Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.08.1938, Blaðsíða 12

Heimilisblaðið - 01.08.1938, Blaðsíða 12
124 HEIMILISBLAÐIÐ morjnarnir, sem við vorum á prestssgetr- inu voru eins fyrir Karpus Júris — hann var alt af í sama sólskinsskapinu, þótt hann liti aldrei í »Dagblaðið«, því að prestur- inn keypti ekki það blað. Mér lá skapi næst að halda, að Andrea Margrét he'ði sömu áhrif á hann og »Dagblað ð«; já — hún hafði auk heldur miklu meiri og betri áhrif á hann, því að þar sem hann þurfti að sitja heilan klukkutíma yfir blaðinu, áður en skapið mýktist, þá þurfti hann ekki annað en að líta á Andreu Margréti eitt einasta augnablik — og hann var um leið orðinn nýr maður. Ég stanzaði á miðju gólfi og virti fyrir mér fólkið; og ég var alls ekl i viss um, að hverjum hópnum ég ætti að halla mér; en þá skar Andrea Margrét úr málunum, með því að bjóða mér sæti við teborðið, við hliðina á Korpus Júris. En þá var líka búið að vera með góða skapið lians — hann varð strax önugur ag skapfúll. Fyrst tók hann að kvarta um, það, rð ég stigi ofan á tærnar á sér — um leið og ég siettist nið- ur; — svo fór hann að skíta mig út fyrir j>að, að ég léti svo mikinn sykur í tevatnið; og í stuttu máli: hann talaði þannig til mín, að Andrea Margrét fann ástæðu til að taka fram í fyrir honum og segja, að ég væri ekkert barn — framkoma mín væri eins og siðuðum manni sómdi. Annars. skildi ég ekkert í framko<m,u Korpus Júris þessa daga, sem við vorum á prestsetrinu. Heima — í Vestur^ötu — e um við beztu vinir — hérna — á Hnetubúi — má ég varla koma nálægt honum; þá fer hann strax að gretta sig. Mér var ómögulegt að gizka á orsökina til framkomu hans. Eg leitaði í huga mínum, að því, hvort ég myndi hafa móðgað hann með orðutr, eð i athöfnum — en ég fann ekkert þesshátaar. Á ninn bóg- inn fanst mér ofur eðlilegt, að ég gildi líku líkt. Og satt að segja, fór ég að verða hálf- gramur við hann; því að þar sem ég un: morguninn hafði þurft að fara snemma á f tur, á gönguför með presitinum, en Korpus Júri,s hafði mátt liggja með leti í rúminu og teygja alla anga, eftir þörfum; og þegar hann svo loks hafði komist á fæt- ur, hafði hann náttúrlega undir eins get- að farið að spjalla við Andreu Morgréti; — og þegar ég svo loksins hafði kamið til baka og farið að taka, þátt í samræðunum — þá hafði hann tekið svona ánægjulega á móti mér — eða hitt þó heldur; — og ■þetta fanst mér nú alls ekki bróðurlegt! En Andrea Margrét var svo alúðleg og kát, að það var ómögulegt að vera fýldur til lengdar. Mér varð litið út um gluggann og sá þá. að hlekkjahundurinn var að spí.spara í garðinum; spurði ég þá Andreu Margréti hversvegna hundurinn væri látinn leika svona lausum hala, þar sem hann, sam- kvæmt ummiælum prestsins væri svo fýk- inn í hænuunga. »Hann er alls ekki fýkinn í bænuunga«, svaraði hún, »það var aðeins einu sinni, þegar hann var hvolpur, að hann var ao leika, sér við hænu-ungana, og beit hann höfuðið af einum — alveg óvart — og þetta er alt og sumt«. »Jú, þá ætla nú hvolpsárin hans, að verða, nokkuð mörg«, sagði presturinn; »því það er ekki lengra síðan en í vikunni sem leið — þá rakst ég á hann inni í hænsnahúsinu og rak hann þaðan út«. »Já. þá hefir hann nú náttúrlega verið að veiða rottur«, svaraði Andrea Margrét, og varð svo sem ekki orðfall; það eru þau ósköp af rottum, í hænsnahúsinu«. »Rott.ur?« sagði presturinn; »jú. það hafa víst verið tvífættar rottur og vængj- aðar — bara að ég fengi eitthvað af þeirn rottum í miðdegismatinn! ■— En hvað er nú orðið af stóra gula hananum minum?« hélt hann áfram, um léið og hann leit út um gluggann. »Máske að Tryggur hafi haldið, að það væri rotta, líka«. »Nei, þarna kemur hann«, siagði Andrea Margrét, og benti á ljómandi fallegan hana, sem kom spígsporandi inn í gegnum hliðið og hélt til hinna hænsnanna. »Já, lít.ð þér nú á; er hann ekki falleg-

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.