Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.08.1938, Blaðsíða 13

Heimilisblaðið - 01.08.1938, Blaðsíða 13
HEIMILISBLAÐIÐ 125 ur?« sagði presturinn og sneri sér að mér. »Hann á ekki sinn l:íka í allri sveitinni. Lítið þér á, hvernig hann baðar vængjun- um, og rambar á meðal kvennanna sinna. Það er líka eini Mormóninn, sem hefir leyfi til að búa hérna á prestssetrinu«. En þegar ég sá hanann, flaug nokkuc skyndilega í hug minn, og seinna um dag- inn, varð sú hugmynd æ fastaxi í huga mínurri. Skönnmu síðar leit presturinn á úrið sitt og sagði: »Já, já; það er þá kominn tími til starfa; klukkan er orðin táu og meira til. Hvað ætlið þér nú að fara að starfa Nikolaj? — Fara að hátta aftur?« »Ég ætla að verða kyr, þar sem ég er«, sagði ég, og sat kyr. »Jæja — þér ætlið þá að verða kyr hjá Andreu Margréti. Já, munið þér nú vel, það sem ég sagði yður í gærkvöldi. Það er mjög hyggilegt, að fara að undirbúa yð ur, áður en þér leggið út í aðalorustuna. Ég óska yður til gæfu og gengjs, Nikolaj«. Þegar presturinn var farinn, varð stund- arþögn. Ég varð ákaflega smeykur við orð prestsins, og ég fann glögt, að alt blcðið streymdi að hjarta mínu. Öðru máli var að gegna um Andreu Margréti og Emmu: þær litu út, eins og ekkert hefði í sko: ist. Það var nú reyndar ekkert undarlegt uni Emmu — hún var ætíð stillingin sjálf; en ég varð forviða á Andreu Margréti; — hún var ekki vön að þeg'ja, þegar faðir hennar sagði eitthvað, sem henni mislíkaði. Nú þar á móti þagði hún eins og steinn. Það var svo sem auðvitað, að þær höfðu báð- ar hugsað málið, og höfðu komist að sömu ályktun og ég: Nú er það ómögulegt; en þegar þrjú eða, fjögur ár eru liðin, þá — já, þá verður tími til að tala og þá skai líka verða talað, svo urn muni. Ég sá jafn- vel, að Andrea Margrét brosti framan í Korpus Júris, alveg eins og hún væri að æfa sig í því, að heilsa væntanlegum mági sínum. En hann virtist ekki taka eftir þessu dýrðlega brosi; hann stóð upp og fór að ganga um gólf, eins og hann biði eftir einhverju með mikilli óþolinmæði. Og svo spurði hann alt í einu, hvort við ættum ekki að fara út og ganga spölkorn okkur til skemtunar. Æi-já — við skulum fara, niður á fjörð, og renna okkur á skautum«, sagði Andrea Margrét; en úr því að þær systurnar treystu sér á skauta, þá var mér óhætt líka. »Þér kunnið náttúrlega á skautum, Nikolaj?« bætti hún við. helzt, að ég geti það líka — núna«. »Já — já — já«, sagði ég og bar mig mannalega; en reyndar vissi ég, að ég var enginn snillingur í skautalistinni. »ö, hvað það var gaman«, Siagði Andrea Margrét; »það kann hvorugur bróðir yð- ar á skautum«. »Jú«, svaraði Korpus, Júris, »ég held Nú varð ég alveg forviða — ég hafði aldrei heyrt, að Korpus Júris hefði nokk- urntíma spent á sig skauta — hvað þá meira. Prestskonan var sú eina, sem maldaði í móinn. Hana hefir sjálfsagt grunað, að ég væri ekki eins leikinn á skautum og ég lét yfir, því að hún bað mig mjög alvar- lega, að hætta við alt saman; en Andrea Margrét fullvissaði hana um, að engin hætta væri á ferðurm; ef ég dytti, skyldi hún hjálpa mér sijálf.. Loksins lét prests- konan undan. Brátt komu ný vandræði í ljcs. Þær áttu að vísu, sána tvenna skaut- ana hvor systranna; en skautarnir voru alt of litlir handa okkur. En Andrea Margrét varð ekki ráðalaus — við gætum sem allra bezt fengið lánaða skauta hjá skólakenn- aranum. Prestskonan fylgdi okkur fram í dyr, og ámálgaði enn að nýju, að ég skyldi fara varlega, — og svo héldum við af stað. Leið Oikkar lá um pílviðargöngin. »Sjáið þið nú gömlu pílviðina hérna«, sagði Andrea Margrét; »þarna eru þeir all- ir kræklóttir og leiðinlegir og standa ekki eftir neinni reglu. Það er merkilegt, aö pabbi skuli ekki vilja láta taka þau burt, og gróðursetja linditré í staðinn«.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.