Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.08.1938, Blaðsíða 15

Heimilisblaðið - 01.08.1938, Blaðsíða 15
HEIMILISBLAÐIÐ 127 Feigðarsigling meir en aldargömul. Skipreki Medúsu, hið fræga málverk Thedors Gericauels, sem hann málaði 1819, er ein alkunnustu mynda málverkasafns Louvre-hallarinnar í París. Garicault mál- aði myndina skömmu eftir ofboðslegan skipreka, sem varð 400 manns að aldurtila. Hann undirbjó sig með rækilegri námsiðk- an, aflaði sér upplýsinga hjá þeim, er bjargast höfðu, var sér úti um eftirlíki af skipinu og fékk sér enda bækistöð í grend við sjúkrahús til að geta rækt þar nám sitt um lík og sjúklinga. Svo tók hann til við hið stórmerkilega málverk sitt, því það skarst mjög áberanidi í odda við klass sku listskóla-íþróttina, sem réð þá ollum lögum og lofum, fyrir það hvernig sýndur var samtíðaratburður í því, og ofan í kaupið af fólki blátt áfram. eins og það er flest án nokkurs sagnfræðitildurs. Atburðurinn, sem málverkið sýnir, hef- ir samt verið lítt kunnur, að minsta kosti einstök atvik hans, og því hefir það þótt nýlunda í París, að nú er það kunnugt orð- ið af, gamalli bók, sem fundist hefir, hvernig skiprekinn atvikaðist raunveru- lega. Bókin fanst nýlega hjá borgarafjöl- skyldu að nafni Dupont í 14. deild París- ar og verður lögð í söguskjalasafnið. Það er lítil dagbók, buncin í rautt s,kinn og inniheldur frásögn Klöru Duponts 16 ára gamallar, með snotri, dálítið gamaldags rit- hönd. En frásaga þessi er raunverulega skáldsaga, þ'.tt menn hafi í meira en heila öld ekki haft nema lít nn grun um það. Hún mætti vel heita: Feigðarsdgling Me- dúsu. Dagbókarskáldsagan handritaða upplýs1- ir eins cg þegar er drepið á, meistaraverk Gericaults, skipbrot Medúsu, eins og text- inn við kvikmyndarfilmu. Það, sem dauð- þreyttu mennirnir á fleytu Geraults, æpa út yfir úfinn sjóinn, hefir ungfrú Klara eftir í skelfilegum orðum. Hún var sjálf KVOLDSÓLIN Vestansólin vermir mig, vors, er kominn dagur, — fyrst að kvöldi sýna slg sól og liimin fagm. Má ég hreldur lilakka til að himin verði fagur — að mér sýni sömni skil seinast — lífs mims dagur? Verði, Drottinm, vilji þinn, ver mér sól og dagur, hlœr þá við mér himininn heiðnr, víður, fagur. Þú hefir boðið þreyttum mir þér í hönd að taka„ ó, hve ég má þakka þér, þá mun ekkert saka. Einatt þegar þrýiur seim, þegar kraftar dvína, Ijúf mig grípur löngun heim Ijóss í sali þína . B. J. ein af þeim 15 ólánssömu, sem. voru á þess- ari fleytu og hún var með í feigðarferð Medúsu úr höfninni í Rorhefort til Klapp- onna við Arguin. Hún heyrði dauðaóp hinna 400 manna, er fórust, og leit með eigin augum kvalir þxr, sem þeir urðu að þola, mennirnir, sem lagt höfðu út frá Frakklandi skömmu áður með hijóðfæra- slætti og dansi til að fara — beint til helj- ar. 17. júlí 1816 lagði þrísigluskipið Medúsa út úr frakkneska, herskipalaginu Roche- fort á vesturströndinni til að halda til frakknesku nýlendunnar í Senegal í Afríku. Meðal farþeganna voru kaupsýslu- flók, embættismenn, hermenn, og sjálfur

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.