Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.08.1938, Blaðsíða 8

Heimilisblaðið - 01.08.1938, Blaðsíða 8
120 HEIMILISBLAÐIÐ Jóladagar á Hneubú§pre§t§setri Eftir Nikolaj 18 ára (Próf. Henrik Sharling) »Þóknast yðar hágöfg'i regnbað, eða ,steypibað?« — Við þessi orð vaknaði ég næsta morgun; og nokkrir dropar af ís- köldu vatni duttu niður á nefið á mér; og ég fann á mér, að ég myndi ekki fá langan umhugsunartíma. Ég reis upp með andfæl- um; þar stóð presturinn og hélt á vatns- könnunni, skamt frá andlitinu á mér. »Klukkan — klukkan er víst ekki orðin níu ennþá«, sagði ég; og ég teygði mig mjög ánægjulega í rúminu. »Og haldið þér máske, að þér hafið kom- ið hingað til þcss, að ligg'ja í rúminu hálf- an daginn?« svaraði presturinn. »Við hin erum, búin að syngja morgunsálminn okk- ar — en þér eruð náttúylega ekki vanur því«. Er Gam — er Kristófer, ætlaði ég að segja, og Friðrik komnir á fætur?« »Varðar yður nokkuð urn, hvað þeir Kristófer taka sér fyrir hendur? Nú-h! Flýtið þér yður í fötin, og svo skulum við ganga okkur til skemtunar dálitla stund; ég skal þá sýna yður alt, sem vert er að sjá í Hnetubúsborg«. Þar sem ekki var annað sýnna, en prest- urinn ætlaði að standa yfir mér, á meðan ég klæddist, þá flýtti ég mér í fötin. Gamli var kominn á fætur; en um leið og ég gekk fram hjá dyrunum hans Korp- us Júris sá ég', að hann svaf svefni hinna réttlátu og teygði frá sér alla anga. Mig sárlangaði til að þjóta inn og vekja hann. Hversvegna ætti hann að fá að sofa leng- ur en ég? Presturinn þreif í handlegg minn og sagði: »Viljið þér nú ekki gera svo vel, að gæta að sjálfum yður, og lofa Friðriki að sofa í friði?« Um leið og við fórum gegnum forstofuna, mættum við Andreu Margréti. Hún var auðsjáanlega í önnum; — hún var með stóra hvíta svuntu og var ennþá ánægju- legri en kvöldið áður. »Góðan daginn«, sagði hún; »viljið þér ekki fá yður teboJla, áður en þér farið út?« »Nikolaj á fyrst að fá að sjá alt, sem vert er að sjá í Hnetubúsborg«a sagði prest- urinn; »hann getur svo drukkið tevatn- ið á eftir«. Eg þarf víst ekki, að segja það oftar en einu sinni, að mig langaði ekki vitund til að sjá alt þetta, sem presturinn iét svo mikið af; mig langaði mikið meira til aö vera heima og drekka te rn.eð Andreu Mar- gréti; en ég v'ssi, að ekki tjáði að mæla á móti því, sem presturinn vildi vera láta, og þessvegna þagði ég og fylgdi honum eftir. »Prestssetrið sjálft er ekkert merkilegt«, sagði presturinn. »Eg vil aðeins beina at- hygli yðar að hundahúsinu; eftir bygging- arstílnum að dærna, er það ákaflega gam- alt«. »Hvar er hlekkjahundurinn?« spurði ég. »Hann lifir upp á sitt hopp og hí og et- ur hænuunga«. »En hversvegna fær hann að leika sér, eins og honum sýnist?« »Af því að mamma og heimasæturnar vilja það — og þá er bezt fyrir mig að þegja. Þér lærið þetta, líka mieð tímanum, þegar þér eruð búinn að eignast konu og börn«. Mér þótti undarlegt, að presturinn skyldi alt af vera að stagast á því, að konan og dæturnar stjórnuðu öllu, með harðri hendi; oig þó var það hann sjálfur, sem alla stjórn- artaumana hafði í hendi sinni. Mér virt- ist jafnvel hann ávarpa þær hranalega oft og tíðum. Eg gat ekki stilt, mig um að ympra á þessu. »Nú-h«, sagði presturinn, um leið og hann stansaði og starði á mig þeim aug-

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.