Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.08.1938, Blaðsíða 7

Heimilisblaðið - 01.08.1938, Blaðsíða 7
HEIMILISBLAÐIÐ 119 En þeir lögðust að henni með ofur þunga, urðu svo Ijóslifandi. alveg eins og tilvera þeirra hefði verið í gær eða í dag. En þeir höfðu skilið eftir djúpt spor í sálu henn- ar og það myndaði myrkur og sársauka. Hún gat ekki ráðið við þau öfl er kornu þeim á hreyfingu, og hin gömlu andvörp er fest höfðu svona djúpar rætur, komu og hurfu með leiftur hraða. Dóttir hennar var komin burtu og orð- in trúlofuð. Hún Rósa, yndið hennar mömrnu sinnar og eftirlætið, gerði hana hugsjúka og sorgmædda. Já, meira en þao, hún varð harmi lostin., Ekki yfir því aó Rósa eignaðist unnusta, þcð var ekki nema eðlilegt, en að hann skyldi vera sonur hans, það gat Þorkatla ekki þoJað. Hún varð óslökkvandi gremjan er fylti sál hennar. Aö Rósa ætti að giftast syni mannsins, er sveik hana, það mátti aldrei verða, nei, aldrei, aldrei , Það var gegn vilja Þorkötlu þegar Rósa giftist, en hefndi sín líka. Báðar voru þverlátar og þess vegna fór þetta eins og raun varð á. Enginn ga,t vænst annars, er þekti skaplyndi Þorkötlu, hún man leng- ur misgerðir, en aðeins einn dag. . Það var langt síðan hún var ung cg hann var unnustinn hennar. Þá var hann falleg- asti og bezti maðurinn, sem hún hafði hitt; hann var hetjan hennar. Æskuvonirnar voru bundnar við hann, hún elskaði hann. En svo var hún svikin. Ölgandi afbrýði blossaði upp í sál hennar og hún sýktist af hatri. Ástin kólnaði út, eitraðar dreggjar hinna brostnu vona höfðu sín áhrif. Hún gat ekki gefið dóttur sína, syni gamla, unn- ustans, er hafði táldregið hana. Það var því án samþykkis Þorkötlu, þegar þau gift- ust. Hún bjóst við, þá og þegar, að hann ræki bana frá s,ér og þá ætlaði hún að taka bæði frá móður sinni og honum, mannin- um stnum og svo drengnum, sem stóö núna hjá Þorkötlu, ömmunni, sem; vildi ekki kannast við hann. — En þegar allar þess- ardöpru hugsanir höfðu svifið um huga gömlu konunnar, var hún rifin upp af þungu og þreytukendu andvarpi. Ö, hve það var líkt sársaukanum er logaði í hjarta hennar. Og hún leit á piltinn, sem var sýni- lega orðin óþolinmóður. Hendur hans fitl- uðu við dyrastafina í einhverju ráðleysi, og fætur hans voru ókyrrir. Honum þótti löng biðin og hin djúpa þögn. Um hvað skyldi þessi kona alt af vera, að hugsa? Hann horfði upp til hennar og augu þeirra mættust. Þau reyndu að mæla augnadýpt hvers annars o.g hugsanir. Andlitsdrættir Þorköilu urðu dálítið mýkri. Barnið hafði erft hin blíðu, en þó raunamæddu augu Rósu. Þessi augu, sem mintu hana á horfna daga, og þrátt fyrir það þótt hún hefði viljað gleyma öllu, þá tendraðist ofurlítill neisti af viðkvæmni, kanske ást, ins,t. inn við hjartaræturnar, og hann jókst; hún gat ekki ráðið við það. Loks náðu mann- úðlegir geislar að eyða burtu skuggunum, sem leynst höfðu svo lengi. Ilún gat ekki ráðið við hinar hlýju hugsanir er ásóttu hana, það var eitthvað sem kallaði á vin- áttu, ísinn varð að bráðna. Hann lét und- an, sólin náði yfirtökunum. Þetta var alveg eins og á vorin.þegar leysing verður í ríki náttúrunnar. En núna var haust. Þetta gerðist líka í huga Þorkötlu. Drengurinn hafði komið og rifjað upp allar hinar ang- urværu minningar. Og þær tendruðu bæði Ijós og skugga. En það er sagt að ljósið verði myrkrinu sterkara. Þannig varð þao hjá 'Þorkötlu, konunni, sem svo lengi var búin að bíða eftir skæru ljósi, án þess að hún vissi af því. Það var komið og hún höndlaði hamingjuna. Þegar tárin fóru að streyma niður kinnar, rétti hún Geir hend- ina: »EIsku drengurinn minn«, sagði hún, »þú ert búin að finna hana ömmu þína, og ég þarf að segja þér svch margt, komdu, komdu«. Vorið var komið til Þorkötlu í Vík, hið langaþráða vor. — En þó var haust, úti. Nonni Laufkvist.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.