað er nú þetta? »Wandsbeckerboten«,

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.