Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.08.1938, Blaðsíða 5

Heimilisblaðið - 01.08.1938, Blaðsíða 5
HEíMILISBLAÐIÐ 117 HtJSFREYJAN I VlK EFTIR NOIVJXA LAUFKVIST Hún bét Þorkatla. Húsið hennar Vík stóð innarlega í Hverfinu og sér frá öðrum hús- um. Það var fornfálegt og sýnilega mjög igamalt, það leyndi sér þó ekki að einu sinni hafði það verið stórt og myndarlegt, Stærð- in'var sú sama, en eymd og einstæðings skapur og ömurleiki var kominn í stað hins forna Ijóma. Og Þorkatla var lengi búin að eiga þarna hein a. Aðeins þeir sem voru á hennar aldri og hinir, er eldri voru, mundu eftir þvi, þegar hún var barn að aldri Qg bjó ásamt foreldrum 'sínum í þessu stóra, og fallega húsi. Faðir hennar rak á þeim tímum all- myndarlega, smábátaútgerð fyrir sig og Hveríisbúa, en það var langt síðan. Þor- katla fékst aldrei neitt við þessháttar, hún var komin á efri aldur, og þótti einkenni- leg í háttum að dómi margra manna. Hún hafði gifst, en mist manninn sinn eftir stutta sambúð. En hún átti litla dóttur, er varð henni huggun í hinum sorglega missir. Og Þorkatla, vandaði alt hvað hún gat til uppeldis á þessu uppáhaldi sínu, Þegar því dóttirin var komin af barns- aldri, var hún send að heiman til náms. ★ Dóttirin kom aldrei aftur, aldrei. Hún var horfin fyrir fult og alt. Saga gekk um Hverfið, — Það var saga, sem sögð var á ýmsa vegu, stundunr var eitthvað af henni satt, en oft, var þó miklu skrökvað til við- bótar. Svona eru mennirnir. Þið megið ekki halda að enginn hafi haft hluttekningu í sorgum Þorkötlu. Jú, hún átti marga vini er sýndu henni sanna vin- áttu. — En þegar því nokkrum árum seinna varð hljóðbært að dóttir Þorkötlu væri dáin varð enn meira vinarþelið, sem húsfreyjunni í Vík var sýnt. Svo gaus upp sami kvitturinn og áður, þegar Þorkatla fór ekki til jarðarfararinn- ar; það var víst áreiðanlega ekki vegna efnaleysis, en þó sat hún kyr heima. Gömul þrjózka braust um í sálu hennar og sigr- að:. Hið gamla sundurlyndi er orðið hafði einu sinni á milli móður og dóttur, réði úr- slitum. Það fenti í sál móðurinnar ísköldum haglkornum er frusu fast inn í þann huga, sem fyrir langa löngu hafði átt kærleiks- ríka blíðu. Nú var hún í elli sinni lasburða, ergileg, ein og yfirgefin, með vinnufólki sínu. Æ, þú einmana vesalingur. Vonbrigð- in hafa skilið eftir sitt, því hversu mikið af vonum þínum höfðu ekki brugðist. Og nú getur þú aldrei vænst þessi, að finna mjúkum höndum strokið um vanga, þinn, eða kossi frá elskandi vini þrýst á þur- bleikar varir þínar né hrukkótta vanga, Nei, aldrei, aldrei. Og æfin þín sýnir eitt langt og óendan- lega þungt spor áleiðis til grafarinnar. En alt er breytingunni undirorpið. Það var komið haust. Dapurleiki þess fór um Vík og nágrennið. Alt fölnaði. Gul- bleikum fölva, sló á umhverfið. Stundum var himininn vatnsblár, en stundum svo draumkendur og fagur. En oftast voru það drungaleg ský er hvíldu yfir bygðinni. Og regnið streymdi niður. Ö, þú haust, afturför, síðan kyrseta. Þannig ertu. Hver af öðrum komu dagarn- ir og þeir hverfa inn í gleymskuna, er geymir öll verðmæti lífsins. Það kemur oft fyrir að ferðamann beri að garði á haustin. Hann kemur og hverf- ur kannske samdægurs eða daginn eftir. Hann kom líka einmitt að haustlagi ferða- maðurinn, er baðst gistingar í Hverfinu,

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.