Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.08.1938, Blaðsíða 4

Heimilisblaðið - 01.08.1938, Blaðsíða 4
116 HEIMILISBLAÐIÐ Þessar ofannefndu kcnungagrafir heyra ekki Sumerum til. Og langt tímabil hlýtur að vera milli þess, er þessi þjóð var uppi og til þess, er Sumerar koma til sögunn- ar á pessum slóðum. Þetta, má sjá af því, Sumerar hafa jarðsett; sína konunga í sum- um þessum eklri gröfum. Það hefðu þeir ekki getað gert fyr en leifar þeirra kon- unga, sem fyrir voru, voru að moldu orðn- ar. Er þesiSi getið til, að þetta millibilsskeið hafi verið um 200 ár. Annað bendir á að Sumerar hafi eigi átt eldri grafirnar: Sá siður hefir þeim verið með öllu ókunnur, að menn væri drepnir við jarðarfarir kon- unga og drotninga. Mannblót voru eklu einu -sinni samfara guðsdýrkun, þeirra. Tunga Sumeranna er alveg einstæð í sdnni röö. Hún verður skilin, en erfitt er að finna noikkurn skyldleika milli hennar og annara tungumála, helzt kynnu það aö vera tungur Indverja og síðan Norðurálfu- búa. I Úr má finna greinilegar menjar af turni einum miklum, sem minnir ósjálf- rátt á Babel-turninn. ★ I lögum Sumeranna má finna skýrar fyr- irmyndir lagaákvæða í frumsögu Israels- manna. Þar á meðal þessi ákvæði: Ef kvæntur maður átti ekki barn við konu sinni, þá mátti konan gefa manni sínum ambátt sína og skyldi hún þá vera hjákona hans. Ef ambátt átti barn meo manninum, þá varð hún frjáls, en ekki jöfn að virðingu og húsfreyjan. Húsfreyju varð hún að lúta, og sýndi hún þrjózku eða bæri húsmcður sína cfurliði, þá gat húsfreyja svift hana frelsinu eða, rekið hana burtu. Abraham tók því Hagar sér fyrir konu samkvæmt gildandi lögum; á sama hátt hafði Sara fullan rétt til að reka Hagar burtu. Það voru og lög hjá Sumerum, að sonur mátti krefjas-t arfs af föður sínum. er hann hafði náð lögaldri og er það fylli- lega samhljóða því, er -segir í dæmisögu Jesú um týnda soninn. Margt bendir á að aðrar þjóðir hafi haft Sumera í mjög hárri virðingu, sakir trú- arbragða þeirra. Því að þótt aðrar þjóðir legðu þá undir sig síðar, þá voru það prest- ar af kyni Sumera, sem mestu réðu hjá sigurvegurunum. Ef þessar niðurstöður vísindamanna nú- tímans og frásaga Beron's eru bcrnar sam- an við írumsögu biblíunnar, þá er merki- legt samræmi þar á milli. Biblían segir frá menningu hinna fyrstu manna: Þeir hafi verið uppfundningasamir, fundið upp hljóðúrri (strengleika) og smíðað vopn — algerlega, svarandi til þess, sem fundist hefir í elztu gröfunum. En biblían segir líka frá, að miklu »ofríki« hafi verið beitt og þess vegna flóðið mikla drekt þeim flest- um. Vísindalegar sannanir fyrir því mikla flóði eru hinar feiknalegu leirdyngjur, sem nú liggja ofan á hinum, elztu menjum. Beroni (eða. Berosus) segir, að ný þjóð frá fjallahéraði skógauðugu hafi setzt að á þessum slóðum. Vísindamenn nútímans komast að sömu niðurstöðu og segja að þeir hafi b.ygt hús sín úr viði. Biblían segir, að önnur betri kynslóð hafi tekið við eftir flóðið mikla. Og vísindin sanna þetta. Hjá Sumerum tíðkuðust ma,nn- blót alls ekki. Tunga þeirra er gáta, sem vísindamönnum er einkar erfið til úrlausn- ar. — Grafreitir þeirrar þjóðar, sem bygðu Kaldeu, áður en Sumerar koma til sögunn- ar, og öll sú menning, sem þeir bera vott um, eru elztu menningar-menjar í heimi, sem enn hafa fundist. Sú menning er eldri en menning Egipta og enn hefir engin eldri menning fundist austur á Indlandi. Læknir: »Ég er nú ekki va.nur að ráðleggja mönnum að reykja, en til þess að útrýma, ];ess- um sjúkdóm, sem þér hafið, er nauðsynlegf að þér reykið á daginn við vinnuna«. Sjúklingurinn: »Mér er það cmögulegt — það getur ekki samrýmst vinnu minni«. Læknirinn: »Það þykir mér einkennilegt. Hvaða starf stundið þér?« Sjúklingurinn: »Ég er kafari!«

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.